Af starfsmannamálum hjá Strætó bs.

Þegar ég bloggði um kjör fulltrúa Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar hjá Strætó bs. nýlega vék ég að Starfsmannafélagi SVR og meintum afskiptum þess af fulltrúakjörinu.
Fyrir vinsamleg tilmæli tók ég ummælin úr pistlinum því talið vara að ég gæti ekki fært sönnur á orð mín. Mér var það ljúft. Nú hefur mér verið bent á slóðina hivenet.is/bus sem nýju trúnaðarmennirnir hafa opnað. Allt gott er um það að segja og megi vegur heimasíðunnar verða sem bestur. Fyrir trúnaðarmannakjörið kom fram að Jóhannes Gunnarsson frambjóðandi hafi greitt hátt í hundrað þúrund krónur til Láru V. Júlíusdóttur fyrir lögfræðiálit sem hún vann fyrir hann persónulega. Vissulega mikið fé fyrir fjölskyldumann að greiða af sameiginlegum peningum fjölskyldu sinnar. Jóhannes gat ekki staðist freistinguna að kaupa lögfræðiálit sem sannaði kenningu hans um að Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar stæði sig ekki í stykkinu og stólaði hann á að félagarnir hlypu undir bagga með honum og leggðu eitthvað af mörkum.
Ég sló á þráðinn til hans og bauðst til að gangast fyrir söfnun á meðal starfsmanna og afgreiða reikninginn. Jóhannes afþakkaði aðstoð mína og sagði að Ingunn Guðnadóttir hefði haft orð á því að leita til Starfsmannafélags SVR og fá þetta greitt úr sjóðum þess. Þar með lauk áhyggjum mínum af fjármálum Jóhannesar. Þetta var fyrir kosningar til fulltrúaráðs StRv.
Nú bregður svo við að skyndilega er reikningsupphæðin komin "á annað hundruð þúsund krónur" eins og segir á heimasíðu Jóhannesar og starfsmenn eru beðnir að leggja inn á reikning fimmtán hundruð krónur hver og segir þar að: "þá erum við í góðum málum". Ég sá á kennitölunni að ekki var um að ræða kennitölu einstaklings og fékk því þær upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra að þetta væri kennitala Starfsmannafélags SVR. Í ljósi þessa stend ég við fyrri ummæli mín um að Starfsmannafélagið hafi beitt sér í kosningaundirbúningi fyrir fulltrúaráð StRv. og hefur því afklæðst hlutleysishempu sinni.
Að sinni tel ég ekki ástæðu til að ræða um þátt Valdimars Jónssonar fyrrum Aðaltrúnaðarmanns (ath. með stórum stað af heimasíðu Jóhannesar) og andlegum leiðtoga hópsins.
("Valdimar Jónsson, fráfarandi Aðaltrúnaðarmaður stóð sig ákaflega vel. Við þökkum honum og fráfarandi fulltrúum þeirra framlag til baráttunar. Valdimar hefur þó ekki sagt sitt síðasta í þessum málum því hann mun aðstoða okkur og vera ráðgjafi okkar í framtíðinni með meiru..." af heimasíðu Jóhannesar Gunnarssonar).
Valdimar hefur undanfarna daga gengið á milli manna og sagt að hann komi á engan hátt nærri "þessu fólki".

Lesendum mínum til fróðleiks birti ég söfnunarávarp Starfsmannafélags SVR á heimasíðu Jóhannesar Gunnarssonar:

"Söfnun vegna lögfræðikostnaðar.
Vinsamlega skráðu starfsmannanúmerið þitt og nafn með. Ef hver og einn greiðir 1500 krónur þá erum við í góðum málum.
Banki # 0515
HB 14
Reikn # 613375
Kt: 680580-0309".

p.s.
Ég vil geta þess að Starfsmannafélag SVR var líka misnotað fyrir fulltrúakjör 2005 og af þeim sökum sagði ég mig úr félaginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband