16.3.2022 | 11:35
Öldurót
Væntanlega verður mikið öldurót hérna við Eiðsgrandann þegar veðrið nær hámarki um klukkan fjögur i dag samkvæmt spánni.
Þegar Alda sest í stól borgarstjóra í vor að loknum kosningum verður varla síðra rót þegar hún hefur tiltektina.
ALDA
Hún var ekki há í loftinu, yngri dóttir Villa og Pálu á horninu þegar hún kom að kaupa fyrir mömmu sína. Kotroskin og skondin, blátt áfram og glöð. Engin feimni sem einkenndi sum börnin sem komu með miða frá mömmu; mjólk, skyr, brauð og ost. Aðeins eldri, líklega sjö eða átta ára sótti hún um vinnu í búðinni. Ég get sett gos í kælinn og svoleiðis. Aðspurð um hvað hún vildi í kaup, sagði hún hundrað kall. Bara einn? Já það er nóg. Daginn eftir kom frú Ragnhildur Pála í búðina og virtist áhyggjufull. Svo sá hún dóttur sína sem var í óðaönn að fylla goskælana. Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir hvað ertu eiginlega að gera? Ég er bara í vinnunni minni, mamma mín, er að verða búin. Ragnhildur Pála hnussaði bara smá og sneri sér svo undan til að brosa. Ég sá fljótlega að Alda yrði til stórræðanna á lífsleiðinni. Hvort ég hafi verið hissa að hún skuli bjóða sig fram til borgarstjóra Reykjavíkur, er því til að svara að svo er ekki. Miklu fremur ef hún hefði ekki gert það.
Landið allt gult | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 54
- Frá upphafi: 1033129
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 54
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.