Vandræðalegt

Þótt eftiráskýringar Donalds beri vitni um fljótfærni og klaufaskap eru viðbrögð Píratans Jóns Ólafssonar jafnvel enn verri. Forseti Alþingis hefur upplýst að fyrirhuguð heimsókn Piu hafi verið kynnt á vef Alþingis í apríl s.l. þar sem þær voru fyrir hvers manns sjónum.

 

Píratar virða ekkert annað en eigin skoðanir hversu fáránlegt það má vera.

Er til of mikils mælst að þeir hvíli þjóðina á vitleysunni?


mbl.is Krefur Steingrím um skýr svör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvenær gerðist þú stuðningsmaður Steingríms J. Sigfússonar?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2018 kl. 17:30

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Mér finnst athugasemdir Trumps meira en klaufaskapur. Eiginlega kjánaskapur 😟 En framkoma Pirata er að mér finnst skammarleg. Ekki eru allir á sömu línu og Steingrímur en hann er kosinn forseti þings og það er Pia líka.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 19.7.2018 kl. 17:49

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurbjörg, hvenær kaust þú Steingrím J. Sigfússon sem forseta Alþingis?

Guðmundur Ásgeirsson, 19.7.2018 kl. 17:52

4 Smámynd: Haukur Árnason

Guðmundur, hvaða máli skiptir í þessu samhengi, hvað Sigurbjörg hefur kosið og hvenær ?

Haukur Árnason, 19.7.2018 kl. 18:24

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur, ég er stuðningsmaður kurteisra samskipta.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 18:26

6 Smámynd: Haukur Árnason

Ég get alveg bætt því að ég ánægður með viðbrögð, bæði Pí-rata og Helgu Völu. Þarna fengum við að sjá hvernig þau fúnkera. Ekki datt þeim í hug að vaða strax í Steigrím, dettur eihverjum í hug að ekkert af þeim hafi vitað af þessari færsku á vef Alþingis 20 apríl. Er ekki vefur Alþingis þeirra vinnuplagg, ef svo má segja.

Haukur Árnason, 19.7.2018 kl. 18:33

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Haukur, það má til sannsvegar færa að gott sé að þau hafi sýnt sinn innri mann með gjörðum sínum :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 19:07

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurbjörg, jafnvel afburðamönnum getur orðið á í messunni og Jafnvel Donald hefur misstigið sig, er þá mikið sagt :)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 19:09

9 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég verð nú að spyrja þig Guðmundur, þurfa allir þeir sem bera blak af SJS að hafa kosið hann?

Sjálfur myndi ég aldrei kjósa þann mann, en hann var kosinn af Alþingi sem forseti þess. Því virði ég þær ákvarðanir sem hann tekur í því nafni, hvort sem ég er þeim meðmæltur eða ekki. Þannig virkar jú lýðræðið, ekki satt?

Það er aumur slíkur málflutningur sem þú berð hér fram og hefði ég að óreyndu ekki trúað að þú, af öllum, myndir falla í þá gryfju. En það er víst langt seilst þegar rök skortir.

Gunnar Heiðarsson, 19.7.2018 kl. 19:12

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þakka athugasemdina Gunnar Heiðarsson.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.7.2018 kl. 19:47

11 Smámynd: Aztec

Guðmundur, forseti þingsins er kosinn af þingmönnum, bæði hér og í Danmörku. En til að geta verið kosinn forseti þingsins, þá þarf einstaklingurinn að hafa verið kosinn inn á þing fyrst af ákveðnum fjölda kjósenda. Þú veizt það vel, svo að spurning þín er málinu óviðkomandi. Alveg eins og Trump er forseti Bandaríkjanna hvort sem fólk kaus hann eða ekki, þá er Steingrímur forseti Alþingis hvort sem mönnum líkar við hann eður ei. Pia Kjærsgaard var kjörin forseti Þjóðþingsins og alveg sjálfsagt að bjóða henni til Þingvalla sem fulltrúa Dana.

Hvað varðar Jón Þór þá ber hann þess merki, að hann sé alltaf að koma af fjöllum og hefur enga hugmynd um hvað sé að gerast í kringum hann. Ef hann þjáist af alzheimer, þá ætti hann ekki að vera á þingi. Hann er eins og lélegur nemandi sem mætir aldrei í tíma og kvartar svo yfir því á lokaprófinu að prófefnið hafi aldrei verið kennt.

Guðmundur, fyrir mörgum árum þegar þú viðraðir stuðning við Pírata, þá hamraðirðu á því að þeir myndu berjast fyrir bættu fjármálakerfi, afnámi verðtryggingar og upprætingu spillingar. Ef þetta voru kosningaloforð þeirra, þá hafa þeir ekki sýnt neinu af þessu áhuga, heldur halda áfram að velta sér upp úr einhverju sem engu máli skiptir auk þess að sýna hryðjuverkamönnum stuðning og vilja opna öll landamærahlið.

Í síðustu borgarstjórakosningum gerðu þeir mikið af því að hrósa sér af því að hafa þvingað Dag B. nauðugan til að opna bækurnar með launagreiðslunum, þ.á.m. til hans sjálfs. En könnuðust svo ekkert við þá spillingu sem felst í óútskýrðum og nauðsynlegum stöðuveitingum í stjórnsýslu borgarinnar. Það bendir til þess að þeir velja sjálfir hvers konar spillingu þeir berjast gegn (heimta gagnsæi í bókhaldinu en hafa ekkert á móti nepótisma) og spurningin er hvaða óauglýstar stöðuveitingar hafa þeir sjálfir fengið?

Píratar halda að það geri þá að betri þingmönnum af því að velta sér upp úr tittlingaskít og vera alltaf að hnakkrífast út af engum sköpuðum hlut, en því er öfugt farið. Þegar tími þingsins fer í rifrildi, og málþóf þá á það að vera vegna mikilvægra mála sem ágreiningur er um og sem snertir hag þjóðarinnar eða hag láglaunafólks, en ekki út af stormi í tebolla. Og það er alltaf hollt fyrir þingmenn að kynna sér málin fyrst áður en þeir æsa sig.

Varðandi Samfylkinguna, þá sagði Pia Kjærsgaard líka í viðtali við TV2 að ræða Loga Einarssonar (sem var þýdd fyrir hana, því að ekki hélt hann ræðuna á dönsku) að skoðanir hans að innflutningur á hælisleitendum frá Mið-Austurlöndum og Afríku væri skylda sjálfstæðra þjóða, væru fáránlegar og að jafnvel Socialdemokraterne í Danmörku væru nú fylgjandi takmörkunum á þessum innflytjendum, meðan Samfylkingin væri alveg úti á túni í þeim efnum. Hún kallaði Socialdemokratiet systurflokk (søsterparti) Samfylkingarinnar, en ég er viss um að dönsku kratarnir vilji helzt ekki láta bendla sig við Samfylkinguna íslenzku, enda kannast enginn við að Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur nema að nafninu til. Ógæfustjórn Jóhönnu jarðaði alveg þá ranghugmynd. 

Aztec, 20.7.2018 kl. 01:17

12 Smámynd: Aztec

Leiðrétting:

En könnuðust svo ekkert við þá spillingu sem felst í óútskýrðum og ónauðsynlegum stöðuveitingum í stjórnsýslu borgarinnar. 

Aztec, 20.7.2018 kl. 01:20

13 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert alveg með fingurinn á púlsinum Aztec.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.7.2018 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband