Strætó einkavæddur.

Við starfsmenn Strætó bs. bjóðum nýja stjórn Strætó velkomna til starfa, en þau héldu sinn fyrsta fund í gær.

Kosinn var nýr formaður, Ármann Kr. Ólafsson úr Kópavogi. Fyrrverandi stjórn var svo örlát að leyfa öllum hinum sveitarfélögunum að fá formann til tveggja ára hverju. Sveitarfélögin eru sjö og fá þessi sex sem greiða aðeins 30 - 35% af rekstrarkostnaðinum að stýra starfi Strætó næstu árin.

Skondin tilhugsun að Álftaneshreppur sem aðeins greiðir um 1% af kostnaði skuli eiga eftir að stýra stjórn fyrirtækisins. Ekki veit ég hvað þetta kallast í herbúðum fyrrverandi R-lista en stjórnkænska er rangnefni.

Ég fæ ekki séð hvað Reykvíkingar geta gert til að fá tilætluð áhrif innan stjórnarinnar eða hvort nokkuð verður að gert. Sex minni sveitarfélög geta nú farið að ráðskast með fjármuni okkar Reykvíkinga í krafti stjórnarformennsku og fjölda stjórnarmanna en við eigum aðeins einn af sjö.

Mér sýnist því einsýnt að Vilhjálmur verði að draga hlut Reykvíkinga út úr byggðasamlaginu og stofna aftur SVR og bjóða svo sexmenningunum samvinnu um samræmt leiðakerfi á höfuðborgarsvæðinu.

Það sem við starfsmenn óttumst mest er að nýi formaðurinn láti verða af þeirri ætlun sinni að einkavæða Strætó, sem yrði að okkar mati dauðadómur yfir almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ég  færi rök fyrir því síðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 1032841

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband