Flökurleikanum haldið við

Að semja við fólk um rekstur fyrir Reykjavíkurborg sem hefur fengið milljarða afskrifaða af dellufjárfestingu er ekki alveg samkvæmt mínum kokkabókum.

Milljarðaafskriftir lenda bara á almenningi sem þarf að strita meira og skera heimilistilkostnaðinn enn frekar niður.

Oft hefur manni orðið flökurt á sukkinu í kringum fjármálahrunið í hinum vestræna heimi, en að borgarstjórn skuli viðhalda flökurleikanum er ekki boðlegt.


mbl.is Breiðhyltingar fá líkamsræktarstöð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hvað eigum við að gera í þessu Heimir? Svo augljóst fyrir mér að tárum tekur.

Sigurður Haraldsson, 7.2.2014 kl. 12:03

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ef ég byggi í borginni þá væri ég öskureið. Finnst reyndar höfuðborgin hafa látið undan síga. Gras er ekki slegið á sumrin og klakabunkar ekki fjarlægðir á vetrum. En þá eru sýndartilþrifin mest. Opna þetta og hitt og skjalla eitthvað annað. Allt til að komast undan raunveruleikanum. En þetta er bara mitt álit :(

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.2.2014 kl. 18:41

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurður, mér finnst að mikil endurnýjun þurfi að verða í borgarstjórn Reykjavíkur. Að semja um rekstur við fólk sem hefur slengt milljarða skuldabagga á herðar þjóðinni er ófyrirgefanlegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2014 kl. 02:51

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Silla, stjórn borgarinnar er í skötulíki, eina framtíðarsýnin er að þrengja sem mest að umferðinni, svo borgarfulltrúar geti hjólað sem hraðast á milli funda þar sem þeir leggja á ráðin um að leggja niður fiskvinnslu í Örfirisey til að skapa rými fyrir fjármagnssjóði að skipulegga íbúðabyggð og að koma flugvellinum burt til að sömu mógúlar geti byggt rándýra íbúðir á landi sem þjónar landinu sem heild á einkar hagkvæman hátt.

Dekur þessa fólks við auðhringi er andstyggilegt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.2.2014 kl. 02:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband