Hr. Staksteinar

"Núverandi ríkisstjórnarflokkar hófu sín fyrstu skref á hatursherferð gegn andstæðingum sínum og jafnvel ímynduðum óvinum. Markmiðið var augljóst. Það skyldi tryggja að ábyrgðinni af bankahruninu yrði klínt svo kirfilega á þá, að henni yrði aldrei þaðan náð, hvað svo sem sannleikanum og staðreyndunum sýndist. Þess vegna mátti ekki bíða eftir að Rannsóknarnefnd Alþingis lyki sínum störfum. Ófrægingarherferð ríkisstjórnarflokkanna og aðgerðir sem á henni byggðust hófust á fyrsta degi, og er þá talað í bókstaflegri merkingu. Nokkur árangur náðist, en sannleikurinn er seigari en rógberarnir héldu. Hann fer sér hægt en hann kemst furðu langt að lokum.

 

Eftir því sem ógöngur ríkisstjórnarinnar hafa aukist hefur verið reynt að dreifa athyglinni frá getuleysi hennar og skaðsemi. „Þjóðfundur“ var haldinn á einum dagsparti og kostaði hundrað milljónir. Nú vita menn að þar fór ekki fram neinn fundur, heldur spjall á hundrað tíu manna fundum sem „umsjónarmenn“ komu síðan í fyrirfram ákveðnar niðurstöður. Afskræming lýðræðis.

 

Næst var reynt að sannfæra menn um að Stjórnarskráin hefði gert eitthvað af sér en ekki þeir sem rændu bankana innan frá. Kjósa skyldi stjórnlagaþing. Sagt var að einfalt væri að kjósa ef kjósandinn lærði heima. En fullyrða má að örfáir vissu í raun hvernig atkvæðagreiðslukerfið virkaði. Kannski bara tveir og þeir fóru báðir í framboð. Þetta varð flopp og hundruð milljóna til viðbótar í súginn.

 

Ruglinu verður þó haldið áfram með enn meiri eyðslu."

STAKSTEINAR

Klúður

Þriðjudagur, 30. nóvember 2010 


mbl.is Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 30.11.2010 kl. 10:42

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvaða bjáni ætli standi á bak við svona nafnlaus skrif?

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 11:01

3 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er ekki víst að hann eigi ætt sína að rekja til "samskonar bjána" og þann sem kallar fólk bjána út í loftið, án þess að vita hver viðkomandi er.

Sindri Karl Sigurðsson, 30.11.2010 kl. 12:07

4 Smámynd: Elle_

Góðir og sannir Staksteinar um glataða stjórn.

Elle_, 30.11.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband