Fyrir hönd þjóðarinnar bið ég Jenis av Rana afsökunar á orðbragði utanríkisráðherra Íslands

Jenis av Rana þarf ekki að skammast sín. Hann má hafa skoðanir á kynhneigð Jóhönnu Sigurðardóttur og viðra þær. Það er hans skýlausi réttur. Þeir sem eru að fordæma Jenis av Rana ættu að líta í eigin barm og spyrja sig hvort þeir séu haldnir fordómum.

Högni Hoydal hefur ekkert leyfi til að lítillækka landa sinn í augum þjóðar sinnar og Íslendinga. Er ég hissa á harkalegum viðbrögðum hans. Hann heldur líklega að hann sé að gera Jóhönnu gagn, en ég held síður. Jóhanna veit það manna best að hún er hinsegin og fólk lítur það misjöfnum augum.

Utanríkisráðherra Íslands opinberaði enn einu sinni grunnhyggni sína þegar hann réðst með heiftarlegum hætti að Jenis av Rana í viðtali á útvarpi Sögu í morgun. Hann sagði m.a. að hann væri "vitleysingur" og "karlhlunkur". Utanríkisráðherra sem viðhefur slíkt orðbragð þarf virkilega að athuga sinn gang og hvort ekki sé kominn tími á að hann víki fyrir manni sem kann sig betur. Hann talaði sem utanríkisráðherra og ég held að þjóðin sé blóðrauð í framan af skömm.


mbl.is Jenis ætti að skammast sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Eeeee...leimmér að hugsa..nei! Þú ert óravegu frá að skilja nokkurn skapaðann hlut í þessu máli elsku Heimir minn....hvað þá ? Fordómum gegn þeim sem eru með fordóma?

KV Gústi

Einhver Ágúst, 7.9.2010 kl. 13:45

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert sannkallaður afréttari Ágúst, hvernig færi ég að ef þú leiðréttir mig ekki í sífellu?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.9.2010 kl. 19:11

3 Smámynd: Einhver Ágúst

En já hann Össur er svolítið spes og fljótur til, en hann er þó ekki forpokaður hommahatari og ofsatrúarmaður sem gleymir að hlusta á guð......en nú eru nú fleiri og fleiri þingmenn frá Færeyjum að koma út sem hatarar og styðja Ranamanninn.....fordómar og ofbeldi það sem samkynhneigðir hafa mátt þola í Færeyjum er afar ljótt.

Slíkt er í mínum huga alvarlegt og ljótt mál og veldur Guði hugarangri....

Kv Gústi

Einhver Ágúst, 7.9.2010 kl. 23:24

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert betur tengdur Guði en flestir sem ég veit um;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.9.2010 kl. 10:18

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Já þakka þér fyrir....hann biður að heilsa....hehehe  djók!! (en samt ekki)  :)

Einhver Ágúst, 8.9.2010 kl. 12:02

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert ágætur Gústi:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.9.2010 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband