23.8.2010 | 07:18
Ef staðreyndirnar eru þér ofviða, talaðu þá um annað
Glæpir biskupsins Ólafs Skúlasonar eru orðnir aukaatrið. Nú ræðst þjóðin á Geir Waage fyrir skoðanir hans en lætur glæpamanninn hvíla óáreittan í sinni gröf. Ekki hef ég enn séð prestana sem tjá sig um málið fordæma níðingsverkin, ekki heldur sé ég þá gagnrýna "kirkjuna" fyrir að láta þau sér í léttu rúmi liggja, áratugum saman.
Sagt er að það hafi vantað verkferla! Aldrei hef ég heyrt aumari afsökun. Hvar var hyggjuvitið? Hvar var frumkvæðið? Hvar var viljinn til að hjálpa fórnarlömbunum?
Allt tal um aukaatriði málsins, eins og álit prestsins í Reykholti er leið til að dreifa athyglinni frá aðgerðarleysinu.
Kirkjan brást öllum þeim konum sem lutu í lægra fyrir biskupi Íslands. Það er staðreynd sem starfandi prestar eiga erfitt með að kyngja og ráðast svo að starfsbróður sínum með heift til að leiða athyglina frá eigin máttleysi.
Prestar eiga að kunna að þegja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð færsla, Heimir.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.8.2010 kl. 08:14
Ólafi Skúlasyni verður ekki refsað úr þessu og orð biskups að Ólafur standi frammi fyrir hinum æðsta dómstól eru lítil huggun. Aðalatriðið er að kirkjan læri af því hvernig hún brást í því máli öllu.
Skoðun prestsins í Reykholti er hreint ekki aukaatriði í þessu máli Heimir. Waage karlinn vill jafnvel fara gegn lögum til að geta leynt upplýsingum um barnaníð, komi þær á hans borð, hann vill með öðrum orðum slökkva þá litlu ljóstýru sem þó var komin í þessi mál innan kirkjunnar og gera forneskjuna algera. Þær gerast vart stærri og alvarlegri yfirlýsingarnar.
Ef eitthvað ýtir undir aðgerðaleysi í þessum málum Heimir eru það skoðanir og viðhorf sérans í Reykholti.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.8.2010 kl. 12:31
Þakka, Silla.
Axel, ég bið þig að kynna þér báðar greinar Geirs í Morgunblaðinu. Ég er engan veginn sammála þér um að skoðun Reykholtsklerksins ýti undir aðgerðarleysi.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.8.2010 kl. 13:20
Geir Waage er alltaf flottur og hans afstaða er hin eina rétta. Þjóðkirkjan er lömuð vegna þess að hún er ekki sjálfstæð trúarleg stofnun heldur heyrir hún undir eitt ráðuneytanna á sama hátt og þjóðminjasafnið, vitamálastofnun, veiðimálastofnun......fullkomlega óásættanlegt fyrirkomulag.
Baldur Hermannsson, 23.8.2010 kl. 20:46
Geir Waage þorir að hafa skoðanir og viðrar þær gjarna. Það er leitun að embættismanni sem þorir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.8.2010 kl. 07:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.