12.6.2010 | 16:08
Grunnt veður fulltrúi landlæknis og buslar mikið
Það er ekki laust við að grein Matthíasar Halldórssonar aðstoðar landlæknis einkennist af hroka. Ummæli Svans Sigurbjörnssonar læknis eru á sömu lund. Hvað hafa þessir menn kannað í rekstri Jónínu Ben og hvað hafa þeir talað við marga sem hafa notið þjónustu hennar?
Ég þekki nokkra einstaklinga sem hafa farið í Detox-meðferð hjá henni bæði hér heima og í Póllandi. Allir lofa meðferðina og hrósa í hástert. Þau tala um lífstílsbreytingu og allt annað viðhorf til mataræðis og hreyfingar eftir meðferð en fyrir. Matthías aðst.landlæknir talar um ristilshreinsun eins og það sé eina meðferðarformið sem um ræðir. Þar talar hann gegn betri vitund, því ég trúi því ekki að hátt launaður embættismaður viti ekki betur.
Það er alvarlegt þegar "vel menntaðir" læknar taka svo stórt upp í sig gagnvart heilbrigðum og hollum lífsstíl og nánast óskiljanlegt nema í ljósi þess að þeir séu að vernda lyfjaframleiðendur og sala.
Blóðþrýsting getur hver og einn kannað sjálfur og stýrt lyfjanotkuninni. Róandi lyf og þunglyndislyf hefur fólk sem hefur þegið meðferð hjá sérfræðingum Jónínu getað kvatt. Lyfsalar missa stóran spón úr aski sínum. Er það það sem fulltrúi landlæknis er að verja?
Það væri meiri sómi af landlæknisembættinu ef það lýsti yfir stuðningi við baráttu Jónínu Benediktsdóttur fyrir hollu lífi og heilbrigði.
Jónína Ben blæs á læknisfræðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta ekki svipað og með Herbalife? Nokkrir fræðingar fara upp á afturlappirnar og tala um einhver örfá, jafnvel vafasöm dæmi. Reyna þannig að skemma fyrir þeim tilgangi sem Herbalife er hugsað fyrir, sem er breyttur og hollur lífstíll. Ávextir, grænmeti á milli mála, hreyfing= betri heilsa jafnt á líkama sem sál.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.6.2010 kl. 17:08
Heimir og Sigurbjörg. Ég tek undir það sem þið skrifið hér. M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.6.2010 kl. 17:47
Lastu "mótmæli" Jónínu? Hvað er það annað en hroki - það er eins og að rífast við sex-ára.
Ef þetta væri nú bara auglýst sem þjónusta. Fullyrt er að meðferðin hafi ákveðin áhrif og lækni í sumum tilfella alvarlega sjúkdóma. Það hvort læknis- og heilbrigðismeðferðir virka er ekki kannað á þennan hátt af góðri ástæðu; niðurstöðurnar eru fullkomlega marklausar.
Ekki rétt, lastu greinargerð hans?
Já það er auðvitað allt heila málið. Það er auðvitað alveg óhugsandi að læknarnir sem þetta gagnrýna hafi heilbrigði fólks að leiðarljósi heldur ganga þeir mála lyfjaframleiðanda á meðan Jónína Ben. vill ekkert nema öllum hjálpa, það er ekki eins og hún rukki morðfjár fyrir þetta eða neitt...
Veruleikafyrringin er algjör.
Ef þetta væri öfugt farið, að einhver detox- eða hómópatasamtök væru að gagnrýna einkastofu læknis og hann svaraði fyrir sér með sömu rökleysunni og Jónína gerir þá veri líklega annað hljóð í lúðrinum. Ég skal lofa þér því að þá hlypi meirihluti þeirra sem raða sér bakvið Jónínu upp til handa og fóta og sæju bara einhvern læknamafíósa að reyna að verja reksturinn sinn svo hann gæti farið, tjah, til Flórída og Evrópu reglulega.
Og þetta er einmitt það sem má ekki gera (og það sem hún segir sjálf núna að sé ekki gert).
Væri ekki eðlilegt að sýnt yrði fram á að meðferðin hafi raunverulega þessa virkni fyrst?
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 17:51
Hún er oft sett upp í spéspegli Detoxmeðferð Jónínu..Ekki síst eftir að hægt var að tengja Gunnar í Krossinum við meðferðina..(ég viðurkenni að ég hef oft hlegið) En ég verð að taka undir með Heimi..Ég veit um þrjá einstaklinga sem allir eru mjög ánægðir. Að grunni byggist þetta upp á föstu, sem er nú ansi gömul hefð ef við lítum til fortíðar. Og síðan hollu matarræði og hreyfingu. En í hártoginu er endalaust talað um stólpípuna sem er að því mér skilst mjög lítill og aðeins byrjunarhluti á meðferðinni. Og hvort sem hún hefur dregið til baka þátt þunglyndis og róandi lyfja, þá skil ég ekki að það sé ekki af hinu góða ef fólk getur hætt inntöku þeirra.. Hvað er hættulegt við það ef líðanin er góð?
Kveðja til ykkar.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.6.2010 kl. 18:37
Það hefur ekki verið sýnt fram á að detox hafi raunverulega þessi áhrif. Við vitum ekki betur en að það sé aðeins skammgóður vermir.
T.d. hefur verið bent á í þessari umræðu að í meðferðinni neytir fólks einungis 500 kílókalóríur á dag, sem erlangt undir daglegri orkuþörf mannsins. Áætlað er að orkan sem fer í efnaskiptin til að halda okkur lifandi er 1440 kkal á dag, en orkuþörfin er meiri þar sem við sitjum ekki bara og störum í loftið allan daginn.
Við þetta nær-svelti lækkar blóðsykurinn og blóðþrýsingurinn og fólki líður vel án sykursýkis- og blóðþrýstingslyfja. Það ætti þó að vera augljós að þetta nær-svelti er engin lausn heldur í besta falli skammgóður vermir.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 18:50
M.ö.o. þetta getur verið hættulegt þó líðanin er góð - tímabundið. Svo fer fólkið heim og getur ómögulega haldið sama matarprógrammi áfram (það myndi hægt og rólega svelta til dauða), slær niður, þarf aftur að fara á lyf og pantar aðra umferð í detox af því að það virkaði svo vel síðast...
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 18:51
Er þetta einhver aðför að Jónínu! Það væri hægt að skrifa svona um hin ýmsu lyf..Slær niður þarf aftur lyf..Þarf ekki Detox til!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.6.2010 kl. 18:56
Það er ekki hægt að rökræða við trúaða virðist vera. Þér finnst þá ekkert að því að auglýsa lækningu við hinum ýmsu kvillum án þess að sýna fram á að meðferðin virki? Bara á meðan meðferðin er "óhefðbundin"?
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 19:12
Hefðbundin eða ekki. Ég þekki sjálf til Herbalife sem ég nefndi til samanburðar. Mér finnst allt of mikið gert af því að allt sé tjara sem ekki er frá læknum komið. Reyndar koma heimsfrægir læknar að Herbalife og að Detox. Væri ekki hægt að horfa með raunsæum augum á þessi mál..Trúaða tel ég mig vera en ekki í þeim tón sem þú ræðir um Sveinn.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.6.2010 kl. 19:28
Það mætti þá kannski benda á einhverjar af þeim rannsóknum sem þessir "heimsfrægu" læknar hafa gert um detox? Ég hef ekki rekist á eina einustu, og hef ég þó leitað grimmt.
Afhverju eru talsmenn detox að slá um sig með læknum á annað borð þegar þeir eru um leið að segja þá ganga erinda lyfjaframleiðanda og aðeins vera með menntahroka - það þykir mér skjóta skökku við.
Ég er að vera raunsær; það bendir ekkert til þess að detox hafi þá virkni sem lofað er. Þar til það breytist er það rökrétta í stöðunni að efast um fullyrðingar talsmanna þess, ekki fyrr. Kannski þú ættir að líta á málið með raunsæjum og gagnrýnum augum?
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 19:32
Annars skiptir engu máli hversu vel þú þekkir Herbalife eða Detox persónulega. Það hefur ekkert að segja. Virkni slíkra meðferða er ekki metin út frá frásögnum, og það á við um öll vísindi.
Ég var einu sinni með alveg ferlegan hausverk, en svo kveikti ég í hárinu á mér og hann fór um leið! Ekki dirfast að efast um þetta!! Burt með þessi vísindi og hlutlægar aðferðir til að meta hvort þetta sé rétt. ÉG VEIT!
(dæmi stolið frá Tinnu)
Þetta er viðhorfið, að mér finnst.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 19:49
Sveinn BULLARI. Ég hef persónulega þekkingu og reynslu af Hebalife..Það á ekkert skylt við trú..Það er einungis lífsstíll!
Góða nótt!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.6.2010 kl. 19:53
Þið hafið heldur betur tekið ykkur til Sigurbjörg og Sveinn.
Silla hefur góða reynslu af Herbalife ásamt tugþúsundum annarra og ótal margir hafa góða reynslu af Detox.
Sveinn hefur greinilega ekki hundsvit á næringarfræði og ætti að spara stóru orðin.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.6.2010 kl. 22:19
Heimir: Ef vinsældir eru áreiðanlegur mælikvarði á gæði eða virkni einhvers, er þá ekki rétt að þú mælir líka með "orkukristöllum", feng shui, blóðtöku, handayfirlagningu, fjarbænum, heróínneyslu og því að berja sjálfan sig ítrekað í andlitið með uppstoppuðum máf? Ég get örugglega fundið fólk sem er tilbúið að mæla með öllu ofantöldu.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 12.6.2010 kl. 22:51
Það er sennilega rétt hjá Jónínu þegar hún bendir á Hippókrates sínu máli til stuðnings.
Forn-Grikkir höfðu trú á ,,líkamshreinsun" á þann hátt sem umrætt er í þessu sambandi. (Hvort þeir höfðu mataræðis eða hreifingar -meðferð með dæminu skal eg ekkert fullyrða um)
Grikkirnir virðast reyndar hafa lært þetta af Egyptunum gömlu því þeir höfðu líka trú á þessu og höfðu einhverja theóríu í kringum það, ef eg man rétt.
Síðan í gegnum aldirnar var þetta stundað víða og þótti sjálfsagt mál, eftir því sem eg kemst næst.
Það var ekki fyrr en á 19. eða jafnvel í upphafi 20.aldar að farið var að gera athugasemdir og þá útfrá þeirri forsendu að það skorti gögn sem sýndu framá að aðgerðin hefði raunveruleg áhrif - og í framhaldi að umrætt gæti hreinlega verið skaðlegt. Sú skoðun varð ríkjandi innan vestrænnar læknisfræði.
Þannig að það þarf ekki að koma á óvart að læknar gagnrýni þetta. Nútímalæknisfræði hefur hafnað þessu sem læknisaðgerð. (Og það fyrir dáldið löngu)
Samkv. mínum heimildum hefur þetta lifað dáldið í Austur-Evrópu og því þarf heldur ekki að koma á óvart að Pólland sé nefnt í þessu viðvíkjandi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.6.2010 kl. 23:32
Það er rétt að það gætir ákveðinnar þröngsýni í þessari umræðu eins og komið hefur fram á öðrum bloggum um þetta mál, en þessi þröngsýni er eingöngu meðal stuðningsmanna Detox.
Sveinn Þórhallsson, 12.6.2010 kl. 23:53
Detox er hreinsun og breyting til betri lífshátta. Ekki skil ég í ykkur Tinna, Ómar Bjarki og Sveinn að þið skulið hafa á móti heilbrigðu líferni. Ekki veit ég hvort þið reykið og drekkið, en það kæmi mér ekki á óvart;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.6.2010 kl. 05:44
Fróðleg lesning hér að ofan og sitt sýnist hverjum en heilbrigður lífsstíll er gullsígildi og fólk tekur ekki rándýr lyf að óþörfu því að þau eru ekki gefin.
NLFI í Hveragerði hefur verið mekka landsins og kostar sitt að skipta yfir í grænmetið sem allt eins er hægt heima því uppskriftarbækur kokksins eru seldar hverjum sem er.
Þarna er líka verndað umhverfi fyrir þá sem eru að koma úr erfiðum aðgerðum og þarfnast aðhlynningar en ég hef aldrei skilið munin á því að fara í líkamsmeðferð á Reykjalund frítt en þurfa að greiða stórfé fyrir NLFI??
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.6.2010 kl. 10:03
Það þyrfti að koma á fót pólítísku detox-hóteli til að venja þjóðina af óhollustu samfóismans!
Snorri Bergz, 13.6.2010 kl. 10:06
Tek undir með Þór um aðstöðuna í Hveragerði! En er ekki nýjasta útspil heilbrigðisráðherra að leggja niður NLFI?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 13.6.2010 kl. 10:11
Þer til upplýsingar Hilmar hvorki reyki ég né drekk og hef aldrei gert. Ég borða yfirleitt ferskt grænmeti með mat og reyni að láta það vera 1/3 af máltíðinni.
Hvernig væri nú að svara málefnalega? Ég hef í það minnstu fært rök fyrir því sem ég hef sagt, ólíkt þér.
Órökstuddar fullyrðingar má svara með öðrum órökstuddum fullyrðingum.
Sveinn Þórhallsson, 13.6.2010 kl. 16:47
Tilvitnun: "Róandi lyf og þunglyndislyf hefur fólk sem hefur þegið meðferð hjá sérfræðingum Jónínu getað kvatt." Komment Sveins: "Og þetta er einmitt það sem má ekki gera (og það sem hún segir sjálf núna að sé ekki gert)." Ertu á móti því að reyna að fá allt fólk með hvaða ráðum sem er til að hætta áti róandi lyfja Sveinn?
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 01:34
Óskar: Ertu fylgjandi því að reyna að fá allt fólk með hvaða ráðum sem er til að hætta áti lífsnauðsynlegra eða verulega lífsgæðaaukandi lyfja?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.6.2010 kl. 02:28
Tinna. Það er ekkert sem heitir lífsnauðsynlegt með róandi lyf. Ég er alls ekki á móti lyfjum nema síður sé. Róandi lyf tilheyra EKKI lífsgæðaaukandi lyfjum. Þau eiga að nota í krísum og mjög stuttan tíma, annars skapa þau næstum undatekningalaust stærri vandamál enn þau áttu að leysa. Þunglyndislyf sem fólk verður háð og er farin að rífa niður alla möguleika að viðkomandi geti lifað eðlilegu lífi, er miklu erfiðara í meðferð enn róandi lyf. Þó eru margir sem ekki komast hjá því að nota ýmis þynglindislyf. Enn ekki þessi fjöldi sem er í gangi í dag. það eru engin djúp vísindi bakvið útskrift á róandi lyfjum....
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 07:58
Já ég er á móti því að fólki sé "náð af lyfjum" með hvaða ráðum sem er. Fólk er sem betur fer ekki sett á lyf nema þörf sé á, og ætti ekki að taka af þeim nema sú þörf hverfur. Talsmenn starsemi hverrar virkni er algjörlega ósönnuð eru ekki réttu aðilarnir til að meta þessa þörf.
Sveinn Þórhallsson, 15.6.2010 kl. 12:47
Er starfsemi Jónínu hafin yfir gagnrýni?
Sveinn Þórhallsson, 15.6.2010 kl. 12:47
Um hvað ertu að tala yfirleitt Sveinn? Þú þvælir bara spyrð já og nei spurninga. Má ég syrja þig einnar spurningar sem þú verður að svara já eða nei? Geturðu svarað öllum spurningum þannig? Auðvitað er starfsemi Jónínu ekkert hafin yfir gagrýni enda er það ekki til umræðu...svar þú nú minni spurningu Sveinn.
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 14:19
Nei, ég get ekki svarað öllum spurningum þannig.
Fyrst starfsemi Jónínu er ekki hafin yfir gagnrýni þá ætti fólk að hætta þessu væli. Um sanngjarna og rökstudda gagnrýni er að ræða og í stað þess að tapa sér yfir einhverju sem er ekki einu sinni til umræðu ætti fólk að kynna sér málið. Jónína getur svo annað hvort hrakið þessa gagnrýni með rökum eða notað hana til að laga starfsemina hjá sér.
Sveinn Þórhallsson, 15.6.2010 kl. 16:33
Nei, ég átti ekki von á því heldur. Það er engin hafin yfir ganrýni og sá sem gagnrýnir er heldur ekki hafin yfir það. Það þarf að brjóta upp þetta monopol lækna, láta hvern og einn um að meta hvaða aðferð er best til að sjá um sína heilsu. Ég vinn í heilsugeiranum sjálfur og hef gert í tuttugu ár. Að vísu eru oft skjólstæöingarnir bein fórnardýr lækna þannig að ég vinn við það sem þessi "læknavísindi" kunna ekki, vilja ekki kunna og eru oft á móti. Af hverju? Af því að það er ekkert hægt að græða á því fyrir lækna og lyfjaframleiðendur. Og því lifi ég og þúsundir annara..enn það á að segja satt og rétt frá hverri þjónustu fyrir sig. Og það er það eina sem Jónína þarf að laga. Ég ætti kanski að fá þig til að gera útekt á minni starfssemi? Hún er ósköp rökrétt og ekki vil ég auglýsa eitthvað sem stemmir við það sem ég sel. Og sú þjónusta er svo sannarlega upp líf og dauða...
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 17:29
Það er ekki alltaf best að láta fólk ákveða eigin aðferðir. Þeir eru t.d. til sem neita bæði sjálfum sér og börnum sínum um læknismeðferð vegna þess að þau hafa ákveðið að allt megi lækna með bænum. Mér er svosem "sama" þó fólk drepi sjálft sig á bænahjali, en mér þykir verra þegar það er farið að drepa börnin sín líka.
Heldurðu ekki að ef það sem Jónína segir um ótrúlegan lækningamátt detoxins væru þessir gráðugu læknar búnir að taka það upp á sína arma, bæði til að græða á meðferðinni eins og Jónína, og líka til að fá Nóbelsverðlaun!
Það er nú ansi margt fleira sem hún þarf að laga. Til dæmis væri sniðugt (þó ekki væri nema fyrir líðan hennar sjálfrar) að hún tæki vinsamlegum tilmælum Landlæknis með kurteisi í stað þess að saka alla viðkomandi um vanhæfni, geðveiki og ofsóknir. En það væri góð byrjun að laga heimasíðuna og hætta að ljúga til um rannsóknir sem hvergi finnast.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.6.2010 kl. 18:20
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 15.6.2010 kl. 18:21
Jónína þarf að laga lýsinguna á þessari meðferð, ekkert annað...meðferðin passar ekki öllum eins og allar aðrar meðferðir.
Óskar Arnórsson, 15.6.2010 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.