Sannleiksnefnd hefur verið skipuð af minna tilefni

Enn er flötur á launamálum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra . Núna segir Þór Saari að: " Málið lykti af því að einhver pólitískur leikur sé í gangi."  Það hefur alltaf verið vitað að Þór Saari er skarpur.

Bjarni Benediktsson tekur ekki eins djúpt í árinni og segir: ; Jóhanna var meðvituð um launamálin." Hvað annað?

Jóhanna Sigurðardóttir predikaði öðrum fremur nýja tíma, burt með pukur og leynd, allt uppi á borðum, gensæi og almenningur með á öllum nótum. Nú hefur komist upp um margfalda lygar hennar og eða starfsmanna hennar í forsætisráðuneytinu. Nefnd hefur verið skipuð af minna tilefni, sannleiksnefnd.

Það er ekki samhljómur með almenningi og forsvarsmanni hans. 

 


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heimir! Hvað finnst þér um Ingibjörgu Sólrúnu, sem gekk svo ágætlega í takt við sjálfstæðis-flokkinn?

Það væri fróðlegt að heyra þína skoðun á henni? M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.6.2010 kl. 13:53

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú veist að "sannleiksnefndir" eru ekki skipaðar um störf Samfylkingar, svo hefur ekki verið og svo mun aldrei verða. Þeir skipa bara "umbótanefnd" og passa vel upp á að skilgreina tímaramma þeirra nefnda þannig að tryggt sé að þær komi ekki nálægt neinum vandræðalegum málum.

Ef skipuð verður nefnd til að skoða ráðningarmál seðlabankastjóra verður þeirri nefnd væntanlega sett fyrir að skoða skuli þau mál frá 1. mai 2009 til 1. júní sama ár!!

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 14:17

3 Smámynd: Óskar

já það verður að setja alla orku þingsins í þetta mál sem varðar einhverja hundraðþúsundkalla.  Þetta er alvarlegasti vandinn sem steðjar að þjóðinni- ég segi bara ef það er skoðun sjálfstæðismanna að þetta sé alvarlegasti vandi þjóðarinnar í dag, þá erum við í helvíti góðum málum og ber að ðakka Jóhönnu og co fyrir það!

Óskar, 6.6.2010 kl. 14:34

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Snýst um "hundraðþúsundkalla" Aðalmálið er að við viljum að fólk í æðstu stöðum segi satt. Og vera farin að ræða um launakjör mannsins áður en hann opinberlega var valinn er í meira lagi einkennilegt. Hvað segja hinir umsækjendurnir nú?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 6.6.2010 kl. 14:43

5 Smámynd: Óskar

Örvæntingafullar tilraunir sjalla til að koma höggi á ríkisstjórnina eru fyrir löngu orðnar sprenghlægilegar.  Það er allt týnt til, líka einhver klínk mál sem skipta ekki nokkru máli.

Ég mæli með því að sjallar fari að taka til hjá sjálfum sér áður en þeir krefjast afsagna annarsstaðar... Hvar eigum við að byrja?  Guðlaugur styrkjakóngur, Gísli Marteinn styrkjakóngur,  Tryggvi kúluhaus, Bjarni vafningur, Árni Johnsen þjófur, Ásgrímur skattsvikari, Illugi nínundi, þorgerður kúla (þau tvö tóku sér leyfi , sögðu ekki af sér!) svona er lengi hægt að halda  áfram.  Flokk sem styður þennan flokk hefur ekki siðferðislegan rétt á að krefjast heiðarleika annarsstaðar meðan það lætur það viðgangast að þetta fólk sem ég taldi upp sitji í sínum embættum.    Eins og ég segi, tilraunir sjalla eru í senn aumkunarverðar og hlægilegar.  Týna til einhver mál sem skipta ekki nokkru einasta máli og láta eins og það sé alvarlegasta málið í þjóðfélaginu í dag.

Óskar, 6.6.2010 kl. 14:53

6 Smámynd: Sigurður Helgason

Það er orðið deginum ljósara að 5% voru það ekki, svo árásir á listamanninn voru óþarfar, það er nær 35 % af þjóðinni,

Tryggvi Þór : Ég vil fá betri skýringar. Það er eins og þinginu og um leið þjóðinni hafi verið sagt ósatt.

Hvaða skíringar skuldar hann þjóðinni, og allir hinir í flokknum,

Nei, hvað á ég nú að kjósa þegar flokkurinn hverfur með hækjunni sinni framsókn,

Menn eiga ekki að kasta grjóti þegar þeir búa í glerhúsi , 

Sigurður Helgason, 6.6.2010 kl. 15:14

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Anna Sigríður spyr um skoðun mína á ISG. Því er til að svara að hún var aðalverndari Baugsklíkunnar og fór mikinn í að koma höggi á þann mann sem barðist hvað harðast gegn þeim glæpamönnum. Þar á ég við Jón Ásgeir Jóhannesson, Tryggva Jónsson, Pálma Haraldsson, Kristínu Jókhannesdóttur, Jóhannes Jónsson og Hrein Loftsson svo nokkrir séu nefndir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét ekkert tækifæri ónotað til að vernda þetta fólk fyrir réttvísinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.6.2010 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband