27.5.2010 | 08:50
Að pissa í buxurnar
Hjálmar Sveinsson vill að Steinunn Valdís Óskarsdóttir hverfi frá störfum sínum sem alþingismaður. Hjálmar telur ekki ástæðu til að Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi víki.
Meintar sakir beggja eru nákvæmlega þær sömu, að þiggja fé til kostunar prófkjörsbaráttu. Þau þáðu að vísu misháar fjárhæðir, en gjörðin er söm.
Endur fyrir löngu voru tveir drengir á Silungapolli settir í skammarkrókinn fyrir að pissa í buxurnar. Annar þeirra mótmælti hástöfum og bar fyrir sig að hann hefði ekki pissað nærri því mikið á sig og hinn. Ákvörðun forstöðukonunnar var óhagganleg. "Það skipti engu máli hve droparnir voru margir í hvorri brók fyrir sig. Að pissa á sig er að pissa á sig og sama refsing gildir burtséð frá magni", sagði forstöðukonan og við það sat.
Dagur pissaði minna í buxurnar en Steinunn Valdís og þarf ekki að segja af sér að mati Hjálmars.
Hjálmar Sveinsson gæti margt af forstöðukonunni lært.
Mikill munur á 5-6 milljónum og nærri 13 milljónum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð dæmisaga. Reyndar myndi ég aldrei refsa börnum fyrir að pissa í buxurnar. En öðru máli gildir um mútuþægni. Að auki ættu kjósendur að refsa þessum Hjálmari fyrir hugsunarháttinn. Ekki vildi ég að mínir bæjarfulltrúar væru með svona skerrt siðgæði.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.5.2010 kl. 09:46
Það munar í rauninni bara 2,5 milljónum á framlögum til þeirra vegna prófkjörsins, fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. Það er ekki sanngjarnt eða samanburðarhæft hjá Hjálmari að slengja saman tveimur prófkjörum hjá Steinunni.
Hjálmar ætti kannski að kynna sér viðbrögð þeirra tveggja, eftir að "sexmenningarnir" stoppuðu af REI-GGEbullið.
http://www.amx.is/fuglahvisl/14912/
Linkurinn vísar í Kastljósviðtal við Steinunni, þar sem að hún lýsir vornbrigðum sínum, vegna þess að "díllinn" var blásinn af. Rauðlitaða letrið er brot úr grein eftir Dag sem hann skrifað af sama tilefni og hét "Óorði komið á útrásina".
Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma út
rásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf svo allir geti verið stoltir af.
Skildi svo einhvern undra að VG, hafði engan hljómgrunn í ríkisstjórninn, með það að festa þjóðarauðlindirnar í íslenskri eigu.
Hefðu þessir tveir borgarfulltrúar fengið að ráða á sínum tíma, þá væri OR, eflaust orðið hluti af Magma samsteypunni, líkt og HS Orka.
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 09:51
Smá innlegg fyrir gríntaugarnar: Ég fæ hláturskast yfir ummælum Steinunnar um mjólkurkálfinn í þessum Kastljósþætti. Kannski af því ég er úr sveit, en þar var talað um mjólkurkýr.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.5.2010 kl. 10:21
Hjálmar ætti kannski í ljósi áhuga síns á skipulagsmálum, að skoða ummæli Sigurjóns Árnasonar, fyrrv. bankastjóra Landbankans, í skýrslunni, þar sem hann segir frá því að Landsbankinn, hafi á sínum tíma dælt út styrkjum á hinar mörgu kennitölur Samfylkingarinnar.
Það er kannski bara "tilviljun", en á þeim tíma, sem þessir styrkir voru greiddir, þá stóðu fyrirtæki þeirra Landsbankamanna í miklu fasteigna og lóðabraski, sem illa hefði gengið upp, án þess að hafa "goodwill" frá skipulagsyfirvöldum borgarinnar. Kannski er það bara "enn ein tilviljunin" að í borgarstjóratíð Steinunnar, þá hét formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson?
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 10:58
Auðvitað á ekki skilgreina lítið eða stórt í þessu sambandi Heimir, við erum sammála um það. Jafnt skal yfir synduga ganga og hvar í flokki þeir standa, ekki satt?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 27.5.2010 kl. 11:57
Það er nú samt spurning, hvort það eigi að dæma fólk árið 2010, fyrir það að fylgja tíðaranda og lögum ársins 2006.
Það hefur komið fram oftar en einu sinni, að sá tíðarandi sem hér var árið 2006 og þau lög sem giltu þá um styrki voru, svo ekki sé sterkara til orða tekið, á mjög "gráu svæði" siðferðislega. Enda var þeim lögum breytt á sinum tíma, þegar menn sáu að þetta var komið út í öfgar.
Svona "eftirárefsiþráhyggja", er í flestum ef öllum tilfellum til þess eins að draga athygli frá atburðum líðandi stundar, eða til þess fallin, að "ryðja" úr vegi "óæskilegum" keppinautum um völdin.
Þessi "eftirárefsiþráhyggja" Hjálmars og félaga, er hins vegar til þess fallin, að ná einhverju af því fylgi, sem mistókst að ná með löngum "froðuræðum" oddvita Samfylkingarinnar í RVK.
Í dag þykir það glapræði og lögbrot að senda barnið sitt út að hjóla án hjálms, en þegar ég var að alast upp þá datt engum í hug að börn á hjóli, eða í öðrum hefðbundnum leikjum barna, þyrfti að vera með hjálm.
Það þarf hins vegar mjög sterk rök fyrir því að, geta sett samasemmerki milli styrkja og mútugreiðslna. Sjálfsagt er hægt að komast að þeirri niðurstöðu, að það "hljóti" eitthvað að liggja að baki þessum styrkjum, en fólk þarf að hafa eitthvað "skothelt" í höndunum, til þess að brigsla fólki um að hafa þegið mútur.
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 12:31
Heimir - Frábær pistill hjá þér.............
Benedikta E, 27.5.2010 kl. 13:42
Silla ! Gott hjá þér þetta með mjólkurkálfinn , hún er nú kálfur konugreiið , hvort eð er
Heimir ! Mikið skelfing er ég feginn , ef þú sérð engann í FL-okknum , sem pissað hefir I L L I L E G A á sig - því þar kannast ég verulega við þína pólitísku hlið .
Hitt er aftur mín skoðun , allir sem styrki hafa þegið , frá þeim fyrirtækjum sem á hausinn hafa farið , að minnsta kosti , áttu að víkja , en slík yfirgefning er ekki gild , að mínu mati , í dag , né hér eftir leiðis , því nú er barnið illilega hlandbrunnið , svo ei verður bætt .
Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 15:40
Afhverju er það verra að þiggja styrk af fyrirtæki, sem fór á hausinn, heldur en fyrirtæki, sem að fór ekki á hausinn, Hörður?
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 16:03
KKB ! Mér fynnst það segja sig sjálft , því þegar fyrirtæki fer á hausinn , er það ekki vísbending að óvarlega hafi verið farið með fé og hvers er skuldin , nema þjóðarinnar á fyrirtækjum er á gnýpinn renna .
Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 16:09
En þau fyrirtæki sem engan styrktu, en fóru samt á hausinn? Fóru þau ekki óvarlega? Eða voru þau bara óheppin?
Það heldur engu vatni að tengja saman styrki til frambjóðenda í prófkjörum og hvernig fyrirtæki eru rekin.
Kristinn Karl Brynjarsson, 27.5.2010 kl. 16:23
KKB ! Það er mitt persónulega álit (og lengur en dags gamalt) , að það er blákaldur fáránleikinn að styrkja pólitísk framboð - svarar það ekki að einhverju leiti spurningu þinni , svo sagði ég einnig " -- að minnsta kosti ".
Hörður B Hjartarson, 27.5.2010 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.