23.5.2010 | 16:08
Sögur af næturlífi
Það er ekki alltaf notalegt að keyra leigubíl um helgarnætur. Ég var að keyra í nótt. Að mestu var fólk með kurt og pí, en svartir sauðir eru allsstaðar.
Þrennt keyrði ég til Hafnarfjarðar tvo menn og átján ára stúlku. Þeir neituðu að keyra hana heim og vísuðu henni úr bílnum á leiðinni og sögðu henni að ganga heim til sín. Hún vildi ekki í partý með þeim! Þegar heim til þeirra kom skiptu þeir akstursgjaldinu á milli sín, allt í lagi með það. Annar, sá sem rak stúlkuna út hótaði mér líkamsmeiðingum, ítrekað. Feginn að komast óskaddaður úr þeim viðskiptum.
Undir morgun kom ungur maður í bílinn og bað um akstur til Hafnarfjarðar eða Hfj eins og hann orðaði það.
Sá stakk af þegar að greiðslu kom fyrir aksturinn. Hann fór í hús við Brekkuhvamm eða Kelduhvamm Lögreglan var kölluð til og vonandi tekst að hafa upp á svikaranum.
Annars sit ég upp með giftingarhring merktan Valdísi frá helginni áður. Ungur maður greiddi ekki akstursgjaldið, en bað mig að geyma hringinn. Hann hefur ekki vitjað hans ennþá.
Fjölmenni í miðbænum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Andskotans pakk er þetta. Það kemur að því að leigubílstjórar krefjist einhvers konar skírteinis sem sannar hver farþeginn er - til dæmis mætti renna greiðlsukorti hans í gegn áður en ferð er hafin.
Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:16
Kannski Valdís hafi átt að fylgja hringnum og þú eigir núna unga snót út í bæ.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.5.2010 kl. 19:24
Já þú meinar - þetta var sem sagt vísbending en Heimir var of tregur til að ná henni?
Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 19:27
Eruð þið að segja mér bloggvinir góðir, að Heimir sé í ratleik um nætur?
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 20:15
Það stendur: "þín Valdís". Ungi maðurinn sagðist vera norðan úr Skagafirði.....
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.5.2010 kl. 20:43
Úffff sá lendir í vandræðum þegar hann kemur heim.
Baldur Hermannsson, 23.5.2010 kl. 21:12
Sæll. Svo þú hefur verið að keyra innflutta andskota sem hafa verið að skemmta sé hjá VG ?
Rauða Ljónið, 23.5.2010 kl. 21:27
Sammála Sigurjón. Svona haga sér ekki innfæddir Gaflarar:)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.5.2010 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.