19.5.2010 | 13:55
Stóri-bróðir og T24
Nú er greinilegt að síðasta vígi norrænna öryrkja er að falla. Menn eru hvergi í friði með eigur sínar. Norrænu velferðarstjórnirnar hafa skrifað undir samninga við fimm ríki um samninga um upplýsingagjöf til skattayfirvalda við skattaskjól um allan heim.
Vinnandi menn fá líka til tevatnsins, því þeir verða sektaðir ef þeir bera ekki á sér skírteini á vinnustað sem staðfestir að þeir eigi að vera að vinna.
T24 hefur skrifað um það auga stóra bróður. Ef þú berð ekki skírteinið skítugur upp fyrir haus við óþrifa vinnu, telst engan veginn sannað að þú sért að vinna. Sjá:
Nú er Stóri-bróðir á leiðinni
Mér fannst nöturlegt að sitja í þingsal og verða vitni að því þegar meirihluti þingmanna samþykkti frumvarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingaráðherra um vinnustaðaskírteini og eftirlit á vinnustöðum. Frumvarpið er orðið að lögum þrátt fyrir að enginn þingmaður viti hverjir falli undir þau eða hvernig þau verða framkvæmd. Við atkvæðagreiðslu hélt ég því fram að þetta væri dæmi um það hvernig ætti ekki að standa að lagasetningu.
Við skulum láta liggja á milli hluta hver tilgangur hinna nýju laga er eða hvort markmið þeirra sé göfugt eða ekki. Meginmálið er að með samþykkt þess hefur meirihluti þingmanna í raun afhent þröngum hópi útvalinna ótrúlegt vald. Lögin gilda um atvinnurekendur og starfsmenn þeirra, sem reka starfsemi á innlendum vinnumarkaði, hvort sem hún er ótímabundin eða tímabundin, eða senda starfsmenn hingað til lands í tengslum við veitingu þjónustu innan tiltekinna atvinnugreina. En þó ekki alla og enginn þingmaður veit hvaða atvinnurekendur eða launamenn muni falla undir lögin því það verða samtök aðila vinnumarkaðarins sem "semja nánar um það í kjarasamningum sín á milli til hvaða atvinnugreina og starfa innan þeirra lög þessi taka á hverjum tíma. Skulu þeir kjarasamningar sem og aðrir samningar sem gerðir eru milli aðila um nánari framkvæmd laga þessara gilda um alla atvinnurekendur sem starfa innan þeirra atvinnugreina á innlendum vinnumarkaði sem tilgreindar eru í samningum aðila," eins og segir í 1. grein.
Atvinnurekandi skal sjá til þess að "hann sjálfur og starfsmenn hans, hvort sem starfsmennirnir eru ráðnir beint til atvinnurekanda á grundvelli ráðningarsamnings eða koma til starfa með milligöngu starfsmannaleigu, fái vinnustaðaskírteini er þeir hefja störf". Og það sem meira er: Atvinnurekanda og starfsmönnum hans ber að hafa vinnustaðaskírteinin á sér við störf sín. Samtök aðila vinnumarkaðarins er síðan heimilt að semja um nánari útfærslu sín á milli.
Á grundvelli þessa mun verkalýðshreyfingin og samtök atvinnurekenda koma sér upp "lögreglu" sem kallaðir eru eftirlitsfulltrúar. Þeim er heimilt að fara í svokallaðar eftirlitsheimsóknir á vinnustaði "til að ganga úr skugga um að atvinnurekandi og starfsmenn hans starfi í samræmi við gildandi lög, reglugerðir og kjarasamninga". Skylt er að veita eftirlitsfulltrúunum aðgang að vinnustöðum í þeim tilgangi.
Þá segir einnig í 4. grein laganna:
"Í eftirlitsheimsóknum skulu eftirlitsfulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins hafa samband við atvinnurekanda eða fulltrúa hans. Atvinnurekandi og starfsmenn hans skulu sýna vinnustaðaskírteini skv. 3. gr. sé óskað eftir því.
Eftirlitsfulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins skulu senda upplýsingar þær sem fram koma á vinnustaðaskírteini til skattyfirvalda, Vinnumálastofnunar, Tryggingastofnunar ríkisins, lögreglustjóra og, þegar við á, Útlendingastofnunar og Þjóðskrár þannig að unnt sé að kanna hvort atvinnurekandi eða starfsmaður starfi í samræmi við hlutaðeigandi lög sem hverri stofnun er ætlað að annast framkvæmd á.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er óheimilt að nota aðstöðu sína til að afla annarra upplýsinga um starfsemina en þeirra sem eru nauðsynlegar eða kunna að vera nauðsynlegar í þágu eftirlitsins. Enn fremur er þeim óheimilt að veita öðrum upplýsingar um starfsemina, starfsmenn eða aðra aðila ef þeir hafa fengið upplýsingarnar vegna eftirlits síns og ástæða er til að ætla að þeim skuli haldið leyndum.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins sem sinna eftirliti ber að sýna skírteini við störf sín sem samtökin gefa sameiginlega út.
Eftirlitsfulltrúum samtaka aðila vinnumarkaðarins er heimilt að leita aðstoðar lögreglu við eftirlitið þegar slíkt þykir nauðsynlegt.
Samtökum aðila vinnumarkaðarins er heimilt að semja nánar í samningum sín á milli um framkvæmd eftirlitsins, svo sem hvaða gögnum fulltrúar samtaka aðila vinnumarkaðarins sem sinna eftirliti skulu hafa aðgang að eða eftir atvikum fá afhent og hverjar trúnaðarskyldur eftirlitsfulltrúa þeirra skuli vera."
Þannig hefur Alþingi samþykkt að framselja ótrúlegt vald til aðila vinnumarkaðarins þar sem þeim er í sjálfsvald sett hvernig lögum verður framfylgt og hverjir falla undir lögin og það getur verið breytilegt frá einum tíma til annars, allt eftir geðþótta samtaka atvinnurekenda og verkalýðsforystunnar.
Með þessum hætti fer lagasetning á Alþingi fram þessar vikurnar. Þessi nýju lög ganga gegn öllum hugmyndum um atvinnufrelsi að ekki sé talað um félagafrelsi. Það skiptir meirihluta þingheims litlu og heimilin og fyrirtækin brenna eftir sem áður.
p.s.
Þannig féllu atkvæði:
Já sögðu:
Anna Margrét Guðjónsdóttir, Atli Gíslason, Árni Þór Sigurðsson, Ásmundur Einar Daðason, Ásta R. Jóhannesdóttir, Birkir Jón Jónsson, Björn Valur Gíslason, Eygló Harðardóttir, Helgi Hjörvar, Jónína Rós Guðmundsdóttir, Katrín Júlíusdóttir, Lilja Mósesdóttir, Magnús Orri Schram, Margrét Pétursdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Róbert Marshall, Skúli Helgason, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Þuríður Backman.
Nei sögðu:
Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Óli Björn Kárason, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson, Unnur Brá Konráðsdóttir.
Greiddu ekki atkvæði:
Birgitta Jónsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þráinn Bertelsson.
Tilkynnt fjarvist:
Höskuldur Þórhallsson, Siv Friðleifsdóttir, Svandís Svavarsdóttir.
Fjarverandi:
Álfheiður Ingadóttir, Árni Páll Árnason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðbjartur Hannesson, Guðmundur Steingrímsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Bjarnason, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólína Þorvarðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Steingrímur J. Sigfússon, Tryggvi Þór Herbertsson, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Össur Skarphéðinsson.
Norðurlöndin gera skattasamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.