12.5.2010 | 12:06
"Jón Ásgeir hefur á umliðnum árum gert meira fyrir íslenskt samfélag en aðrir samtíðarmenn hans og þótt aftar í söguna væri farið"
"Fyrir mér er ekki vafi á því að Jón Ásgeir hefur á umliðnum árum gert meira fyrir íslenskt samfélag en aðrir samtíðarmenn hans og þótt aftar í söguna væri farið. Ég læt það þó liggja á milli hluta að reyna að finna honum verðugan stað í sögu merkra Íslendinga á liðinni öld og þessari, en í mínum huga er það fullljóst að þar mun sagan skipa honum í fremstu röð. Jón Ásgeir var og er alfa og omega þeirrar útrásar og uppbyggingar sem einkennt hefur íslenskt viðskiptalíf á umliðnum árum. Hann hefur verið leiðandi í útrás íslenskra fyrirtækja sem hefur haft gríðarleg áhrif á lífskjör og sjálfstraust okkar litlu þjóðar. Um það get ég sjálfur vottað. Án Jóns Ásgeirs og frumkvöðlastarfs hans, hefði ég aldrei lagt af stað til annarra landa í leit að viðskiptatækifærum. Án Jóns Ásgeirs væri því fjórða stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu ekki í eigu Íslendinga í dag. Á fáum árum hafa Íslendingar orðið gjaldgengir í alþjóðlegum viðskiptum og er það einkum og sér í lagi Jóni Ásgeiri að þakka.
- Pálmi Haraldsson, oft kenndur við Fons, í blaðagrein í Morgunblaðinu 5. júlí 2005 í tilefni af því að ákærur voru gefnar út í svokölluðu Baugsmáli"
Þannig hvísluðu smáfuglar amx.is í eyra mitt áðan.
Glitnir: Skýstróks-áætlunin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fel Jóni Ásgeiri vegu þína og treystu honum, hann mun vel fyrir sjá.
Polli, 12.5.2010 kl. 13:03
Ég er orðlaus. Er ekki hægt að finna fleiri svona gullkorn!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.5.2010 kl. 13:05
Glæsilegt ekkert annað. Að hrósa svona manni fyrir að vera einn af mörgum sem lögðu Ísland í rúst og nánast við gjaldþrot. Svei svei segi ég .
Og mæli með að sem flestir sjái sér fært að hætta að versla við bónus og snúa okkur að þeim sem eiga það skilið að við verslum við..
http://www.facebook.com/home.php?ref=logo#!/pages/Haettum-ad-versla-vid-Bonus/124494270895503?ref=mf
Reynir W Lord, 12.5.2010 kl. 13:09
Polli er fyndinn;)
Silla, amx er vel á verði.
Reynir, ég er löngu hættur að versla við glæpamennina.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2010 kl. 13:29
Manni hefur orðið bumbult af minna tilefni
Finnur Bárðarson, 12.5.2010 kl. 14:20
Það er góð megrunarleið að lesa ummæli Pálma.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2010 kl. 14:26
Þegar ég hóf lestur þessa pistils, hélt ég að þú værir annaðhvort að grínast eða orðinn verulega bilaður. En í lokinn sá ég að það var ekki um það að ræða, heldur lofræðu eins svikara um annan.
Þessi grein lýsir þessum aumingjum nákvæmlega eins og þeir eru.
Hamarinn, 12.5.2010 kl. 18:36
Hamarinn, þakka þér fyrir að telja mig ekki verulega bilaðan......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2010 kl. 18:52
Spilltir Íslendingar ættu að stofna stjórnmálaflokk. Hann yrði ótrúlega stór og líklegur til afreka í næstu kosningum. Heimir mundi aldrei kjósa þann flokk, enda góður og grandvar Íslendingur, pínulítið svifaseinn eins og svo margir sem enn hanga á stuðningi við ...........................
Polli, 12.5.2010 kl. 19:15
"Menn syrgja naumast þá tíma þegar verslanakeðjur voru undir stjórn ævintýramanna eða alls engri stjórn eins og Mikligarður heitinn. Hver ætli hafi borgað 700 milljóna kr. gjaldþrot þeirrar keðju eða 300 milljóna kr. gjaldþrot annarrar keðju, nefnd Grundarkjör? Svarið liggur í augum uppi. "Neytendur borguðu brúsann," var skrifað í aðsendri grein í Morgunblaðinu í febrúar árið 2000. Og hver hélt um penna? Maðurinn heitir Jón Ásgeir Jóhannesson. "
Úr Viðskiptablaðinu 15. apríl 2010.
Landfari, 12.5.2010 kl. 19:18
Polli, við kjósum varla líkt.
Landfari, þakka þér þessa athugasemd. Lengi er von á stuðningi!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2010 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.