6.5.2010 | 15:51
Víðtækar náðanir framundan
Hreiðar Már Sigurðsson hefur verið handtekinn. Sá fyrsti af mörgum ef að líkum lætur. Mikið hefur verið rætt um plássleysi í fangelsum og varla von á að rúm verði fyrir alla stórglæpamennina.
Rúmur mánuður er í 17. júní sem er náðunardagur ef ég man rétt.
Væntanlega verða smá krimmarnir náðaðir í miklum mæli þá svo hýsa megi alvöru krimma.
Eins dauði, annars brauð.
Hreiðar Már handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 1033151
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góður punktur Heimir :)
Finnur Bárðarson, 6.5.2010 kl. 16:02
Það má spara mikið með náðunum.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 16:04
sammála ;)
Jón Snæbjörnsson, 6.5.2010 kl. 16:11
Góður punktur!
Sumarliði Einar Daðason, 6.5.2010 kl. 16:18
Frekar vill ég hafa Lalla Johns á götunni en þennan, standi valið um það.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 6.5.2010 kl. 16:33
Ég held að þurfi ekki að náð neinn það eru laus pláss á Breiðuvík sem má nota.
Rauða Ljónið, 6.5.2010 kl. 17:16
Breiðavík fyrir óþekka stráka?
Hvað með stelpurnar?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 17:35
Var nú ekki búinn að hugsa svo djúpt.
Rauða Ljónið, 6.5.2010 kl. 18:32
Hver ársfangi kostar þjóðina 8,7 milljónir.
Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 18:42
Dýr verður fjárglæfrahjörðin öll!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 18:45
......... og stjórnmálamennirnir sem vanræktu djobbið sitt, og Seðlabankastjórinn sem vanrækti djobbið sitt. Ætli fangelsin séu með bridge borð?
Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 19:49
Björn, þú verður aldrei í rónni fyrr en Sjálfstæðismaður verður ákærður, helst Geir eða Davíð.
Það er sama hvað menn brjóta af sér í umferðinni og annarsstaðar, þú myndir aldrei vilja setja þingmenn sem settu lögin inn, eða löggæslumennina. Er ekki kominn tími til að greina stöðuna rétt Björn Ísfirðingur Birgisson, en láta ekki pólitískan kvikindisskap villa sýn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 20:43
Þvaður er þetta í þér Heimir! Sekir skulu sitja inni, hvaða flokki sem þeir tilheyra. Opnaðu augun maður! Sekir geta líka verið Sjálfstæðismenn, þótt þú áttir þig illa á því! Sekir Samfylkingarmenn skulu inn. Allir sekir skulu inn á bak við múrana.
Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 20:53
Björn, það eru bankamennirnir sem frömdu glæpina, enda beinist rannsóknin að þeim en ekki Davíð og Geir, sama hvað þú bölsótast við mig!
Sértu ekki sammála ákæruvaldinu, sérstökum saksóknara og Evu Joly, verður þú að kæra og krefjast þyngstu refsingar!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 21:04
................. "sama hvað þú bölsótast við mig!" Er ekki allt í lagi heima hjá þér, Heimir minn? Ég vil refsa sekum, rétt eins og þú væntanlega, eða er það ekki? Mér er skítsama úr hvaða flokkum níðingar þjóðarinnar koma. En mér er ekki skítsama um sekt þeirra. Ég hef aldrei verið flokksbundinn og eini flokksforinginn sem sem ég hefði treyst mér til að fylgja, nánast í blindni, heitir Nelson Mandela. Hann er því miður ekki í boði á litla spillta Íslandi.
Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 22:08
Stjórnmálamenn hafa ekki verið ákærðir. Bankamenn hafa verið ákærðir.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 22:13
Það mun breytast.
Björn Birgisson, 6.5.2010 kl. 22:20
Áttu þá ósk heitasta, Björn að sjá blátt blóð renna;)?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.5.2010 kl. 23:05
Er búið að dæma mennina? Á núna að fara nafngreina alla einstaklinga sem handteknir verða og sakarefnið gert opinbert.
Mér er sama hvort handtekinn maður heitir Davíð Oddson, Ingibjörg Sólrún eða Hreiðar Már. Á meðan ekki er búið að dæma einstaklinga á ekki að nafngreina þá í fjölmiðlum. Ég vona að búið sé að róa sálir manna með því að sína frelsissviptingu einstaklings.
Ráðsi, 6.5.2010 kl. 23:15
Trú mín á íslenskt réttarkerfi nær ekki eins langt og ykkar. Við eigum ekki eftir að sjá einhverja "smá"-krimma á Hrauninu náðaða. Við eigum hins vegar eftir að sjá alla STÓR-glæpamennina, persónur og leikendur í Hruninu, náðaða. Enda sitja bara einkavinir, flokksbræður, frændur og félagar Hrunaflokksins í æðstu stöðum í Dómskerfinu.
Dexter Morgan, 7.5.2010 kl. 10:29
Ráðsi, Davíð Oddsson, er ekki á meðal grunaðra, heldur ekki Ingibjörg Sólrún. Við verðum að gera skil milli feigs og ófeigs.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 11:55
Dexter, ertu ekki dulítið svartsýnn?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 11:55
NEI, það er ég ekki. Afhverju heldur þú að ráðamenn og snatar þeirra hafi frekar viljað "hliðholla" en hæfa menn í dómsali landsins. Það er afþví að þeir vissu hvert stefndi, og þá er nú gott að eiga hauk í horni.
Dexter Morgan, 7.5.2010 kl. 14:11
Að mínu mati er þetta mjög ómakleg og ómálefnaleg ásökun.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 14:23
Heimir, mér finnst frekar, að þú sért dálítið naïv í þessum efnum.
Vendetta, 7.5.2010 kl. 15:08
Vendetta, rétt hjá þér og ekki bara í þessum efnum;)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.5.2010 kl. 17:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.