Furðusamþykkt

Hvað er iðnaðarnefnd Alþingis að pæla? Eiga að gilda sér lög um athafnir Björgólfs Thors Björgólfssonar?

Hvað þá með  hinn dæmalausa Jón Ásgeir Jóhannesson? Ég get svarað mér sjálfur það gildir um hann sér meðferð eins og fram kemur hjá Arion banka varðandi Haga og 365-miðla.

Væri ekki nær að þingmenn sem styðja norrænu velferðarríkisstjórnina hvettu hann til að svara eftirfarandi spurningum Jóns Geralds  í Mbl. í dag:

1. Arðgreiðslur til þín og fjölskyldu þinnar undanfarin 5 ár úr íslenskum eignarhaldsfélögum nema mörg þúsund milljónum króna – þetta eru raunverulegir peningar sem voru greiddir til þín úr íslenskum bönkum. Skv. seinasta ársreikningi Gaums nam innleystur hagnaður hluthafa Gaums (þ.e. þú og fjölskylda þín) þúsundum milljóna króna. Hvar eru þessir fjármunir í dag?

  1. Arðgreiðslur úr eignarhaldsfélögum eiginkonu þinnar nema einnig mörg þúsund milljónum króna undanfarin ár. Í september 2008 – korteri fyrir hrun – greiðir bara eitt félaga hennar, ISP ehf., henni 300 milljón krónur í arð, skv. opinberum ársreikningi. Hvar eru þessir fjármunir?
  2. Ertu tilbúinn að upplýsa hvaða eignir þú geymir í félögum þínum í Lúxemborg – þau skipta tugum en ég spyr þig bara um þessi til að spara plássið: Purple Holding. Piano Holding.Epping Holding.Gaumur Holding. Er eiginkona þín tilbúin að upplýsa hvaða eignir hún geymir í Edmound Holding, en eins og þú veist flutti hún margvíslegar eignir þangað fyrir hrun, skv. ársreikningum félagsins.
  3. Hvaðan komu 1,5 þúsund milljón krónurnar sem þú lagðir fram árið 2008 til að kaupa fjölmiðlaveldið 365?
  4. Hvaðan komu 1 þúsund milljónirnar sem þú lagðir fram um daginn til að tryggja þér endanlega yfirráð yfir fjölmiðlaveldinu 365?
  5. Hvaðan komu þær mörg þúsund milljónir króna sem þú varst tilbúinn að leggja fram í tilboði þínu til Arion banka vegna Haga?
  6. Hvaðan munu peningarnir koma til að opna 3 nýjar Bónus-búðir í London, sbr. fréttir þess efnis nýlega?
  7. Hvar eru þessar 1 þúsund milljónir sem Pálmi vinur þinn Haraldsson var svo almennilegur að millifæra á einkareikning þinn eins og frægt er og lesa má um í stefnu Glitnis?
  8. Hvar er hagnaður ykkar hjóna af framvirkum hlutabréfasamningum og gjaldmiðlasamningum þar sem þið tókuð stöðu á móti íslensku krónunni sem nefndin minnist á í skýrslu sinni? Ljóst er að hann nemur þúsundum milljóna króna og veikti mjög íslensku krónuna vorið 2008 sem þjóðin er núna að súpa seyðið af.

 


mbl.is Þingið kveður upp siðferðisdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mikið rétt hvar eru peningarnir ekki er diet-kókið svona dýrt.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 16:10

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég er ekki viss um að það sé alltaf diet.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 16:11

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Það er aðalmálið í hvaða flokki maður er.

Finnur Bárðarson, 28.4.2010 kl. 16:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvað flokki fylgir þú Finnur?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband