Æsileg lögreglufrétt

Stórfrétt á mbl.is frá lögreglunni á Akranesi þess efnis að maður hefði sést sofa utandyra við höfnina í bænum. Þess er ennfremur getið að manninum hafi verið ansi kalt. Æsilegri gerast lögreglufréttirnar varla.
mbl.is Fannst sofandi við höfnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Verum bara fegin að enn skuli eitthvað æsingalaust eiga sér stað.

Reyndar hefði getað farið illa fyrir manninum ef hann hefði lagt sig á stað þar sem enginn sá til hans, veðrið hefði versnað og jafnvel brostið á með byl og frosthörkur, einhver illa þokkaður gengið fram á manninn og gert honum mein eða jafnvel vegið hann á staðnum, mikill vindstrókur feykt honum á haf út, sólin steikt hann, flóðbylgja náð honum og sogið hann með sér í hafið bláa, hundur komið og bitið hann, róni migið yfir hann og rænt hann svo aleigunni eða.................

Þökk sé saklausum atburðum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 27.4.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Og ég sem hélt að það væri ekki gúrkutíð hjá blaðamönnum...

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 27.4.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Anna Dóra, hann hefði getað kvefast, ekki gleyma því!

Silla, þetta er mikið lesin frétt, svo fólk hefur kannski haldið að þetta hafi verið maður með þráhyggju sem loksins gat sofnað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 15:09

4 Smámynd: Hamarinn

Það er spurning um að fara að rukka fyrir gistingu hjá lögreglunni, svo ekki þurfi að skera eins mikið niður.

Hamarinn, 27.4.2010 kl. 18:13

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þessi aumingja maður hefur farið illa út úr dýrtíð norrænu velferðarstjórnarinnar og reyndi að spara sér nokkra þúsund kalla. Hafður að háði og spotti fyrir!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 18:17

6 Smámynd: Birgir Sigurfinnsson

Óskandi að fleiri fréttir frá lögregluni enduðu svons vel

Birgir Sigurfinnsson, 27.4.2010 kl. 18:35

7 Smámynd: Axel Guðmundsson

Kátir voru karlar á kútter Haraldi .......

Axel Guðmundsson, 27.4.2010 kl. 20:02

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er gaman að svona fréttum og mætti vera meira af þeim. Þær skemma engan.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2010 kl. 20:31

9 Smámynd: Hamarinn

Jú, þær skemma þann sem er gerandinn, ef að upp kemst hver hann er.

Hamarinn, 27.4.2010 kl. 20:51

10 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta sýnir bara á hvaða plan mogginn er kominn undir núverandi ritstjórn.  Krossgátan er líklega langbesti og áreiðanlegasti hlutinn í þessum auma snepli.

Guðmundur Pétursson, 28.4.2010 kl. 01:29

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur er bara fyndinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.4.2010 kl. 10:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband