Þúsund milljarða skuldarinn gengur laus - Alþingi bannar nektardans

Það eru misjafnar áherslur hjá Alþingismönnum þessa dagana. Þeim væri hollt að lesa eftirfarandi verkefnalista sem ég nappaði af amx.is:

"Smáfuglarnir telja eins og raunar allir aðrir að því fylgi mikil ábyrgð að vera ritstjóri blaðs sem sent er ókeypis og óumbeðið heim til flestra þeirra sem búa í þéttbýli á Íslandi. Ólafur Stephensen er áreiðanlega metnaðarfullur maður og vill standa sig vel í starfi. Hann þarf þess vegna að sýna að hann sé ekki auvirðilegur leigupenni, Baugspenni.

Smáfuglarnir bíða eftir því að Fréttablaðið birti vandaðar og rækilegar fréttaskýringar um mál helsta skuldakóngs þjóðarinnar, Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, en þau varða alla þjóðina:

Hvernig gat hann safnað þúsund milljarða skuld við bankana?

Er það rétt sem Hreinn Loftsson hélt fram á sínum tíma en Jón Ásgeir harðneitaði þá að hann hafi haft við orð að ef til vill væri réttast að reyna að múta Davíð Oddssyni?

Hvers vegna jós hann tugum milljarða úr Glitni í Pálma í Fons fyrir og í bankahruninu?

Hvers vegna lagði Pálmi í Fons einn milljarð inn á einkareikning hans?

Hvað hefur hann (og fyrirtæki honum tengd) greitt samtals mikið í vangreidda skatta og sektir? Hvað var endurálagt mikið á hann?

Hvaða tök hafði hann á bankastjóra Landsbankans svo að þeir leyfðu honum að hirða 365-miðla þótt hann væri gjaldþrota?

Hvaða tök hafði hann á bankastjóra Arion banka svo að hann heldur áfram að reka Haga og ausa þaðan peningum í Fréttablaðið?

Hvaðan mun hann geta útvegað sér þá sjö milljarða sem hann lofar að leggja inn í Haga?

Hvers vegna reynast öll skúffufyrirtæki hans eignalaus, þótt þau skuldi tugi milljarða hvert? Voru þessi fyrirtæki notuð til að halda uppi verði á hlutabréfum (en það telst markaðsmisnotkun og er refsivert)?

Hvað hefur orðið um skíðaskálann í Frakklandi og skrauthýsið í New York? Þotuna og snekkjuna? Lánuðu íslensku bankarnir honum fyrir þessu?

Tókst Jóni Ásgeiri að stinga hótelinu 101 undan eins og föður hans glæsihúsi sínu í Florida? Gera bankarnir sem hann skuldar stórfé ekkert í því?

Hvernig hefur Kroll-fyrirtækinu gengið að hafa upp á földum eigum Jóns Ásgeirs erlendis?

Hversu mörg af þeim málum sem skilanefnd Glitnis ætlar að höfða beinast að Jóni Ásgeiri og helstu viðskiptafélögum hans?

Hvaða ráðamenn sátu veislur Baugsliðsins og fengu far í þotum þess?

Smáfuglarnir eru vissir um að í öllum öðrum löndum myndi blað sem hefði minnsta snefil af sjálfsvirðingu fjalla rækilega um slíkar spurningar. Þjóðin á rétt á að fá upplýsingar um þessi mál.

Smáfuglarnir segja: Ef Ólafur Stephensen heldur áfram að láta blað sitt þegja um þessi mál, þá verður hann að skipta um nafn og kalla sig Jón Ásgeir Stephensen."

 

 


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Áherslan er á útilokun nektardans og bann við notkun ljósabekkja..Hvar er áherslan á atvinnumálin og önnur framfaramál?

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.3.2010 kl. 20:53

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Líklega seinheppnasta ríkisstjórn frá upphafi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2010 kl. 21:00

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þurfa fjárglæframenn að dansa naktir til að lögin nái til þeirra? þarf þá ekki bara að koma því í kring?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.3.2010 kl. 21:24

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

þetta kalla þeir líklega að slá sér sjálfir til riddara

Jón Snæbjörnsson, 23.3.2010 kl. 21:31

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Skelfilegt að allt atvinnulíf á Íslandi stöðvist og þessir Víkingar gangi lausir með milljarða. Ef við viljum sjá þá nakta þá er það siðferðislega nakta!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.3.2010 kl. 21:31

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Arion banki verðlaunar JÁJ með því að leyfa honum að halda Högum sem dreifir fé til annarra fyrirtækja fyrrum "veldisins"

Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.3.2010 kl. 08:32

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þetta Baugs-hagamál er eins og eitruð risakónguló.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.3.2010 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband