Össur & co í vondum málum

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir Íslendinga í verulega vondum málum. Við erum í vondum málum á meðan að Jóhann, Össur og Steingrímur klifa á því að viðsemjendur hafi rétt fyrir sér en ekki þjóðin.

Ef þessir ráðherra snúast á sveif með þjóðinni verðum við fljót að rétta okkar hlut. 


mbl.is Íslendingar í vondum málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þegar afleiðingar dagsins fara að koma fram og narta í hælana á fólki er það trú mín að flótti bresti á úr andmælendahópnum. Fyrstir til að afneita afkvæmi sínu og forða sér verða þeir sem hæst og mest ólmuðust.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 19:01

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Framfaraskref var stigið í dag Axel. Mér finnst að Bretar og Hollendingar þurfi að axla sinn hluta af óhæfunni. Það hlýtur að teljast ámælisvert að leyfa bönkum frá dvergríki að hasla sér völl í löndum þeirra með yfirboð á vöxtum vegna lokunar á lánalínum til þeirra. Dvergríkið Ísland átti ekki neina möguleika á að hafa viðunandi eftirlit með starfseminni, en hinum var það í lófa lagið.

Auðvitað verðum við að vona það besta fyrir okkur og afganginn af þjóðinni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.1.2010 kl. 19:15

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Já við verðum að vona það besta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.1.2010 kl. 19:22

4 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Góðar líkur á því að við munum bölva þessu "framfaraskrefi" áður en yfir líkur. En spyrjum að leikslokum.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 5.1.2010 kl. 21:46

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heimir þú hefur rétt fyrir þér en því miður eru nokkrir ráðherrar ekki í takt við landann.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 13:33

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það er sorglegt þegar stjórnmálamenn missa samband við umbjóðendur sína. Síðan er ESB að rugla dómgreind þeirra, þ.e.a.s. umsóknin og viljinn til að þóknast.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.1.2010 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband