Færsluflokkur: Ferðalög

Nýr og betri Strætó bs.?

Vonandi tekst þessi tilraun borgaryfirvalda vel.
Ástandið hjá fyrirtækinu hefur verið afar bágborið undanfarin misseri og starfsmenn orðnir æði þreyttir á að hlusta á einhæfar, neikvæðar fréttir af starfseminni, enda er það óheppilegt fóður allri starfsemi sem ætti að byggja öðru fremur á jákvæðu andrúmslofti eins og svo mörg fyrirtæki hafa komist að raun um.
Álag á starfsmenn er mikið og þurfa þeir eins og aðrir á jákvæðari umfjöllun að halda en ekki sífelldu niðurrifi, bæði frá yfirm. og eigendum sem eru sveitarfélögin.
Allt of margir hæfir menn hafa horfið frá störfum til fyrirtækja sem gera sér betri grein fyrir gildi góðrar starfsmannastefnu.
Því fyrr sem nýr framkvæmdastjóri hrindir áætlunum sínum í framkvæmd, því betri verður líðan starfsmanna.
mbl.is Með blaðið og kaffibollann í strætó í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur á ekki ferðaskrifstofu.

Þá er það komið á hreint. Baugur á ekki ferðaskrifstofu. Formaður Neytendasamtakanna Jóhannes Gunnarsson gagnrýnir ferðaskrifstofur fyrir of háa álagningu sem hann segir eigendur stinga í vasann.
Eins og alþjóð er kunnugt eru Neytendasamtökin á fjárlögum Baugs með margra milljóna króna árlegt framlag.
Ef Baugur ræki ferðaskrifstofu myndi Jóhannes Gunnarsson ekki viðhafa slíka óvarkárni.

Nýtt leiðakerfi Strætós bs. á sunnudag.

Á sunnudaginn 3. júní verður umfangsmikil breyting á leiðakerfi almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Það vekur athygli mína að ekki hefur enn verið greint frá þessu í fjölmiðlum. Þykir ef til vill ekki frétt lengur.
Við vagnstjórar sem oftast eru talsmenn fyrirtækisins höfum verið upplýstir um breytingarnar en vissulega væri okkur gert starfið léttara e við fengjum stuðning fjölmiðla við að útsýra breytingarnar.
Hingað til hafa fjölmiðlar ekki legið á lið sínu þegar breytingar hafa verið fyrirhugaðar, en eitthvað hefur breyst., enda er þetta fjórða eða fimmta breytingin síðan 25. júlí 2005.

Hvur þremillinn.

Nú á að hefja herför gegn dægradvöl kaupsýslumanna um heim allan.
Hver var aðaliðja gesta Baugsmanna í Thee Viking?
Voru ekki risastórir Visareikningar sem Jón Ásgeir greiddi ekki fyrr en eftir ítrekaðar rukkanir og hótanir.
Það er löngu vitað að kaupsýslumönnum leiðist afskaplega á erfiðum erðum sínum um heiminn og hvað er betra og hollara en samvera með mýkra kyninu sem að vísu þiggur greiðslu fyrir, en það er hvort eð er svo algengt þótt innan hjónabandsins sé.


mbl.is Íslensk auglýsing kærð til sænskrar siðanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dregur borgarstjóri Reykjavík úr byggðasamlagi um Strætó?

Þetta sýnir svo ekki verður um villst að það skiptir máli hvort tekið sé gjald í strætó og þá hvert gjaldið er.
Akureyri ríður á vaðið og er það þeim til sóma.
Ég þykist viss um að þegar borgarstjórinn í Reykjavík tekur af skarið með byggðasamlag sjö sveitarfélaga um rekstur almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu og dregur Reykjavík út úr samstarfinu muni hann hafa annaðhvort ókeypis í strætó sem væri best, eða eitt gjald fyrir alla t.d. hundrað kall.
Það er mikill sparnaður fyrir borgina að fá fleiri í strætó því viðhald gatna er óhemju dýrt fyrir borgina.
Í borgarstjórn eru menn sammála um að almenningssamgöngur eru samfélaginu mikil nauðsyn, en þá greinir á um hversu mikla þjónustu á að veita.
Þá bregður því fyrir að borgarfulltrúar í öllum flokkum telja að starfsmenn fyrirtækisins einkum vagnstjórar séu óalandi og óferjandi. Þetta er hin mesta firra því þá sjaldan að starfsmenn tjá sig um málefni fyrirtækisins opinberlega er það af hlýjum hug til þess og viðskiptavinanna, því starfsmenn Strætós bs. gera sér öðrum fremur grein fyrir að þjónustan sé sem best og hagkvæmni í rekstri sé ávallt í fyrirrúmi.

mbl.is Farþegum strætisvagna á Akureyri stórfjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vagnstjóri mótmælir Sóleyju Tómasdóttur.

Ég er ekki allkostar sammála þér Sóley. Núverandi stjórn Strætós bs. er mikill vandi á höndum að vinna sér aftur traust meðal almennings og endurheimta þá viðskitavini sem yfirgáfu okkur vegna þeirra leiðu mistaka sem leiðakerfisbreytingin var 2005. Þá var breytt breytinganna vegna og algerlega þvert á heilbrigða hugsun. Vögnunum var beint frá fólki/viðskiptavinum og sátu eldri borgarar víða um borgina eftir með sárt ennið og háa leigubílareikninga. Formaður stjórnar þá, Björk Vilhelmsdóttir sagði aðspurð: "að leiðakerfið væri ekki gert fyrir sérhópa, enda væru eldri borgarar ekki nema 4-5% af viðskiptavinum félagsins".
Mikið álag hefur verið á starfsmönnum Strætós að svara fyrir alla þessa vitleysu sem viðgengist hefur síðan kerfisbreytingin var gerð 2005 og hafa jafnframt þurft að taka á sig kjaraskerðingu á síðasta ári. Það er að segja að samið var um hærri laun, en jafnharðan var ráðist á samninga vagnstjóra og þær breytingar gerðar á vaktafyrirkomulagi að um 20% hækkun varð að engu.
Þetta er lítið brot af því sem mér liggur á hjarta varðandi starfsemi Strætó bs. eftir afskipti R-listans 2005.
Nú hefur Kópavogur stjórnarformennskuna og aðrir en Reykvíkingar munu hafa stjórnarformennskuna á hendi næstu rúmlega 11 árin. Það er líka verk R-listans. Hugsið ykkur. Nágrannasveitarfélögin sex munu hafa stjórnarformennsku á hendi næst ellefu árin, en við Reykvíkingar greiðum 70% af útgjöldunum.
mbl.is Mótmæla fargjaldahækkun Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdi Strætóinn.

Það er okkur Strætósinnum ill skiljanlegt að fólki dettur ekki strætó í hug þegar svo stórir viðburðir eru framundan.

Þetta segir ef til vill allt um stöðu almenningssamgangna í Reykjavík í dag.


mbl.is Fólki bent á sérstök bílastæði og að samnýta bíla fyrir tónleika Sigur Rósar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Níðst á starfsmönnum.

Borgarstjórn þarf að taka í taumana sem fyrst, áður en fyrirtækið verður endanlega eyðilagt af misvitrum stjórnendum.
mbl.is Vagnstjórar hafa fengið sig fullsadda á vaktakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannúð og mildi.

Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson er löngu landsþekktur fyrir mannúð sína og mildi. Þrátt fyrir mildilega framkomu er Vilhjálmur harður í horn að taka ef þarf að taka á ósanngirni, hugsunarleysi og óheiðarleika, einkum ef hinn minni máttar verður undir. Slíkan mann þurfum við til að leiða borgina næstu fjögur árin og vera í fararbroddi hæfs borgarstjórnarflokks í skemmtilegu ferðalagi.

« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 1031708

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband