Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Nafn á kirkju.

Okkur gefst tækifæri til að leggja til málanna hjá Grafarholtssókn við að velja nafn á kirkjuna.
Þetta hygg ég að sé fátítt tækifæri og skora ég á fólk að veita þessu framtaki verðuga athygli.
Slóðin er:

http://kirkjagrafarholts.blog.is


Skortur á upplýsingum veldur lélegri útkomu :)

Mjög líklega hafa þátttakendur ekki vitað af þeim pólitísku breytingum sem orðið hafa í borginni, nefnilega að R-listinn er liðinn undir lok og Villi tekinn við..............
mbl.is Reykjavík neðarlega í nýrri borgavísitölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitnað í Bónus í ræðu Skálholtsdómkirkjuprests.

Ég er nýominn heim eftir kyrrðardaga í Skálholti sem ég fór sem lið í endurhæfingu í erfiðum veikindum. Þetta var í fyrsta sinn (og örugglega ekki það síðasta) sem ég hef verið á kyrrðardögum undir stjórn þeirra hjóna Kristins Ólasonar og Hörpu Hallgrímsdóttur. Þarf ekki að orðlengja það að þar fer fólk sem kann til verka og er enginn svikinn af leiðsögn þeirra. Bernharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir höfðu reyndar sagt okkur gömlum kyrrðardagajálkum að við þyrftum engu að kvíða því þau hjón Harpa og Kristinn myndu í engu verða eftirbátar þeirra. Þau reyndust sannspá sem svo oft áður.
Klukkan ellefu í morgun var svo messa að venju á sunnudegi. Hilmars Arnar Agnarssonar organista var saknað, en í hans stað lék Glúmur Gylfason á orgelið og fórst vel úr hendi og huga svo sem vænta mátti. Glúmur er fyrrverandi organisti á Selfossi og reyndar líka í Skálholtkirkju hvar hann lék um ellefu ára skeið.
Skálholtsdómkirkjupresturinn hugljúfi Egill Hallgrímssom predikaði á sinn skemmtilega og persónulega hátt. Hann fjallaði í upphafi um hugleiðingar sínar varðandi Skálholt sem kirkjustað í þúsund ár.
Er leið á ræðuna og hann ræddi um daglegt líf fólks, innkaup og önnur nauðsynjaverk fór hann orðum um fólkið þegar það raðar í innkaupakörfurnar í Bónus.
Við þessi orð sr. Egils vakna ýmsar spurninar: Hvað um okkur sem verslum í Kjörborg, Krónunni eða Nettó?
Er Skálholtdómkirkja illa stödd fjárhagslega? Eru þá fleiri vandamál sem herja á kirkjuna en tónlistarlegs eðlis?
Var það tilviljun að Hreinn Loftsson var staddur í kirkjunni?
Gleymdist að láta vita af því eftir predikun að messan hafi verið í boði Baugs?

Lofa það sem lofsvert er.

Ég má til með að þakka fyrir snjómoksturinn á Ásvallagötunni.
Gangstéttin að sunnanverðu var mjög vel mokuð, eitthvað sem ekki hefur gerst í á annan áratug.
Fólk er sammála um að hér hafi orðið bragarbót og erum við full þakklætis og sendum snjóruðningsmönnum okkar bestu þakkir fyrir.

Dómorganista vikið úr starfi.

Hilmari Erni Agnarssyni hefur verið sagt upp störfum organista við Skálholtskirkju.
Staðreynd sem hefur ekki látið mig í friði síðan hún barst mér til eyrna.
Við sem höfum komið reglulega í Skálholt í heimsókn eða til dvalar á kyrrðardögum til að mynda höfum tekið ástfóstri við kórana hans Hilmars. Við höfum getað fylgst með ótrúlegum framförum kóranna og glaðst í hjarta okkar yfir öllum þeim hindrunum sem Hilmar hefur rutt úr vegi og þeim sigrum sem hann hefur unnið.
Bara að að byggja um barna- og kammerkóra í svo fámennum byggðum sem þarna eru má líkja við stórvirki. Á stórhátíðum hefur Hilmar svo unnið með aðkomnu tónlistarfólki og hefur hvergi dregið af sér til að þeirra viðburðir megi vera sem bestir.
Mér þykja vinnubrögð víglsubiskups og skjaldsveina hans æði gerræðisleg og á enga ósk heitari en að þeir sjái sig um hönd og taki uppsögnina til baka og leiti sátta um breytt vinnubrögð organistans ef þörf er á. Svona kemur maður ekki fram við fólk sem hefur unnið sín störf af einlægni, ástúð, heilindum og virðingu fyrir fólki.

KR Valur kl 20=00 í kvöld.

Leikurinn hefst í kvöld kl. 20=00. Við erum bara með 50% vinningshlutfall og þurfum að gera betur ef við eigum að  geta litið framan í nokkurn mann að móti loknu í haust. Mér væri ekki á móti skapi að KR-ingar  tækju sig svolítið saman í andlitinu og gerðu sér fulla grein fyrir að knötturinn á heima í marki andstæðinganna og hvergi annarsstaðar. Mér þætti vænt um ef mínir menn sendu knöttinn sem oftast heim til sín.

Auðvitað vita drengirnir þetta og nota tækifærið í kvöld til að staðfesta lögheimili knattarins.


Ég spái Jóhannesi og Jóni Ásgeir syni hans áframhaldandi óyndis um ókomin ár.

Ég get ekki ímyndað mér að þeir feðgar eigi áhyggjulausan dag í nánustu framtíð.

Menn sem vaða yfir fólk á skítugum skónum og taka ekki tillit til samborgara sinna eiga ekkert gott skilið.

Tek ofan fyrir Jóni Geraldi.


mbl.is Jón Gerald Sullenberger vonast eftir opinberri afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju borgarbúar.

Mikið er ég feginn að loksins get ég farið að sofa rólegur því í tólf ár hef ég sofnað með hnút í maganum.

Villi Þ. á eftir að gera góða hluti og ég tel ekki lengur  ástæðu til að flýja borgina vegna óstjórnar. Vinnustaður minn verður vonandi og örugglega betri eftir að mínir menn hafa tekið hann til gagngerrar skoðunar og innleitt aftur  góða starfsmannastefnu .


Sannleiksást Samfylkingar?

Stefán Jón Hafstein var á Útvarpi Sögu í morgun hjá frú Arnþrúði Karlsdóttur. Fóru þau vítt og breitt um hið pólitíska svið og var einkennandi að ef hlustendur sem hringdu  fundu að  stjórnsýslunni brást Stefán við á þann hátt að ríkisstjórninni væri um að kenna. Aðbúnaður geðfatlaðra væri alfarið á könnu ríkisstjórnar, útilokað væri að lækka útsvar á öryrkjum og öðrum tekjulitlum og þar fram eftir götunum.

Nú langar mig að spyrja Stefán Jón hvort ekki sé mögulegt að endurgreiða öryrkjum útsvarsgreiðlur sínar svona þrisvar til fjórum sinnum á ári?

Eins og fólk veit rennur útsvarið sem er innheimt með staðgreiðslunni alfarið til viðkomandi sveitarfélags.

Ef Stefán Jón svarar þessari spurningu kem ég með fleiri sem brenna á vörum fólks og það spyr en svörin eru oftar en ekki út í hött.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1033129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband