Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Sigurhátíð, sæl og blíð.

Sigurhátíð.

Kristur er upprisinn,

 Kristur er sannarlega upprisinn.


Páskadagur, mesti gleðidagur 

Kristinna manna.

Kristur á krossinum með útbreiddan faðminn að taka á móti okkur 

sem erfiði og þunga erum hlaðin.

Sigurhátíð.

Ekkert okkar 

er svo sterkt

að við þurfum ekki á

trúnni að halda.

Andleg þjáning Krists

á krossinum

var fyrir okkur.

Hann var hæddur,

smáður og

líflátinn

fyrir okkur.

Hann reis upp.

Kristur fyrirgaf.

Kunnum við

að fyrirgefa?


Viðbrögð andstæðings fóstureyðinga.

Fósturlátsins Freyja
fagra vanaða dís,
seint mun um þig segja;
sæl, með lofi og prís.

Er aðskilnaður ríkis og kirkju fjárhagslega mögulegur?

Mér finnst að þegar spurt er um hvort almenningur styðji aðskilnað kirkju eða ekki, þurfi að fræða okkur almúgann  um ávinninginn sem í því felst ef hann er þá einhver og ekki síður meinbugi sem á þeim gjörningi hljóta að vera. Annars væri umræðan um aðskilnað orðin tóm áratugum saman.

Ef aðskilnaður verður, hver er þá lausn á fjárhagslegum tengslum ríkis og kirkju.

Hvursu háar eru t.a.m. fjárhæðir þær sem ríkið þyrfti að greiða kirkjunni fyrir upptöku landeigna og gæða sem kirkjunni heyrðu til?

Hvursu margar eignir kirkjunnar hefir ríkið selt og hvursu mikið er eftir? 

Hvurs er hvað og hvað er hvurs?


mbl.is Álíka margir hlynntir og andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðmenntarstríðnimál.

Í siðmennt eru æ færri
og siðferðisstjarnan er stærri,
en allt þeirra tal
um trúarlegt val
því kristur er alltaf nærri.
Halo


mbl.is Páfi hvetur menn til að gefa sér tíma fyrir Guð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorlákur orðinn þreyttur.

Þorlákur er þreyttur á

þessu jólastússi

ekki yrði ég hissa þá

út hann ryki  í fússi.


Hörmulegt slys.

Huggun harmi gegn að jarðneskar leifar hans fundust svo hann fái viðeigandi greftrun.
Votta öllum aðstandendum samúð.
mbl.is Karlmaður sem féll í Sogið fannst látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ákvörðun valnefndar Dómkirkjunnar.

Ég fagna innilega ákvörðun valnefndar Dómkirkjuprestakalls að mæla með sr. Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests.
Það var bjart yfir fólki í safnaðarheimili Dómkirkjunnar í morgun og fráfarandi dómkirkjuprestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson fagnaði ákvörðunni sérstaklega.
Öll mannanna verk hafa þó sínar skuggahliðar og í þessu tilviki er skugginn sá að frábær prestur kveður. Ég hef ekki verið nógu duglegur að sækja guðsþjónustur í Dómkirkjunni sem er mín sóknarkirkja, kannski hef ég verið saddur eftir langt starf í kirkjukór Neskirkju og leiðinlegan viðskilnað við hann, en það heyrir fortíðinni til.
Sr. Jakob Ágúst er mikill persónuleiki sem söknuður er að. Hann hefur næman skilning á vandamálum okkar breyskra karla og kvenna og skilur vel og kannski óvenjuvel hvernig bregðast skal við mannlegum vandamálum sem upp koma í flestum fjölskyldum.
Sr. Jakob Ágúst kveður starf sitt um næstu mánaðamót og hans verður saknað úr safnaðarstarfinu.
Um leið og ég býð sr. Önnu Sigríði velkomna til starfa vil ég þakka sr. Jakobi Ágústi fyrir mjög nýlegan og uppörvandi stuðning.
Ég vil óska honum velfarnaðar í hverju því sem hann tekur sér fyrir hendur í framtíðinni og leyfi mér að vona að til hans sjáist á Moggablogginu sem fyrst svo við fáum notið víðsýni hans og visku núna þegar hann fær meiri tíma til að fylgjast með þeim skemmtilega vettvangi.


mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiðmerkuraðferðafræði og starfsmannafælni.

Vegna fjölda áskorana (!) endurbirti ég eftirfarandi pistil:

Mér lýst vel á tillögu Samfylkingarinnar í borgarstjórn um 100 kall í strætó í marsmánuði.
Hugsanlega mætti hafa tímabilið lengra. Svifrykið er ógnvekjandi vágestur sem verður að vísa á dyr.

Allir sem starfa við almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sjá að við svo búið má ekki standa.
Árið 2005 voru framin alvarleg skemmdarverk á starfseminni með breytingum á leiðakerfinu og þótt lítillega hafi verið klórað í bakkann varðandi úrbætur er það hvergi nóg.
Þá hafa verið gerðar breytingar á vinnukerfi vagnstjóra hjá Strætó bs. sem hafa haft miður heppilegar afleiðingar í för með sér.

Mjög er gengið á kjarasamninga og túlkun þeirra á stundum eins og um hættuástand sé að ræða og undantekningarákvæði notuð dags daglega.

Um sextíu vanir vagnstjórar hafa látið af störfum og horfið til vinnuveitenda sem virða kjarasamninga refjalaust.

Þá eru menn orðnir ansi langeygir eftir breytingum sem boðaðar voru af nýjum valdhöfum.
Það kann ekki góðri lukku að stýra að stjórnarformennsku hjá Strætó bs gegnir Kópavogsbúi sem alið hefur aldur sinn með Heiðmerkuraðferðarfræðingum og er haldinn starfsmannafælni.


Messa í Dómkirkjunni.

Fór í kirkju í morgun kl. ellefu.
Það var orðið svolítið langt síðan ég fór síðast og var farinn að sakna fallegrar tónlistar og orðs Guðs. Þegar ég kom að anddyri Dómkirkjunnar barst á móti mér undurfagur kórsöngur og er inn var komið sá ég stóran kór stúlkna æfa sig fyrir messuna í tröppunum að altarinu.
Óvenju margt var í kirkjunni því það tíðkast að sjálfsögðu að ömmur,afar, systur, mæður, feður og bræður auk annarra skyldmenna skundi í kirkju þegar litla daman í fjölskyldunni syngur opinberlega.

Sagði mér kona á næsta bekk fyrir framan að ömmustelpan hafi fengið að gista og væri að fara með Stúlknakór Reykjavíkur til Ítalíu í sumar.

Dómkórinn fékk frí í dag, en ekki hann Marteinn H. Friðriksson sem lék á orgelið við messuna, en aðallega þó í messusvörunum.
Annars lék Arnhildur Valgarðsdóttir á píanó með stúlkunum sem Margrét Pálmadóttir stjórnaði af alkunnri smekkvísi og fágun.
Stúlkurnar sungu lögin: Barn þitt vil ég vera, Ég vil dvelja í skugga vængja þinna og My Lord what a morning.
Yndislegur söngur og öllum til sóma.

Séra Bára Friðriksdóttir þjónaði ásamt Ástbirni Egilssyni meðhjálpara auk Marteins H. Friðrikssonar sem fyrr er getið.
Lagði hún í predikun sinni út af klámráðstefnunni sem verður hér í byrjun mars ef ég veit rétt og í því sambandi svívirðilega meðferð barna í klámframleiðslu og á svokölluðum betrunarheimilum hérlendis.
Mæltist sr. Báru vel og fórum við kirkjugestir heim með gott andlegt veganesti.

Konur til hamingju með daginn.


Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1033129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband