Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Núr þurfa Geir Hilmar og Þorgerður Katrín að tala hreint

Sjálfstæðisflokkurinn verður að gera hreint fyrir sínum dyrum. Hvers vegna virti hann aðvaranir Seðlabanka Íslands að vettugi?  Sjálfstæði Seðlabankans er ógnað af siðspilltum stjórnmálamönnum í núverandi ofríkisstjórn. Kjósendur eiga heimtingu á svörum. Ef ekki fást viðhlítandi skýringar munu margir sitja heima á kjördegi.

 


mbl.is SÍ varaði í febrúar við hruni í október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í boði Baugs og fjölskyldu

Naut Guðlaugur Þór ekki stuðnings Baugs, Haga og fleiri fyrirtækja af sama meiði við að berjast við Björn Bjarnason í prófkjörinu 2007?

Mig minnir að einn úr þeirri fjölskyldu hafi keypt heilsíðuauglýsingar í dagblöðum til að freista þess að koma höggi á Björn Bjarnason. 


mbl.is Enginn lagt meira á sig fyrir sæti á lista en Guðlaugur Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð Péturs fagnaðarefni

Pétur H. Blöndal gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Það er fagnaðarefni.

Fylgi Péturs nær langt út fyrir raðir Sjálfstæðismanna. Það er hagur sérhvers flokks að hafa frambjóðanda með svo breiða skírskotun.


mbl.is Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi Þór Herbertsson á erindi

Það er ekki nokkrum vafa undirorpið að Tryggvi Þór Herbertsson á erindi á Alþingi Íslendinga. Það er Sjálfstæðismönnum mikill akkur að hafa svo frambærilegan mann á framboðslista og er ekki að efa að hann mun sópa fylginu að flokknum.
mbl.is Tryggvi Þór Herbertsson vill á þing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heiftin í garð Davíðs ræður för

Það ræðst í dag hvort ríkisstjórnin heldur velli.  Ágreiningur ríkir ekki um neitt annað en Davíð Oddsson. Hatur Ingibjargar Sólrúnar villir henni sýn. Þær eru ekki hæfar í ríkisstjórn, Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin.
mbl.is Vilja taka að sér verkstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jóker og Póker náðu kjöri

Þá er loksins komin niðurstaða í kjör forystumanna okkar Framsóknarmanna Jóker og Póker formaður og varaformaður og glóandi Eyjadísin í stól ritara.

Vinsamlegast látið hamingjuóskunum rigna yfir okkur. 


Nú er loksins komið að Framsóknarflokknum

Enginn heiður sem Guðni Ágústsson fær frá flokki sínum er óverðskuldaður. Hann er Framsóknarflokkurinn holdi klæddur. Einn og sér eftir að Bjarni Harðarson hvarf á braut.

Fyrir þessi orð hans ber þjóðinni að heiðra hann sérstaklega: 

"Ísland hefði hrunið á vakt Sjálfstæðisflokksins, ríkisstjórnin ætti að fara frá og nú væri komið að Framsóknarflokknum."

 


mbl.is Guðni Ágústsson heiðraður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vorkennum Steingrími J.

Við blásum til þjóðarátaks um að hafa samúð og vorkunn með Steingrími J. Sigfússyni. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt að maðurinn þurfi að líða þessi ósköp með höndina útrétta.

Getur verið að æðstu menn þjóðarinnar telji sér hag í að tala frekar við aðra þessa stundina? 


mbl.is Sáttahöndin að þreytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki allt í lagi Anna Pála?

Hver á að taka mark á ungum jafnaðarmönnum þegar formaður þeirra viðhefur slíkt orðbragð: 

".....að nauðsynlegt væri að Davíð Oddsson víki sem seðlabankastjóri enda væri hann gjöreyðingarvopn fyrir íslenskt efnahagslíf."


mbl.is Krefjast þess að Davíð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótti Samfylkingar við þjóðstjórn límdi þau við stólana

Það eina sem rak Samfylkinguna til áframhaldandi stjórnarsetu og að slíta ekki stjórnarsamstarfinu í vanmáttugri bræði var að Davíð Oddsson vakti með þeim ótta  með tali sínu um þjóðstjórn.

Það er skammgóður vermir fyrir Þorgerði Katrínu að horfa fram hjá bragði Davíðs og atyrða hann fyrir. 

Þau gátu að vonum ekki hugsað sér að verða að athlægi. 


mbl.is Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 1033129

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband