Þeir eru margir útlendingarnir sem vilja breyta okkar lögum sér í hag

Er það ekki svo að þeir sem ekki fara að lögum og þverskallast við að koma sér úr landi sitja uppi með kostnaðinn sem hlýst af óþekktinni


mbl.is Gert að borga fyrir eigin brottflutning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Dagur?

Ekki bregst það að þegar óþægilegar fréttir úr borginni eru til umræðu tala embættismenn fyrir hönd borgaryfirvalda. Þá sjaldan að berast jákvæðar fréttir úr þessum ranni kemur Dagur glaður og reifur og gott ef ekki ber sér á brjóst.

Það sjá allir sem vilja að mjög illa er búið að þeim sem minna mega sín í höfuðborginni.


mbl.is Hópur sem við höfum áhyggjur af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mánuðum saman heyrist ekkert í æðstu mönnum borgarinnar

þeir setja lægra setta embættismenn í óþægilegu verkin; svara fyrir lélegt ástand gatna, bilaðar skolhreinsistöðvar, njólarækt á ótrúlegustu stöðum, mikinn sóðaskap um alla borg þar sem gangstéttir og umferðareyjar eru samastaður fyrir bílaruslið, löngu sprungið gatnakerfi,lóðaskort fyrir lægra launað fólk o.s.frv.

Núna birtast þeir hver af öðrum og básúna ofsóknir gegn sumarbústaðaeigendum, skipuleggja íbúðahverfi þar sem sundabraut átti (á) að vera, kynna hverfi þar sem flugvöllurinn er, þvælast fyrir byggingu flugstöðvar og margt, margt fleira. 

Borgarstjórinn gjammar í öllum fréttatímum, vegna þess að honum hefur verið sigað fram þar sem hann er versta auglýsingin fyrir Samfylkinguna í Borginni.

Ég vil sjá þingmenn flokka tjá sig um ástandið í Reykjavík sem er hörmulegt. Reykjavík hefur marga þingmenn sem afar sjaldan tala máli borgaranna gegn vaðlinum í Degi og umlinu í Halldóri Auðar sem segist vera kynferðisafbrotamaður.

Umræðan um ástandið í Reykjavík er brýn.


mbl.is „Okkar langtímasýn að þessi byggð víki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spritt er spritt

Ef á umbúðunum stendur spritt og innihaldið lyktar eins og spritt, má með miklum líkum ætla að um spritt sé að ræða og að mistök hafi átt sér stað við afgreiðslu yfir búðarborðið.


mbl.is Fékk spritt í stað hægðalosandi lyfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur tapaði tugum milljarða

Verðfallið í Kauphöllinni nam 35 milljörðum króna eftir næturfund Bjartrar framtíðar með tilheyrandi afleiðingum.

Ef lífeyrissjóðirnir eiga um tvo þriðju hluta hlutabréfanna sem verðféllu má ætla að þeir hafi tapað yfir 23 milljörðum króna.

Er Björt framtíð til í að endurgreiða okkur þessa fjárhæð?


mbl.is „Mikill stormur í vatnsglasi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugleiðingar moggabloggara á viðsjðárverðum tímum í pólitíkinni

Ég er eiginlega löngu hættur að skrifa á moggabloggið hlf.blog.is enda fátt sagt af viti þar mánuðum sama. Tæpt á atriðum og lesanda ætlað að fylla upp í huga sínum og gleðjast að hafa gert þetta mun mikið betur.
Hvað um það rétt áðan vantar mig bara 122 innlit til að komast í eina milljón lesenda. Það gæti orðið í kvöld og ég ætlaði að hætta á þeim tímamótum. Ef spennandi viðburði verða á næstunni í póitíkinni sé að standi ekki við loforðið og komi með svona 500 þúsund misgóðar athugasemdir um pólítísk mistök og vandræðagang, minni menn á loforð og inni efnda.
 

Ljótur vinnustaðahrekkur

Rottuungi í salati frá virtum veitingastað er einhver andstyggilegasti hrekkur sem um getur.

þeir sem létu þetta í matinn á vinnustað mannsins eiga yfir höfði sér kröfur um himinháar skaðabætur.

Nema að hann hafi gert þetta sjálfur og til að auka á dramað fór hann á Landspítalann!


mbl.is Íhuga að óska eftir frekari rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ásgeir ímynd spillingar

Jón Ásgeir leyfir sér að skrifa: Eina leiðin til að hindra að spill­ing og mis­notk­un valds grass­eri í þjóðfé­lag­inu sé að emb­ætt­is­menn sitji ekki leng­ur en átta ár.

Jón Ásgeir sem er ímynd spillingar hér á landi og hefur verið það sem af er öldinni.


mbl.is Sitji ekki lengur en í átta ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlega lítið álit á almenningi

Furðuleg samþykkt Ráðgjafaráðs Viðreisnar. Telur það virkilega að almenningur sé svo skyni skroppinn að hann hrífist af svona vinnubrögðum?


mbl.is Telja Bjarna og Sigríði þurfa að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband