Almenningur tapaði tugum milljarða

Verðfallið í Kauphöllinni nam 35 milljörðum króna eftir næturfund Bjartrar framtíðar með tilheyrandi afleiðingum.

Ef lífeyrissjóðirnir eiga um tvo þriðju hluta hlutabréfanna sem verðféllu má ætla að þeir hafi tapað yfir 23 milljörðum króna.

Er Björt framtíð til í að endurgreiða okkur þessa fjárhæð?


mbl.is „Mikill stormur í vatnsglasi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tap eða hagnaður raungerist ekki nema við innlausn og fer þá eftir mismun á kaup og söluverði.

Það er því algjörlega ofsögum sagt af þessu meinta tapi sem þú vísar til.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2017 kl. 15:39

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nýjustu fréttir herma að meira en 60 milljarðar hafi þurrkast út.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.9.2017 kl. 22:30

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Á hverju eru þær fréttir byggðar? Eru þær byggðar á hagnaði/tapi sem hefur raungerst við innlausn eða hreyfingum á tölum á tölvuskjám? Það er ekki hægt að fullyrða neitt um raunverulegt tap eða hagnað nema með því að bera söluverðið saman við kaupverðið. Taka verður með í reikninginn að lífeyrissjóðir keyptu mikið af hlutabréfum á lágu verði sem hafa hækkað umtalsvert síðan og eru enn í hagnaði (á hærra verði en kaupverði) þrátt fyrir markaðurinn hafi tekið dálítin órökhugsaðan hræðslukipp við tíðindin af stjórnaslitum.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.9.2017 kl. 22:40

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú gerir semsagt lítið með upplýsingar Kauphallarforstjórans.

Hvað ertu að verja?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.9.2017 kl. 14:06

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Heimir og afskaðu hversu seint ég svara. Ég er ekki að verja neitt, nema staðreyndir málsins.

Markaðsvirðið komið upp fyrir „sjokk“ áhrifin eftir stjórnarslit

"Skörp lækkun varð á verði hluta­bréfa eftir að rík­is­stjórnin féll, um miðjan síð­asta mán­uð. Þá lækk­aði virði félaga um meira en 3 pró­sent á einum degi. Fyrir stjórn­ar­slitin var vísi­talan 1.709 stig, en hún er nú komin í 1.713 stig."

Hið rétta er semsagt að ekkert hefur tapast af hlutabréfum lífeyrissjóðanna, þau hafa þvert á móti aukist í verði frá því fyrir stjórnarslitin.

Guðmundur Ásgeirsson, 5.10.2017 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband