18.12.2009 | 17:01
Alþingismenn eru beðnir að lesa
Þingmenn fylgjast mjög vel með Moggablogginu. Er það vel.
Mig langar til að vekja athygli þeirra á vinnubrögðum Tryggingastofnunar ríkisins varðandi umsókn manns um örorkubætur.
Viðkomandi hefur ekki verið vinnufær nema að mjög litlu leyti um meira en tveggja ára skeið.
Hann hefur notið svokallaðs endurhæfingarlífeyris almannatrygginga eins lengi og reglur og lög leyfa og er því orðinn "góðkunningi" stofnunarinnar. Tryggingastofnun er því einkar vel kunnugt um sjúkdómasögu mannsins í gegnum reglulegar umsagnar læknis hans sem er fær sérfræðingur á sínu sviði.
Nú ber svo við að sjúkdómar mannsins ágerast eftir því sem tíminn líður og sótt er um örorkubætur honum til handa.
Sótt var um örorkuna í september s.l. og skemmst er frá því að segja að viðkomandi hefur ekki fengið svar enn. Hann hefur því verið tekjulaus í tvo mánuði og getur ekki vænst svara frá Tryggingastofnun fyrr en um mánaðamótin janúar/febrúar á næsta ári.
Það er ekki eins og fólk geri sér að leik að missa heilsuna, að það sé svo mikið upp úr því að hafa.
Nei, fólk lítur á almannatryggingar sem öryggisnet, sem greitt hefur verið til áratugum saman og býst við að það sé til reiðu þegar á þarf að halda, en komi ekki eftir á þegar meiri skaði hefur orðið.
Hart deilt á umhverfisskatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er hrikaleg lýsing. Getur verið að offjölgun öryrkja eigi sinn þátt í þessu? Það var skuggalegt að sjá skráða öryrkja fjórfaldast á örfáum árum. Þarna er um augljósa misnotkun öryggiskerfisins að ræða og sú misnotkun bitnar á raunverulegum öryrkjum.
Baldur Hermannsson, 18.12.2009 kl. 22:42
Það ætti ekki að bitna á öryrkjum ef kerfið virkaði almennilega. En það er greinilega svo nú. Ef þetta er staðan þá þurfum við hinn almenni borgari að bregðast við!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.12.2009 kl. 22:47
Þetta er það sama og með áfengið og rónana, þeir koma óorði á það
Það kýs sé enginn raunverulegt heilsuleysi!
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2009 kl. 00:02
Meðan þjóðartekjur á mann hafa farið minnkandi á mann síðan 1990 í dollurum eða evrum, og sumir hafa hækkað gífurlega í tekjum, má búast við ýmsu óréttlæti í kjölfarið. Láglaunastefna og vaxandi tekjumunur hópa hér framleiðir vaxandi hóp öryrkja að mínu mati.
Svo bætir lávöruneyslan ekki heilsuna að mínu mati, meintur kaupmáttur sem er þröngvað upp á stóran hóp landsmanna, í formi lægri tekna [talið í evrum eða dollurum].
Þetta er spurning að hækka almennan framfærslueyrir þeirra sem nú hafa almennt minnst sem er ekki hægt nema með að lækka þókun þeirra sem kunna ekki með peninga að fara.
Áður en farið er velja út þá öryrkja sem ekki á að hægfara að vannæra til dauða.
Siðspillingin virðist vaxa með auknum ráðstöfunartekjum og eftir höfðinu dansa limirnir.
Júlíus Björnsson, 19.12.2009 kl. 20:11
Það er bara skandall að taka sér marga mánuði til að svara einfaldri beiðni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 19.12.2009 kl. 22:35
Þarna eru að viðkomandi læknar sem eru að fremja glæpi ekki satt. Ég tel stefnumótun og forgangsröðun [mismunun] stjórnvalda framleiða öryrkja en ekki læknastéttina. Sumir eru mikið jafnari en aðrir.
Biðtíminn eykur oftast örorku og styttir lífslíkur.
Það er að mínu mati miklu fleiri öryrkjar sem ekki gefa sig fram af ötta við atvinnu missi. Það er ekki hægt að lifa með með undir 180.000 króna ráðstöfunartekjum til að greiða m.a. húsnæði og afborganir af bólgutengdum lánum.
Þessu fylgir þunglyngdi og vanæringin sem kyndir undir og flýtir fyrir varanlegri öryrkju.
Ef fulltrúar úr hópi almennings á Alþingi geta lifað af slíkum tekjum þá er skrítið að almenningur skuli ekki ekki bara kjósa raunverulega öryrkja.
Júlíus Björnsson, 20.12.2009 kl. 01:19
Ekki er framkoman stórmannleg.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2009 kl. 12:40
Nú hef ég sen Árna Páli Árnasyni tryggingamálaráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrrverandi tryggingamálaráðherra erindi og spurt þá álits á meðferðinni á öryrkjanum.
Það er spennandi að fylgjast með svörum þeirra.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.12.2009 kl. 16:19
Mér skilst á máli tryggingarráðherra, að ástandið næstu áratugina verði hér á landi eins og í Finnlandi í kjölfar mikils streymis í lánalínum frá EU: línur lokuðust og kreppa fylgdi í kjölfarið, algjörlega nauðsynlegt til að innlimast í EU.
Fyrirbyggja að yngsta kynslóðin kynnist aldrei öðru en raunverulegum atvinnuleysisbótum.
Næst yngsta kynslóðin mun vera sú sem festist helst í bólgutengingu í íbúðalána. Fær ekki sömu leiðréttingu á vermæti höfuðstóls eins og þeir sem yfirtóku bankanna.
Ástandið verðu miklu verra hér almennt eftir árabót þegar EU ráðstjórnar verkið fer að virka. Þeir sem voru svo heppnir að leigja raunverulega er eru flestir á leið úr landi að ég tel. Svo er krónan svo lítils virði að Íslenskir öryrkjar og lífeyrisþegar frá að snúa sér heim til Íslands.
Það sem EU telur verða í lagi, þekkja þeir sem hafa kynnst almennu lífi viðast á meginlandinu. Íslendingar að mínu mati hafa almennt aðrar hugmyndir hvað sé í lagi.
Júlíus Björnsson, 20.12.2009 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.