23.10.2009 | 18:17
Gleðispillir
Forsetinn í Dalasýslu. Mér er hlýtt til Dalamanna og skil ekki hvers vegna búskussinn á Bessastöðum er að abbast upp á þá þegar þeir gera sér glaðan dag. Honum væri meiri sæmd að því að hrista demanta með spúsu sinni og leggja bankaræningjum lið eins og hann á vanda til.
Forsetinn í Dalasýslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála
Jóhann Frímann Traustason, 23.10.2009 kl. 18:28
101% sammála þér, heimir !
Egill Þorfinnsson, 23.10.2009 kl. 22:05
Hann er að reyna að endurheimta traust og það lendir bara á saklausu fólki vítt og breitt um landið.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.10.2009 kl. 22:26
Er hann ekki gleðigjafi hann Ólafur blessaður?? ÚPS..
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 23.10.2009 kl. 23:54
Ólafur mærði útrásarvíkingana og klappaði undir rétt eins og 99% þjóðarinnar og beinlínis var ætlast til þess af honum. Þeir sem ekki tóku þátt í klappinu voru hundskammaðir og úthrópaðir fyrir tiltækið af ráðherrum og öðrum mektarmönnum sem þóttust hafa vit umfram aðra og þá ekki hvað síst af forystumönnum Sjálfstæðisflokksins, bæði þáverandi og fyrrverandi.
Ég tel mig ekki gera áfellst Ólaf fyrir sinn þátt þar sem ég tilheyrði ekki þeim fámenna hópi sem höfðu uppi varnaðarorð og gagnrýni. En þeir sem það gerðu geta nú staðið keikir, í sínu syndleysi og varpað þeim steinum sem þeir telja sig valda.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 01:19
Svei mér ef ég er ekki sammála þér Axel..Góður sem fyrr..Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum!!
Þetta á endalaust við! En allir kasta jú steinum í allar áttir ..Ég er ekkert betri..Ég kasta og er reið..Heimir stendur vaktina á þessarri síðu og gerir það vel að mínu mati.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.10.2009 kl. 01:31
Axel, ÓRG var nú ansi framarlega í potinu og upphafningunni. Fór á undan ef eitthvað er. Þorulífið heillaði rakarasoninn að vestan. Það var bara á síðasta ári sem hann sæmdi Jón Ásgeir útflutningsverðlaunum við mikla hátíð á Bessastöðum. Varstu nokkuð búinn að gleyma því Axel? Hann var svo gersamlega háður sviðsljósabúnaði Baugs & co að hann er eins og vængbrotinn og sjónlaus fugl eftir að sviðsljósin slokknuðu. Forseti gersamlega rúinn trausti.
Það er drengilegt af þér að rétta drukknandi manni hjálparhönd og lýsir þínu eðal kratahjarta.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 09:45
Heimir..Þú veist að við erum öll með eðal kratahjarta í raun og veru..Þú líka;o)
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.10.2009 kl. 09:50
Það er þessvegna sem ég þekki það hjá öðrum:-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 13:12
Útrásarvíkingarnir leituðu til Forsetans með margt, stuðning, sambönd o.þ.h. Það þarf ekki auðugt ímyndunar afl að sjá fyrir sér STRÍÐSfyrirsagninar t.d. í Mogganum hefði forsetinn hafnað stuðningi stuðningi og samvinnu við þá.
Ég hugsa að Mogginn hefði jafnvel í því sambandi tekið upp hanskann fyrir Jón Ásgeir og Baug, hefði það svalað æðra markmiði.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 13:49
Ég tek fram að tvítekinn stuðningurinn stafar ekki af hiksta.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 13:52
Vitanlega notuðu "víkingarnir" forsetann. Vissu (vita) hversu hégómlegur hann er. Hann sætti gagnrýni margra fyrir auðsveipnina m.a. Mogga. Margir ráku upp ramakvein þegar hann sæmdi JÁJ útflutningsverðlaunum árið 2008, þar á meðal ég. Getur þú skýrt þann gjörning Axel?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 14:01
Það getur enginn útskýrt held ég....
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 24.10.2009 kl. 15:51
„Útflutningsverðlaun forseta Íslands“, tilheyra ekki forsetaembættinu beint og því síður persónuleg eign forsetans. Forsetinn afhendir verðlaunin og þau eru við hann kennd, en Útflutningsráð Íslands ber ábyrgð á undirbúningi og kostnaði við verðlaunaafhendinguna. Sjá hér.Það er ekki forsetans að ákveða hver hlýtur verðlaunin og hvers vegna Heimir, það gerir úthlutunarnefnd „ Útflutningsverðlauna forseta Íslands“, forsetinn er hinsvegar andlitið sem afhendir þau. Það hentar sumum vel að klína öllu sem miður fór á forsetann en smyrja þykkt því sem betur heppnaðist á aðra, þótt þeir verðskuldi það ekki. Á síðu Útflutningsgráðs Íslands má fá nánari upplýsingar um Útflutningsverðlaun forseta Íslands 2008, en þar segir m.a. um þá verðlaunaafhendingu:
Heimir, þetta er fólkið sem ákvað hver fengi verðlaunin og hversvegna ekki ÓRG.
Þarf meira?Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 16:01
Ég bið þig Axel og órg afsökunar á að hafa fari með rangt mál. Það er greinilegt að hann hefur hvergi komið nærri.(?)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 16:07
P.s. Eyjan segir eftirfarandi sem kannski skiptir máli fyrir okkur sannleiksleitandi kratana Axel:
"Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, segir að það traust og sá trúnaður sem hann og þjóðin sýndu forystumönnum fjármálafyrirtækja í útrásinni hafi ekki verið verðskuldaður og hafi kannski verið misnotaður með margvíslegum hætti.
Forsetinn lét þessi orð falla í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins í tilefni af því að forsetaembættið birti í morgun nokkur þeirra bréfa sem forsetinn skrifaði erlendum aðilum til stuðnings útrásinni."
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 16:20
Þú þarft ekki að biðja mig afsökunar á einu eða neinu Heimir.
Þú mátt ekki misskilja mig að ég telji forsetann einhvern engil eða vammlausan í þessu foraði öllu, síður en svo. Forsetinn ber auðvitað ábyrgð að því marki sem aðkoma hans var og er. En að skrifa hann algerlega ábyrgan eins og t.d. í þessu máli stenst ekki skoðun, þar sem ákvörðunin og forsendur hennar voru ekki hans.
En hann liggur óneitanlega vel við höggi, það er ljóst.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 16:30
Það er ljóst að margt er séð í öðru ljósi í dag en fyrir "hrunið".
Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.10.2009 kl. 16:33
Það eru fleiri en ég Axel sem mislíkar við forsetann sbr. þessi orð sem ég haut um á AMX, höfð eftir Páli Vilhjálmssyni ekki Baugsblaðamanni:
„Forseti lýðveldisins falbauð traust og trúverðugleika þjóðarinnar til hagsbóta fyrir siðlausa auðmenn. Ólafur Ragnar Grímsson gerði Bessastaði að félagsheimili útrásarhyskisins og þáði í staðinn einkaþotuferðalög um víða veröld og hásæti við veisluborð heima og erlendis.
Ef að líkum lætur mun Ólafur Ragnar sitja Bessastaði með sætt er og þiggja greiðslur frá almenningi til að gera þjóðinni miska. Auðmannaforsetinn kann ekki að skammast sín.“
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.10.2009 kl. 18:02
Axel Jóhann: Auðvitað var ákvörðunin að einhverju leyti forsetans, heldur þú virkilega að Örnólfur frá forsetaskrifstofunni, sem var einn af mörgum í úthlutunarnefnd, tali ekki fyrir hönd forsetaembættisins, það kemur skýrt fram í textanum hér að ofan.
Auðvitað ber forsetinn sína ábyrgð - engin spurning !!!
Sigurður Sigurðsson, 25.10.2009 kl. 09:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.