Þingmenn Vg á fullri ferð í ESB með því að samþykkja Icesave-ógæfuna

Jóhanna kemst ekki með þjóðina í ESB nema að ganga að kröfum breskra og hollenskra stjórnvalda. Þetta vita þingmenn Vg. og ætla að auðvelda henni aðildarviðræðurnar að ESB með því að samþykkja Icesave-ógæfuna.
mbl.is Telur meirihluta fyrir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvaða forsendur eru fyrir þeirri skoðun þinni að ekki sé rétt að standa við sínar skuldbindingar.

Eins er andstaðn við ESB, hún virkar eins og gömul rödd úr fortíðinni þar sem varað er við samskiptum við erlenda aðlila. Magnað viðhorf þar sem öll okkar velmegun byggist á samskiptum og viðskiptum við útlönd/umheiminn. Samvinna við nágranna þjóðir okkar í Evrópu er afar rökrétt ákvörðun og hefði í raun átt að taka hana fyrir einum og hálfum áratug.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 15:51

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hólmfríður 2/3 hlutar þjóðarinnar eru andvígir ESB. Ef þú skilur ekki nú þegar hvers vegna, treysti ég mér ekki til að skýra það út fyrir þér.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.10.2009 kl. 16:06

3 identicon

Þetta hefur ekkert að gera með ESB að gera, aftur á móti hefur þetta með heiðarleika að gera. Þið sem hafið kosið Sjálfstæðis eða Framsóknarflokk getið sjálfum ykkar um kennt. Kosningar eftir kosningar hefur sama fólkið kosið þessa flokka þrátt fyrir að þeir hafi sýnt af sér mikla spillingu og sleifarlag við eftirlit með stofnunum samfélagsins. Það væri réttast að kjósendur þessara flokka fengju ein að greiða Icesave, við hin báðum aldrei um þetta né samþykktum.

Valsól (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 21:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samfylkingin er með ESB á heilanum og afneitar 18 mánaða veru sinni í ríkisstjórn þar sem hún var með bankamálaráðherra og Samfylkingarmaðurinn Jón SIgurðsson var formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins og varaformaður stjórnar Seðlabankans. Einu afskiptin sem hann hafði af Icesave, var að skrifa lofrullu um Icesave og Landsbankann og ferðast með þeim um Evrópu til að kynna fyrirbærið. Hafðir þú nokkuð gleymt Jóni Sigurðssyni eins og svo margir Kratar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.10.2009 kl. 21:46

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Heimir....þú veist að þetta "icesave"-mál fjallar um örfáa íslenska glæpamenn, sem stálu innistæðum Breskar og hollenskra heimila?

Málið er að setja þessa örfáu persónur í fangelsi!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 18.10.2009 kl. 23:51

6 identicon

Góðan dag

Já það stendur víst til að munstra okkur inn í ESB klúbbinn og góðu eða illu og læt ég pólitíkusa um það atriði og ætla að skoða málið út frá tölulegum staðreyndum.  Gamla íslenska krónan er það sem bjargar efnahag okkar nú vegna sveigjanleika síns en það sama verður ekki sagt um Spán Ítalíu Grikkland og Írland sem hafa Evru og eru nú í dag í verri fjárhagslegri stöðu en við það sem ekki er hægt að fella gengið.  

Mikil fækkun ferðamanna til þessara landa massa atvinnuleysi og gjaldþrot heimila og fyrirtækja og Írar verða að nota 2600 milljarða isl.vegna bankamanna sem voru skyldir íslenskum starfsbræðrum sínum og gerir þetta um 1.6 milljónir á hvert mannsbarn þar fyrir utan önnur gjöld til að halda ríkinu á floti.

Bretland er ekki heldur betur statt og prentar Bresk pund eins og USA prentar dollara og skuldirnar gríðarlegar og á Evrusvæðinu öllu er 5.8% samdráttur í útflutningi vegna hátts gengis Evrunnar.

Hollenskur banki einn sá stærsti varð gjaldþrota fyrir 10 dögum síðan og Rapobanki er líka í gjörgæslu Seðlabankans og svo má einnig segja um banka í Belgíu allt er þetta á brauðfótum vegna gengis Evrunnar.

Við höfum þó tíma til að taka til og fastsetja laun allra launamanna því svigrúm hækkanna verður ekkert ef halda á ramma ESB um 4.5% hámarks verðbólgu og hver dagur verður öðrum líkur og lítið að gerast.

Ekki verður ferðaiðnaðurinn blómlegur þegar Evran er komin því við seljum ekki sól heldur landslag og heit böð og þá er bara fiskurinn eftir og stóriðjan og því eins gott að hafa greitt upp þjóðarskuldir áður en þetta skellur á .

Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 09:11

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Hólmfríður:  Fyrst viljum við fá að sjá það svart á hvítu að þetta séu okkar skuldbindingar.   Meginvitleysan í málflutningi ykkar vinstri manna er sú að þið eruð fyrirfram búin að ákveða að við séum skuldbundin til að greiða þennan Icesave pakka.  Af hverju má ekki láta á það reyna fyrir dómstólum ?  Er það kannski vegna ESB þráhyggjunnar í Samfylkingunni ??

Og svo getur þú ekki á jafn einfeldningslegan hátt og þú gerir stillt málum upp á þann veg að þeir sem vilja ekki að Ísland gangi í ESB, séu einhverskonar einangrunarsinnar.   Þú ert greinilega smituð af málflutningi einhverra slíkra ranghugmynda. Við höfum í gegnum tíðina átt afar farsæl viðskipti við útlönd og þar á meðal lönd ESB, þótt við séum ekki aðilar að bandalaginu.  Ég er t.d. andsnúinn inngöngu Íslands í ESB vegna þess að ég tel hagsmunum þjóðarinnar betur varið utan bandalagsins en innan.  Ef sú staða breytist að mínu mati, þá mun ég styðja inngöngu Íslands í ESB, eða einhverskonar annað ríkjasamband, en EINGÖNGU ef hagsmunir þjóðarinnar eru þar meiri.

Valsól:  Ertu að reyna að telja fólki trú um að hin meinta spilling þín viðgangist bara í Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum en ekki Samfylkingunni, sem virðist þó eiga það sameiginlegt með öllum helstu útrásarvíkingunum að vilja sigla hraðbyri inn í ESB ??  Og reyndu ekki að afsaka vinstri - kommúnistastjórnina í Icesave málinu, Samfól og VG bera ábyrgð á þessum samningi að öllu leyti, með tómat, sinnepi og steiktum !!!!

Sigurður Sigurðsson, 19.10.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband