Léttir fyrir Baldur

Það hlýtur að vera Baldri mikill léttir að rannsókn skuli vera hafin á sölu hlutabréfa hans í Landsbankanum. Honum hefur verið legið á hálsi fyrir gerninginn og vill örugglega helst af öllu losa sig undan ásökunum um ólöglegt athæfi.
mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hef alltaf fylgst með Baldri úr fjarlægð..Erum skólasystkini úr MR 63-4. Hans vegna væri gott að þetta færi að komast á hreint.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Ómar Már Þóroddsson

Mikið er hann Baldur vanhæfur í starfi ef hann hefur ekki haft meiri upplýsingar en við sauðsvarti almúginn

Ómar Már Þóroddsson, 17.10.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Það hlýtur að upplýsast ef hann hefur haft þær. Er það ekki??

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2009 kl. 21:06

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta lítur óneitanlega ekki vel út.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.10.2009 kl. 21:28

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Nei það gerir það alls ekki!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta lítur illa út á yfirborðinu, en sjáum hvað setur. Tengsl hans við Sjálftökuflokkinn gera það að verkum að fólk telur að hann sé álíka spilltur og allir aðrir sjálftökumenn.

Guðmundur Pétursson, 17.10.2009 kl. 22:08

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Þú meinar Guðmundur að Sjálfstæðisflokkurinn sé sjálftökuflokkur? Og allir innann hans séu spilltir! Ekki vil ég hlusta á slíkt. Eigi hef ég kosið hann en ég vil að flokkar sem fólk njóti sannmælis.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 17.10.2009 kl. 22:16

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Mitt álit er vonandi rangt: ég held að það sé ekki vinnandi vegur að gegna svona embætti, eiga stórfé í hlutabréfum - og selja þau ekki þegar hann veit hvað er í vændum. Er ekki skynsamlegt að gera þá kröfu til manna í háum embættum ríkisins að þeir neiti sér um slík viðskipti?

Baldur Hermannsson, 17.10.2009 kl. 23:40

9 Smámynd: Rauða Ljónið

Til rannsóknar er umdeild sala Baldurs á hlut sínum í Landsbankanum eftir að hafa setið fund með Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, Björgvini G. Sigurðssyni þá verandi viðskiptaráðherra og embættismönnum um Icesave- og Landsbankamál 2. september 2008, korteri fyrir hrun. Hvað er verið að blanda Samfylkingar manninum Björgvini sem er í ríkisstjórn við þetta, samfylkingin hún vissi ekki neitt allir saklausir svo trúa sumir, en ekki ég, þeir heldu að bankarnir  væru rauðvínsbúðir  Sigmundur Ernir fór þar inn og kom út auralaus, já og á auga bragði, já og á auga bragði hélt svo ræðu á þinginu á augabragði um einhverja ísbjörgun ( Icesave)  og mér var kalt .

Rauða Ljónið, 17.10.2009 kl. 23:54

10 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Sigurbjörg!

    Með kórréttu , þá er hann Sjálftökuflokkur , eða m.ö.o. Sjálfgræðgis FL okkur (Fl Group) og þetta hlýtur þú að vita kona góð .

    Og ég tek undir undir með Ómari Má um vanhæfið.

Hörður B Hjartarson, 17.10.2009 kl. 23:59

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Konan góð veit ýmislegt en ekki nóg. Mér finnst þú blanda svolítið skringilegan kokteil..FLGroup er það eitthvað skylt sjálfstæðisflokki? Nú er best að vitja koddans svona fráfróð sem ég er. Veit ei hvort alvara ræður hér ríkjum eða? Eigið góðar stundir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 18.10.2009 kl. 00:25

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nú er Höddi kominn í glas og farinn að skrattast upp um alla veggi.

Baldur Hermannsson, 18.10.2009 kl. 00:28

13 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Innherjaviðskipti hafa aldrei verið ólögleg á Íslandi Baldur, kannski í orði en aldrei á borði. Það hefur enginn verið dæmdur fyrir þetta þrátt fyrir 2-3000 brot á síðari árum.  Við verðum bara að sætta okkur við það að við erum gjaldþrota bananalýðveldi.  Annars þarft þú að fara að tefla meira Baldur, ekkert annað betra að gera í þessari kreppu og volæði.

Guðmundur Pétursson, 18.10.2009 kl. 03:32

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég sé að sitt sýnist hverjum, en ég er að fara að sofa og legg ekki frekari orð í belg.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.10.2009 kl. 06:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband