Grundargrein hin síðari.

Ég beið eftir seinni Grundargreininni með ugg í brjósti.
Myndi Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir gera aðra aðför að mannorði og virðingu heimilisfólks og starfsfólks á umönnunarheimilinu?
Nei, síður en svo. Nú fer hún gætnum orðum að fólkinu og eitthvað hefur gerst í hennar lífi sem kennir henni að bera virðingu fyrir öðrum. Batnandi manni er best að lifa.
Fór að velta fyrir mér hvað sagt hefði verið (og gert) ef Ingibjörg Dögg hefði ráðið sig á fölskum forsendum sem baðvörð, bankagjaldkera, læknaritara, einkaritara eða eitthvað allt annað en á elli- og umönnunarheimili og skrifað af sömu rætni og hún gerði í Grundargrein hinni fyrri.
Hún hefði örugglega verið látin svara til saka fyrir dómstólum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ingibjörg er ung og þetta hefur eftil vill orðið henni erfitt og hún lært. Við gerum öll mistök.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.1.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mikið rétt Jórunn.

Sárin í sálum margra á Grund sitja eftir.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.1.2007 kl. 13:35

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er líka rétt Heimir og þykir mér það leitt. Því við eigum að fara varlega í návist sálar. Það er að minnsta kosti mitt motto.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.1.2007 kl. 20:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband