Sakamenn sitji inni

Vonandi tekst okkur að koma lögum yfir þá menn sem til saka hafa unnið gagnvart þjóðfélagi okkar sauðsvartra. Bjartsýni mín er að vísu ekki mikil því sporin hræða. Jón Ásgeir Jóhannesson og faðir hans í kjötfarsinu hafa t.d. hingað til sloppið og reka ennþá fréttastofur sem matreiða ágæti þeirra ofaní okkur.

Þorvaldur Gylfason  er í sveitinni sem leikur undir og heldur taktinum fyrir þá feðga.


mbl.is Stórlaxarnir munu ekki allir sleppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Réttarkerfið á ekki séns í þessa gaura. Þeir eru með alla bestu lögfræðingana á sínum snærum, alla nema einn reyndar, því Jón Steinar Gunnlaugsson er frábær lögfræðingur. Ákæruvaldið hefur yfirleitt verið með lögfræðinga upp á 2. einkunn á háskólaprófi og þeir hafa ekki roð við stjörnulögfræðingunum. Eina vonin er sú að hægt verði að bösta þessa gaura fyrir einhver minni háttar mál, svo sem skattsvik eða þess háttar. Það er gamla trixið sem kanar tóku á Al Capone og héldu honum bak við rimlana þangað til hann lést úr siffa. En okkar gaurar munu sitja nokkra mánuði á Kvíabryggju, spilandi bridge og svolgrandi kampavín á síðkvöldum. Svo er það spurning hvort hæstiréttur sé keyptur - frammistaða hans í máli Bónusfeðga er ekki traustvekjandi.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já vonandi að allt komi upp á yfirborðið..Ekki skrýtið að maður taki stóran sveig til hægri um þessar mundir!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 17:35

3 Smámynd: Baldur Hermannsson

My kind of woman!

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ja, svona er það þegar maður velur sér svona hægrisinnaða vini.. Spurningin er, hvort kom á undan eggið eða hænan. Snéruð þið mér eða.....???? Er ég umskiptingur!!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 19:45

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Í hjarta þínu ertu hjá okkur!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.10.2009 kl. 20:22

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hvorugt Silla mín, þú ert það náttúrugreind kona að þú lætur ekki blekkjast til langframa. Öll látum við hins vegar blekkjast af og til um ævina, hjá því verður ekki komist, og svona eftir á að hyggja væri lífið ekki skemmtilegt án þess - því hver vill vera gallalaus og fullkomlega skynsamur?

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 21:53

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ekki er ég skynsöm..Þeir sem telja sjálfa sig skynsama eru það oftast EKKI. Betra að láta aðra um þá skilgreiningu!

En þið bloggvinir mínir Heimir og Baldur, þið hafið margt fram að færa sem ég les og hlusta á!

Knús á ykkur báða tvo.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 5.10.2009 kl. 22:44

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Já knús á þig kæra bloggvinkona.

Baldur Hermannsson, 5.10.2009 kl. 22:49

9 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Tek undir knúsið.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.10.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband