Lítil saga af samskiptum við tryggingafélag

Talandi um tryggingafélög.

S.l. fimmtudag var ég stundarkorn á Kaupmannahafnar flugvelli og þurfti svefnlaus eftir ellefu tíma næturflug að hraða mér í vélina heim og hafði ég 50 mínútur frá því að vélin lenti þar til hin vélin hóf sig til flugs kl. 07:50.Í hamaganginum varð fartölvan viðskila við mig en hún var á farangursvagni ásamt öðrum handfarangri.Sem sagt á rúmlega miðri leið á milli flugvéla uppgötvaði ég tjónið.Þegar í lenti hér á landi fór ég samstundis til löggæslumanna og fékk ég upplýsingar um netfang lögreglunnar í Kaupmannahöfn og gerði þeim viðvart ásamt tryggingafélagi mínu.

 Síðdegis í dag fékk ég eftir ítrekaðar tilraunir loksins svar frá tryggingafélaginu sem er svohljóðandi:

"Sæll aftur Heimir Ég veit ekki hvort ég skil þig rétt, en var það þannig að þú týndir tölvunni? Ég skil það sem svo að henni hafi ekki verið stolið úr farangri á meðan flugfélagið sá um vörslu á henni og að henni hafi ekki verið stolið af þér beinlínis. Þetta þarf að koma skýrt fram því bætur eru ekki greiddar úr tryggingum vegna hluta sem maður týnir eða misleggur sjálfur."

Hvað það að þýðir að tölvunni hafi: "ekki verið stolið beinlínis" veit ég ekki, en mér sýnist að það stefni í innheimtu með lögfræðiaðstoð með tilheyrandi kostnaði fyrir tryggingafélagið. Beinlínis stolið eða ekki. Tölvunni var stolið. Önnur skýring er ekki. Ég var tryggður, bæði hjá VISA og með sérstakri tryggingu sem ég keypti mér fyrir ferðina hjá umræddu tryggingafélagi.

Ég hyggst leyfa  fjölmörgum lesendum pistla minna að fylgjast með.

Nafn tryggingafélagsins birti ég ekki að svo stöddu. 

(Þjónustan var mun betri í maí þegar ég keypti trygginguna.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Heimir, tryggingarfélögin viðhafa undarlega tilburði við að skjóta sér hjá gerðum samning. Kunningi minn einn varð fyrir því að "brotist" var inn í bílinn hans og allt verðmætt hreinsað úr honum.

Þar sem þjófarnir höfðu opnað bílinn án þess að valda sýnilegum skemmdum þá neitaði tryggingarfélagið að greiða. Þó það væri ekki sagt berum orðum var í það látið skína að brögð væru í tafli.

Rúmu ári varð kunninginn aftur fyrir því sama og aftur voru litlar eða engar skemmdir á bílnum. Minnugur fyrri viðskipta við tryggingarfélagið greip hann til þess ráðs að brjóta aðra hliðarrúðuna. Nú voru sannfærandi ummerki um innbrot, tryggingarfélagið var því ánægt og borgaði, rúðuna líka.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 20:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Rúmu ári síðar varð... átti þetta að vera.

"Ekki verið stolið beinlínis" þýðir auðvitað að þú hafir ekki verið tryggður beinlínis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2009 kl. 21:03

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hef hingað til haft góð samskipti við tryggingafélög í þau fáu skipti sem á hefur reynt..

Eftir að ég birti pistilinn og benti viðkomandi starfsmanni á

hefur það gerst að hann hringdi til mín á níunda tímandum í

kvöld og sinnti skyldum sínum.

Mér finnst helv.... hart að fá ekki betri þjónustu en raun ber

vitni.

En vonandi verður endirinn góður.

Þakka tilskrifið Axel.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.7.2009 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband