Fögnum málsókn

Það er mikið gleðiefni fyrir okkur ef hollenskir áhættufjáreigendur fara í mál við íslenska þjóð.

Þá fáum við úr því skorið hvort við þurfum að greiða skuldir óreiðumannanna í forystusveit Landsbanka Íslands. 


mbl.is Undirbúa lögsókn gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Ásbjörnsson

Sammála. Þá ættu við að sjá hver hefur rétt fyrir sér og hver ekki...  Þetta "Icesave" mál er alveg ótrúlegt klúður.

Pétur Ásbjörnsson, 5.7.2009 kl. 17:40

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er þetta svona einfalt?

Góður lögfræðingur fer aldrei í mál nema eiga góðan möguleika að ná árangri.

Því miður er málstaður okkar ekki góður og ætli það sé ekki vegna léttúðugar þeirrar ríkisstjórnar sem svaf gjörsamlega á verðinum og lét allt frjálst og eftirlitslaust.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 5.7.2009 kl. 20:01

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Pólitíkin og blint hatur á DO villir mörgum góðum drengnum sín þessa dagana.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.7.2009 kl. 22:08

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Það er af hinu góða. B sökudólgar Fjámáleftirlit

Þeir geta þá sannað.

 a) þeir voru blekktir af stjórnendum > þá er stjórnendur glæpamenn og ábyrgir

b) þeir voru í vitorði.

Hlutir gerast ekki af sjálfum sér í eðlilegri Bankstarfsemi.

Áfram Holland!

Júlíus Björnsson, 5.7.2009 kl. 23:53

5 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta aumingja fólk í Niðurlöndum telur sér fært að lögsækja íslenska ríkið vegna skýrslu, sem íslenskum stjórnvöldum þótti ekki ástæða til að setja í skjalasafnið varðandi Icesave sem sett var út á http://www.island.is/. Í síðustu viku. Skýrsla þessi er ekki til á hollensku, en nú er verið að þýða hana yfir á ensku tjá menn mér í hollenska fjármálaráðuneytinu. Ég skrifaði samningamanni Hollendinga, Johan Barnard, til að fá þessa skýrslu og hef greint frá því á bloggi mínu hér, hér og hér.

Skýrsla þessi hafði verið sett út á net fjármálaráðuneytis Hollands, en íslensk yfirvöld gerðu ekkert þótt þau hefðu fengið hana í hendur í Kaupmannahöfn þann 15. júní sl., þegar Svavar Gestsson hélt fund og mikla veislu fyrir yfirmenn samninganefnda Breta og Hollendinga. Skýrslan var svo aðeins lítillega kynnt í Morgunblaðinu og kom stutt klausa um hana þann 17. júní, sem fáir tóku eftir.

Hollenski samningamaðurinn Johan Barnard vill annars ekkert upplýsa mig hvað var annars rætt á fundi þessum hjá DDR-styrkþeganum með framlenginguna í Kaupmannahöfn.

Eigum við ekki að spyrja Svavar Gestsson og Indriða Þorláksson: Af hverju var verið að pukrast með skýrslu Hollendinganna, sem nú á að nota til að lögsækja Íslenska ríkið með? Ætla þeir að afhenda hana í dag? Var það vegna þess að þeir gátu ekki lesið hana sjálfir? Segið mér ekki að íslenska samninganefndin hafi ekki haft hollenskan túlk????

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2009 kl. 06:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1031614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband