Vitnað í Bónus í ræðu Skálholtsdómkirkjuprests.

Ég er nýominn heim eftir kyrrðardaga í Skálholti sem ég fór sem lið í endurhæfingu í erfiðum veikindum. Þetta var í fyrsta sinn (og örugglega ekki það síðasta) sem ég hef verið á kyrrðardögum undir stjórn þeirra hjóna Kristins Ólasonar og Hörpu Hallgrímsdóttur. Þarf ekki að orðlengja það að þar fer fólk sem kann til verka og er enginn svikinn af leiðsögn þeirra. Bernharður Guðmundsson og Rannveig Sigurbjörnsdóttir höfðu reyndar sagt okkur gömlum kyrrðardagajálkum að við þyrftum engu að kvíða því þau hjón Harpa og Kristinn myndu í engu verða eftirbátar þeirra. Þau reyndust sannspá sem svo oft áður.
Klukkan ellefu í morgun var svo messa að venju á sunnudegi. Hilmars Arnar Agnarssonar organista var saknað, en í hans stað lék Glúmur Gylfason á orgelið og fórst vel úr hendi og huga svo sem vænta mátti. Glúmur er fyrrverandi organisti á Selfossi og reyndar líka í Skálholtkirkju hvar hann lék um ellefu ára skeið.
Skálholtsdómkirkjupresturinn hugljúfi Egill Hallgrímssom predikaði á sinn skemmtilega og persónulega hátt. Hann fjallaði í upphafi um hugleiðingar sínar varðandi Skálholt sem kirkjustað í þúsund ár.
Er leið á ræðuna og hann ræddi um daglegt líf fólks, innkaup og önnur nauðsynjaverk fór hann orðum um fólkið þegar það raðar í innkaupakörfurnar í Bónus.
Við þessi orð sr. Egils vakna ýmsar spurninar: Hvað um okkur sem verslum í Kjörborg, Krónunni eða Nettó?
Er Skálholtdómkirkja illa stödd fjárhagslega? Eru þá fleiri vandamál sem herja á kirkjuna en tónlistarlegs eðlis?
Var það tilviljun að Hreinn Loftsson var staddur í kirkjunni?
Gleymdist að láta vita af því eftir predikun að messan hafi verið í boði Baugs?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég óska þér góðs bata Heimir um leið og ég kvitta fyrir lesturinn. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.12.2006 kl. 20:02

2 Smámynd: Óttarr Makuch

Eigðu góðan bata og vonandi líður þér sem best.  Eru menn ekki farnir að kaupa auglýsingar á ótrúlegustu stöðum   Það er kannski búið að sauma bónus lógó-ið aftan á hempuna hjá prestinum

Óttarr Makuch, 11.12.2006 kl. 21:24

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hvern heldur þú að ég hafi séð í Bónus í Ögurhvarfi áðan Jóhannes sjálfan. Ætlaði bara að segja gleðileg jól afþví ég sé þú ert inni.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.12.2006 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband