Það er bót í máli að Gylfi Magnússon verður ekki lengi

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra lýsti því yfir í Kastljósi að hann væri í pólitík. Undarleg yfirlýsing manns sem var ráðinn sem embættismaður í skamman tíma. Eins eru aðgerðir hans sem embættismanns undarlegar og eiga eftir að reynast þjóðinni dýrkeyptar ef rétt reynist sem  á fjórða tug kröfuhafa frá fjórtán þjóðlöndum segja:

Kröfuhafarnir telja að stjórnvöld hafi bakað sér ábyrgð, bæði lagalega og fjárhagslega, á því að taka sparisjóðinn yfir og Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn og fjármálaráðuneytið hugsanlega ekki gert sér fyllilega grein fyrir því hverjar gætu orðið afleiðingar aðgerðanna, sem urðu til þess að svo fór sem fór fyrir einum besta banka landsins.“ 


mbl.is Undrast aðgerðir yfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Á morgun kemur síðan skýring ráðherrans (anna) .  Og kannski Nojarans í Seðlabankanum, hvernig væri það. 

Og eftir þær skýringar verðum við engu nær. Svona gengur þetta áfram og áfram, dag eftir dag eftir dag.   

Síðan kemur eitthvað nýtt upp.  Og við erum engu nær.  Svona gengur þetta áfram...............

sssssssssssssssss.

En í alvöru talað þetta er nýtt.  Ég man ekki eftir neinum í svipinn erlendis sem hafði hátt , harmaði örlög gömlu bankanna og inngrip stjórvalda í október sl. 

P.Valdimar Guðjónsson, 25.3.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Við erum með reynslulausan viðskiptamálaráðherra og Seðlabankastjóra á sama tíma.  Þessir menn eru topp menn tæknilega en hafa litla reynslu í að útfæra praktískar lausnir.  Norski seðlabankastjórinn er hér í starfsþjálfun svo hann geti tekið við stöður Seðlabankastjóra í Noregi, þ.e.a.s. ef hann plummar sig hér.  Við erum tilraunadýr fyrir okkar "indælu" norsku frændur. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.3.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Sigurbjörg,

Reynsla er ekki afstætt hugtak.  Pólitískt flokksskírteini eru ekki reynsla.  Gylfi hefur aldrei verið ráðherra og Svein Harald aldrei verið Seðlabankastjóri ekki frekar en Davíð.  Látum staðreyndirnar og verkin tala.  Auðvita vonum við að þetta reddist hjá þeim en við höfum því miður slæma reynslu af slíkum hugsunarhætti.  Engin er hafin yfir gangrýni sama hvað flokki hann er í.

Andri Geir Arinbjarnarson, 25.3.2009 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband