Samfylkingin að uppskera eins og til var sáð

Eftir að minnisblað úr Seðlabankanum hefur verið birt er hætt við að fari um marga. Sérstaklega held ég að þingmenn og aðrir frammámenn Samfylkingar séu hræddir við að fleira komi fram. Þeir vita sem er að aðförin að seðlabankastjórunum þremur var fyrst og fremst til að beina athygli almennings frá eigin ómöguleika.
mbl.is Stefndu fjármálalífinu í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þessu minnisblaði frá Seðlabankanum til ríkisstjórnarinnar var dreift sem trúnaðarmáli, svo það var á valdi ríkisstjórnarinnar að koma þessum upplýsingum áleiðis til almennings ef þeir hefðu viljað.

Hvar voru bankamálaráðherra?  Hvar var fjármálaráðherra?  Ég man ekki betur en að varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þáverandi menntamálaráðherra hafi á seinni stigum sagt eftir ríkisstjórnarfund þangað sem seðlabankastjóri Davíð Odsson hafði verið boðaður og stakk uppá þjóðstjórn: "Seðlabankastjóri er opinber starfsmaður og á að hfaf vit á að skipta sér ekki af því sem honum kemur ekki við" (Kannski ekki alveg orðrétt, en innihald nokkurnvegin það sama).

Nú er handþvottur Potíusar Pílatusar að komast í tísku.

Kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 23.3.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir-laug og Davíð hélt kjafti, en það er ekki eins og hann sé vanur að eiga auðvelt með það! Hvers vegna þurfti heilan hóp af erlendum sérfræðingum til að benda þeim á hver staðan væri í raun og veru? Þetta ber vott um að þeir hafi verið með hausinn svo kirfilega fastan upp í ra$$&#*inu á sjálfum sér að annaðhvort neituðu þeir að horfast í augu við eigin vanmátt eða að þeir hafi hreinlega ekki haft þann dug í sér að taka vandamálið föstum tökum. Nema það hafi verið eitthvað fleira í spilinu sem gæti útskýrt þetta vítaverða gáleysi og vanrækslu af þeirra hálfu. Ég er ekki að segja að þeir hefðu átt að "redda" bönkunum úr vonlausri stöðu með einhverjum göldrum, en hefðu þeir hinsvegar sagt þjóðinni sannleikann strax þá væri mögulega hægt að fyrirgefa þeim.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.3.2009 kl. 16:35

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigurbjörn, mér finnst að Þorgerður Katrín hafi gengið verulega á trúverðugleika sinn.

Guðmundur, auðvitað þurftu seðlabankastjórarnir að afla upplýsinga erlendis, því „okkar“ bankamenn voru ekki mjög sannleikselskandi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.3.2009 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband