Orðhengilsháttur bankamálaráðherra

Gylfi Magnússon bankamálaráðherra svarar tillögum Tryggva Þórs Herbertssonar hagfræðings um úrbætur til handa fjárvana fjölskyldumað hætti galgopa í Háskóla Íslands. Það sæmir ekki ráðherra.Almenningur bíður óþreyjufullt eftir tillögum og aðgerðum ríkisstjórnarinnar í málefnum almennings en ekkert gerist. Ríkisstjórnin lagði ofuráherslu á að reka stjórnendur Seðlabankans svo hægt væri að lækka stýrivexti m.a. Ekkert gerist.Þeir sem voga sér að viðra skoðanir til lausnar á vandanum eru hæddir og svarað með orðhengilshætti.
mbl.is Tryggvi Þór svarar grein Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þetta var ekki neitt galgopa svar. Þetta var einmitt góð lýsing á því hversu fáránleg tillaga Tryggva og Framsóknarflokksins er. Það er einfaldlega fjarstæða að það sé hægt að nýta afskfirtir ætlaðar að mæta útlánatapi vegna þeirra, sem ekki geta greitt sínars skuldir til að lækka kröfur á þá, sem geta greitt sínar skuldir. Kostnaðurinn vegna þeirra, sem geta ekki greitt sínar skuldir minnkar ekki við það. Þess vegna eru afskriftir lána þeirra, sem eru borgunarmenn fyrir sínum skuldum hrein viðbót við þær afskriftir. Þessi dæmisaga Gylfa sýnir það vel.

Það er með þessa fullyrðingu Tryggva og Framsóknarflokksins um að hægt sé að gera þetta án þess að það kosti neitt eins og svo margt annað. Ef það hljómar of ótrúlega til að geta verið satt þá er það líklega vegna þess að það er ekki satt.

Ríkisstjórnin hefur þegar framkvæmt fullt af aðgerðum og er með aðrar aðgerðir í farvatninu. Þar má nefna:

Greiðslujöfnunarvísitölu, sem minnkar greiðslubyrði í mars um 14% fyrir þá, sem nýta sér hana.

Lengingar lána, sem minnka líka greiðslubyrði.

Frystingar greiðslna, sem taka á tímabundnum vandamálum þeirra, sem missa vinnuna,

Úttekt séreignasparnaðar, sem kemur sér vel fyrir fólk í greiðsluvandræðum með inneignir í séreignasparnaði.

Hækkun vaxtabóta.

Lög um greiðsluaðlögun.

Allt eru þetta aðgerðir, sem hjálpa fólki við að aðlaga greiðslubyrði að greiðslugetu. Krafa um almenna niðurfellingu skulda er krafa um að aðrir taki að sér greiðslu hluta skulda lántaka. Það er ekki lausn á neinu vandamáli heldur aðeins tilflutningur á því. Það er út í hött að fara út í skuldarniðurfellingu á 40 ára lánum vegna tímabuninna greiðsluerfiðleika skuldara. Það eru eðlileg viðbrögð að hjálpa fólki að aðlaga greiðslubyrði og greiðslugeti í gegnum kreppuna og skoða síðan hverjir ráða við sín lán og hverjir ekki þegar henni er lokið. Þá taka við lög um greiðsluaðlögun gagnvart þeim, sem ekki ráða við sínar skuldir.

Þessi tillaga Tryggva og Framsóknarflokksins er sambærileg við það að bregðast við því 10% atvinnuleysi, sem hér er með því að greiða öllum verkfærum mönnum atvinnuleysisbætur óháð því hvort þeir eru atvinnulausir eða ekki. Sannarlega einföld aðgerð og lítur vel út en gallin er sá að hún kostar óhemjufé og 90% af þeim útgjöldum hjálpa atvinnulausu fólki ekki neitt.

Sigurður M Grétarsson, 20.3.2009 kl. 12:45

2 Smámynd: Björn Birgisson

Gylfi Magnússon er fínn ráðherra og greinilega með ágætan húmor! Þessi galgopa tilvísun þín: Áttu þá við að Gylfi sé eitthvað í líkingu við t.d. Sigurð Kára Kristjánsson?

Björn Birgisson, 20.3.2009 kl. 14:26

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Gylfi Magnússon er embættismaður og á að haga sér sem slíkur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2009 kl. 14:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Framkoma Gylfa er til fyrirmyndar og eftirbreytni. Skemmtilega fram sett greinin í Mogganum hefur opnað augu margra.

Björn Birgisson, 20.3.2009 kl. 14:55

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fimnnst þér það Björn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2009 kl. 15:06

6 Smámynd: Þórkatla Snæbjörnsdóttir

Þannig að nú þurfa hinir ráðherrarnir að fara að æfa sig í "dæmisagnafrásagnaraðferð" og fara í læri hjá Katrínu Jakobsd. menntamálaráðherra og íslenskufræðingi? Hefur ríkisstjórnin ekkert þarfara að gera t.d. bjarga gjaldþrota þjóð sem að enginn forseti í heiminum vill kannast lengur við að þekkja? Sjá allar fréttirnar á netinu í dag.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir, 20.3.2009 kl. 18:21

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þau hafa gleymt tilganginum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.3.2009 kl. 19:04

8 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég held að það hljóti að vera hluti af störfum ráðherra að útskýra af hverju þær leiðir, sem þeir hafna ganga ekki upp. Í lýðræðisþjóðfélagi segja menn ekki bara "af því bara". Það virðist vera full þörf á að útskýra fyrir fólki af hverju leið Framsóknarflokksins og Tryggva ganga ekki upp ef marka má skrif margra á bloginu. Þessi orð Gylfa sýna það á nokkuð einfaldan hátt. Kostnaðurinn við að veita Tryggva í dæmisögunni aflátt af sínu láni er hrein viðbót við kostnaðinn vegna útlánataps af skuld Þórs. Það er nákvæmlega það, sem allir afláttir til fólks, sem er borgunarmenn fyrir sínum skuldum er hvernir, sem Framsóknarmenn og Tryggvi reyna að skauta framhjá því.

Sigurður M Grétarsson, 21.3.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband