Og alþingi talar um fuglaskoðun á Melrakkasléttu

Veiðar á þeim sem bera ábyrgð á efnahagshruni Íslands eru hafnar fyrir alvöru. “ Svo sannarlega er ástæða til að fagna. Skólinn sem þjóðin gengur í gegnum þessi misserin er ómetanlegur. Skólagjöldin eru há, en allir góðir skólar eru dýrir. Við þurfum að koma lögum yfir sökudólgana, ekki endilega til að hefna okkar öllu heldur til að stöðva ósómann og hafa refsingar svo þungbærar að verði öðrum til viðvörunar.

Á meðan ég er að færa þessu orð í letur á netinu, eru margir alþingismenn og einn ráðherra, Össur Skarphéðinsson að tala um fuglaskoðun á Melrakkasléttu á Alþingi Íslendinga. Orð í tíma töluð.


mbl.is Eva Joly hreinsar út á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Dona nú - á nú að skjóta á þá sem eru búnir að koma hljólunum í gang með þessum hætti. Minnumst nefndarinnar hans Geirs sem átti að vinna í kyrrþey fram á næsta haust og skila áliti um hrunið. Berum það svo saman við aðgerðir minnihlutaríkisstjórnarinnar sem hlustar á fólkið í landinu.

Þessi minnihlutastjórn vanmat stöðuna og skipaði sérstakan saksóknara og fjóra gaura með honum. Þótt þeir væru ofurmenni kæmust þeir ekki yfir spillinguna á þrem mannsöldrum. Það var hlægilegt, fólk kallaði eftir meiru þegar Eva kom í þætti Egils, og viti menn - Minnihlutastjórnin sem þú kappkostar að gera lítið úr brást við samdægurs - Fundur, viðræður, rannsóknarlið til landsins, sporhundunum sleppt lausum og fleiri í farvatninu.

Þú ert ánægður yfir þessu heyrist mér, óþarfi að rakka Össur niður sérstaklega fyrir að nefna fugla á melrakkasléttu. Það er svosem af nógu öðru að taka, eins og t.d. samstarfinu við sjálfslæðisflokkinn Hvernig þau gátu verið svo valdagráðug og vitlaus mun ég seint skilja. En það varð til góðs að lokum býst ég við, ekki hefði verið réttlátt að láta sjallann missa af því að fá ruglið sem þeir stóðu fyrir undanfarinn áratug í fangið. Ekkert "deniability"mögulegt núna. Fólk sem styður þá þarf að svelgja ruglpakkanum öllum í heild.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrverandi stjórn skipaði sérstakan saksóknara og fjóra menn með honum. Honum var svo ætlað að meta frekari mannaflaþörf. Ekki minnihlutastjórnin.

Ég fagna af heilum hug komu Evu hinnar norsk/frönsku og vænti mikil af störfum hennar við að koma böndum á ræningjana.

Össur er meiri í orði en á borði. Hann var einn af aðalstuðningsmönnum REI- FL-Group-þotuliðsins eins og þú mannst, sem Geir H. Haarde stöðvaði með eftirminnilegum hætti.

Við erum sammála Rúnar Þór um að uppræta beri spillinguna, en mér finnst of seint ganga og of mikill tími fara í að reka mann og annan og tala svo um fuglaskoðun á Melrakkasléttu.

Það sagði mér kona á Kópaskeri að ekki þyrfti áhyggjur alþingismanna, hvað þá ráðherra, af fuglunum á Melrakkasléttu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.3.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Þór Jóhannesson

Þetta mál var á dagskrá að ósk Sjálfstæðisflokksins.

Þór Jóhannesson, 18.3.2009 kl. 19:16

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

....og allir sammála um kræklingavinnslu. Mér létti við þær fréttir og Birgir andmælti ekki.

Finnur Bárðarson, 18.3.2009 kl. 20:32

5 Smámynd: Guðmundur Björn

Hér hefur mannvitsbrekkan Þór Jóhannesson tekið til máls.  Því ber að fagna.

Guðmundur Björn, 18.3.2009 kl. 20:36

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Áfram Ísland aldrei að gefast upp við verðum að ná peningunum aftur

Sigurður Haraldsson, 18.3.2009 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1031614

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband