5.3.2009 | 17:48
Alþjóð veit en Steingrímur ekki
Það vekur furðu að Steingrímur J. Sigfússon fjölráðherra, skuli mótmæla því að minnihlutastjórnin hafi komist til valda í skjóli ofbeldisfullra aðgerða gegn Alþingi.
Hann skammast sín greinilega fyrir aðkomu síns flokks að þeim ósóma.
Deildu hart í þingsal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Láttu nú Sturlu einum eftir að gera sig að fífli Heimir.
hilmar jónsson, 5.3.2009 kl. 17:53
Mikið er ég sammála Steingrími núna. Hef þó ekki verið það um dagana. Ofbeldið, fólst það í því að Samfylkingin sleit stjórnarsamstarfinu eftir að hafa verið dregin á "asnaeyrunum" allt of lengi. Ingibjörg Sólrún vildi láta reyna til fulls á hvort Íhaldið tæki á málum. Hún hefur fengið bágt fyrir þolinmæði sína sem ekki er undarlegt. Um annað ofbeldi veit ég ekki.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.3.2009 kl. 17:57
Þð ætlar að sannast á ykkur Steingrími Hilmar að, sannleikanum verður hver sárreiðastur
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 17:59
Líka þú Fríða Bjarna?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 18:00
Hann hefur stóra ástæðu til að skammast sín.... alveg sammála þér
Inga Lára Helgadóttir, 5.3.2009 kl. 18:10
Já hann fékk völdinn gegnum potta og pönur.
Rauða Ljónið, 5.3.2009 kl. 18:15
Hr. mjólkurfræðingur, hvaðan kemur þú eiginlega. Fór það virkilega fram hjá þér að almenningur þessa lands var búinn að fá nóg af óstjórn eða stjórnleysi Bláu handarinnar? Ég er ekki vinstri grænn, en hafi þeir einir borið ábyrgð á, að getulaust ráðuneyti Geirs Hilmars Haarde gafst upp og hrökklaðist frá hrundu þjóðfélagi, þá er heiðurinn alfarið hjá VG. Nei hr. mjólkurfræðingur, búsáhaldabyltingin átti sterkan hljómgrunn hjá fólki í öllum flokkum, hún var enginn ósómi, heldur knúðu ósæmilegir stjórnarhættir og sofandaháttur stjórnvalda almenning til varnar lífshagsmunum sínum. Þau bláu höfðu deilt og drottnað í 18 ár, og við vorum einfaldlega búin að fá meira en nóg, það var ekki hlustað á okkur, fyrr en pottar og sleifar flæmdu Íhaldið úr Stjórnarráði og Seðlabanka. Sturla hefur gott af því að stíga til hliðar, hans tími var löngu liðinn. Þetta nöldur í dag var bara upphlaup útbrunnins pólitíkusar sem er fúll yfir því að vera ýtt burt frá kjötkötlunum fyrr en hann vildi. Við þurfum ekki að skammast okkar fyrir að setja ráðuneyti Geirs H.H. af. En vel á minnst, Var það ekki Ingibjörg Sólrún sem stútaði blá/rauða genginu, hr. mjólkurfræðingur?
Stefán Lárus Pálsson, 5.3.2009 kl. 18:19
Steikja þetta lið allt saman, engin önnur not af þeim. Verst hvað þau verða seig undir tönn sum hver;-D Getur annars einhver frætt mig á því hvað ríkisstjórnin hefur gert til að hjálpa þjóðinni?
Björn Finnbogason, 5.3.2009 kl. 18:23
Stefán Lárus, það sem við tók var fjögurra vikna starf alþingis og ríkisstjórnar við að leggja einn mann í einelti og flæma hann úr starfi.
Ekkert - alls ekkert var gert á meðan sú orrahríð stóð yfir.
Á sama tíma brunni heimilin upp með ómældri vanlíðan þúsunda fjölskyldna.
Inga Lára, þú ert manneskja fyrir þinn hatt, réttsýn og yfirveguð
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 18:25
Björn F, þú spyrð hvað ríkistjórninn hafi gert til að hjálpa þjóðinni, ef við tökum fyrir fyrrverandi ríkistjórn þá er svarið, hún gerði EKKI neitt og ef við tökum núverandi ríkistjórn, þá er hún allavega að reyna að hjálpa þjóðinni þrátt fyrir gífurlegan mótbyr íhaldsins sem reynir að eiðileggja fyrir þeim.
Vilhjálmur C Bjarnason, 5.3.2009 kl. 18:40
Hmm, Viljhálmur C, værir þú til í að útskýra aðeins nánar fyrir mér ?
Birgir Hrafn Sigurðsson, 5.3.2009 kl. 18:54
Tek undir með Birgi Hrafni, skýrðu þetta nánar Vilhjálmur ef þú vilt gera svo vel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 19:08
Það verður fátt um svör Björn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 5.3.2009 kl. 19:09
Greinilegt að Heimir er ánægður með sjálfstæðisflokkinn og hans störf
Cartman, 5.3.2009 kl. 19:29
Geir & co. létu sér ekki segjast, kunnu ekki að skammast sín og þverneituðu að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Það sem fólk gerir þá er að gera þeim ókleift að sitja, ekki með grófu ofbeldi heldur með margra daga hávaða og þrautsegju. Reyndar þurfti lítillegt ofbeldi til að skerpa á kröfum fjöldans vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin voru svoddans aumingjar að viðurkenna ekki mistök sín og víkja miklu fyrr. Þú getur logið hverju sem er að speglinum enda engin furða þ.s. þinn sýnir Sturlu Böðvarsson með hausinn á kafi í rassgatinu á Geir sem er með hausinn á kafi í rassgatinu á Davíð Oddssyni. Blessaður gefðu þeim frí.
Heimir, það er erfitt að sætta sig við það þegar allt sem þú hefur trúað á og stutt áratugum saman reynist hjóm eitt og þinn stuðningur við hugsjónir voru í raun svik við land og þjóð, að þínir leiðtogar kunnu ekki að fara með völd, sölsuðu undir sig og sína eignir þjóðarinnar og urðu henni til skammar á alþjóðavettvangi. Þótt það sé óskaplega erfitt, er ekkert annað að gera en að sætta sig við það gamli minn og ganga í lið með þeim sem vissu sínu viti og ástunda uppbyggilega gagnrýni.
Það er sorglegt að sjá menn væla svona mánuðum saman yfir flengingunni. Sturla og co. ættu að vera fegnir að ganga lausir og geta tekið þátt í uppbyggingunni. Þjóðin er ekki ofbeldisfyllri en svo að leyfa þessum mönnum að skammast sín fyrir framan alþjóð en ekki að læsa þá inni.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.3.2009 kl. 19:39
Það er rétt Heimir Steingrímur og flokkur hans stóð líka að baki pottabyltingunni en vegna þess hvað íslenskir fréttamenn eru lélegir í starfi sínu þorði enginn að fylgja því eftir.
Var að velta því fyrir mér hvort frú Hólmfríður Bjarna hafi ekki áður notað þennan frasa " Hef þó ekki verið það um dagana" ætli hún sé ekki flokksbundin græningi
Ragnar Borgþórs, 5.3.2009 kl. 19:41
Hvaða endemis rugl er þetta í þér Ragnar: Steingrímur og flokkur hans stóð að pottabyltingunni. Þeir sem mættu til að mótmæla sofandi ríkisstjórn var fólk úr öllum flokkum. Þetta veist þú væntanlega.
hilmar jónsson, 5.3.2009 kl. 19:54
Heimir ! Hafi mótmælin verið ofbeldisfull , og hafi Vinstri-Grænir staðið fyrir þeim , þá er það sannleikur að þessi skrif þín eru ofbeldisfull .
Hörður B Hjartarson, 7.3.2009 kl. 17:23
Góður Hörður
Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.3.2009 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.