26.2.2009 | 13:26
Jóhanna og Steingrímur fremja níðingsverk með stuðningi Framsóknar
Það er erfitt að horfa upp á svona níðingsverk. Ríkisstjórnin flæmir þrjá heiðarlega og grandvara menn úr starfi og hefur engar sakir á þá. Engar.
Á sama tíma ræður sama ríkisstjórn til æðstu metorða í Nýju Kaupþingi mann sem hefur verið valdur að eitt þúsund milljóna króna tapi sem lenti á öðrum banka.
Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og látinn fara strax. Klaufalegt en það viðurkennt í verki. Níðingsverk????? Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir svona siðblindu hjá þér.
Davíð Löve., 26.2.2009 kl. 13:32
Á ekki að láta óhæft og hættulegt fólk fara? Er ekki nóg að Davíð hafi sett þjóðina á hlið og reyni að koma henni á hvolf til að reka hann? Það þurfa að vera rúmlega normalgreindir menn og konur í svona stöðum, ekki trúðar einsog Davíð.
K Zeta, 26.2.2009 kl. 13:36
Strákar, dokið aðeins við og hugsið
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 13:38
Hmm, ég skil ekki.
Mér finnst það alveg magnað, allt þetta bull í kringum Davíð Oddsson í seðlabankanum.
Sko. Davíð Oddsson þurfti að fara, ekki vegna haturs á honum, ekki vegna þess að hann klúðraði einhverju og ekki vegna þess að hann bæri ábyrgð á kerfinu (sem hann þó gerði sem stjórnmálamðaur).
Hann þurfti að fara vegna þess að hann er umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu lýðveldisins. Það þykir almenn skynsemi alls staðar nema hér, og þetta sýnir svolítið fram á hvað við Íslendingar eru gjörsamlega vangefin þegar það kemur að peningastefnu, að sátt þarf að ríkja um seðlabankastjórann. Það skiptir engu máli hvers vegna hann sé umdeildur, sú staðreynd að hann sé umdeildur gerir hann sjálfkrafa óhæfan.
Þó það kæmi í ljós að Davíð Oddsson væri Jesús Kristur kominn til baka til þess að dreifa friði og ást í gegnum hagkerfið, væri hann samt vanhæfur sem seðlabankastjóri vegna þess að hann er of umdeildur! Þetta er svo einfalt! Það skiptir engu máli hverjum það sé að kenna. 90% af þjóðinni vill hann burt, ríkisstjórnin, hver einasti hagfræðingur með nokkurn skapaðan hlut milli eyrnanna, og allir sem vilja fá meira traust á seðlabankann. Jafnvel þó allir hafi rangt fyrir sér og að Davíð beri ábyrgð á því að ekki hafi farið enn verr, það skiptir bara ekki máli því seðlabankastjórinn verður að vera óumdeildur, og Davíð Oddsson er...
ÁHRIFAMESTI OG UMDEILDASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR Í SÖGU LÝÐVELDISINS!
ANDSKOTINN, hvað ég verð reiður við að pæla í hvað þetta ætti að vera augljóst!
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:00
Þú ert greinlega æstur útaf þessu máli Helgi, en þá langar mig að fá nokkrar útskýringar og upplýsingar hjá þér.
1: Staða innan íslenska kerfisins sem er ekki tengt stjórnmálum, hvaða máli kemur það við að hann sé umdeildur eður ei? Ég hélt að það skipti höfuðmáli að viðkomandi menn (allir 3 bankastjórarnir s.s.) væru hæfir í starfið og gengdu því samviskusamlega.
2: Sátt þarf að ríkja um seðlabankastjórann til að hlutir gangi upp í pengingastefnum sem hann tekur? Ef seðlabankastjóri Bandaríkjanna segist ætla að gera einhverjar breytingar á stýrivöxtum, og Forseti Bandaríkjanna biður hann um að gera það ekki, hver helduru að ákvörðunin sé? Seðlabankar eru með hagfræðinga sem eru að hugsa til lengri tíma litið, og það er rétt hjá þér að flest fólk hugsar um skammtímaáhrif og er þar af leiðandi vangefið þegar kemur að peningastefnum, bankinn tekur síðan ákvarðanir útfrá þessum langtímamarkmiðum, að sátt ríkji um störf seðlabankastjóranna þurfi að ríkja er bull og vitleysa og þú hlýtur að gera þér grein fyrir því.
3: 90 % af þjóðinni vill hann burt, hvaðan hefuru þessar tölur, og hver á þann fjölmiðil sem er duglegur að halda þessum tölum á lofti, og hver eru tengsl þessara eigenda við Davíð Oddson.
4: slappaðu svo af :D
Egill, 26.2.2009 kl. 14:21
Helgi...þetta er nú afskaplega ríkar kröfur sem þú gerir til seðlabankastjóra. Ég held, því miður, að þegar kemur einmitt að embættisstörfum eins og seðlabankastjórastöðu þá sé í raun ómögulegt að vera óumdeildur. Hagfræðin sem fag inniheldur það mikið af mismunandi kenningum um fjármálin að það er ómögulegt að algjör sátt náist um hvað skuli gert og hvað skuli ekki gert.
Þessar kröfur eru í raun algjörlega órökstuddar og alveg ótrúlegt hvað allir Íslendingar eru orðnir miklir sérfræðingar í hagfræði og málefnum seðlabankans og hlutverki seðlabankastjóra, sem venjulega enginn skiptir sér.
Síðan finnst mér alveg magnað hvað íslendingar virðast upp til hópa ómeðvitaðir um það að í raun er "heimskreppa" í gangi...þetta er ekkert bara einhverjum íslenskum einstaklingum að kenna hvor sem er bankastjórum, auðmönnum eða pólitíkusum, heldur er almennur skortur á fjármagni (auðvitað er ástandið hugsanlega eilítið verra vegna slæmra ákvarðanna hjá þessum einstaklingum en það er verulega hæpið að komist hefði verið hjá kreppu á Íslandi vegna þeirra aðstæðna sem ríkja á fjármálamörkuðum heimsins)
Davíð Örn Sveinbjörnsson, 26.2.2009 kl. 14:22
Egill:
1. Það er einfaldlega rangt. Það verður að ríkja sem mest sátt um seðlabankastjóra vegna þess að trúverðugleiki seðlabankans er meira eða minna allt sem hann hefur að spila úr. Þegar seðlabankastjórinn er umdeildur, þá er trúverðugleikinn sjálfkrafa lítill, jafnvel þó það væri ekki nema vegna þess að hann eigi erfiðara með að vinna með hinum eða þessum eftir því hvar þeir standi í pólitík. Aftur, þetta er almenn skynsemi alls staðar nema hér á Íslandi.
2. Ég geri mér ekki grein fyrir því að það sé óþarfi að sátt þurfi að ríkja um seðlabanka, vegna þess að það er deginum ljósara, aftur, alls staðar nema hér. Ennfremur er lítið vit í því að tala um að seðlabankinn eigi að vera sjálfstæður þegar umdeildasti og áhrifamesti stjórnmálamaður í sögu lýðveldisins er formaður bankans.
3. Ég hef þessar tölur úr Kastljósinu, honum sem tók viðtalið við Davíð Oddsson í fyrradag.
4. Nei.
Davíð Örn:
1. Nei, þetta eru ekki ríkar kröfur, þetta eru sjálfsagðar kröfur. Þó það sé ómögulegt að vera algerlega óumdeildur (sem má vel vera rétt), þá er skömminni skárra að hafa mann sem seðlabanka sem er ekki umdeildasti stjórnmálamaður í sögu lýðveldisins.
2. Ég er sammála þér að þetta er ekki bara einhverjum einstaklingum að kenna. Það að engum hafi dottið í hug að þetta gæti gerst er hinsvegar fjarstæða, enda þurfti ég ekki að gera mikið meira en að fylgjast pínulítið með til þess að safna á evrureikningi í marga mánuði fyrir fallið, vegna þess að ég heyrði betur en t.d. seðlabankastjóri hvað sérfræðingarnir voru að segja. Ég er enginn sérfræðingur, ég hlustaði bara á sérfræðingana, og græddi alveg nokkurtugþúsund kall fyrir vikið. Ég setti peninginn þar sem kjafturinn á mér var, og viti menn, told-you-so. Ég tel mig því hafa meira vit á fjármálum en til dæmis Geir H. Haarde, enda þarf ekki mikið til að sjá að kerfið var í grundvallaratriðum gallað og gæti ekki mögulega þolað nein áföll, hvað þá svona stór áföll.
Það þarf ekki að vera sérfræðingur í fjármálum til að sjá svona hluti fyrir. Það þarf bara að hafa oggopoggo, smá pínkupons vit á þeim.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.