Með lokuð skilningarvit í ríkisstjórn?

Það er auðvelt að trúa Ingibjörgu Sólrúnu þegar hún segist ekkert hafa heyrt, séð eða vitað um orð og athafnir seðlabankastjórans. Hún hefur margsinnis lýst því yfir að hún vilji ekkert með hann hafa, taki ekki mark á honum og þar fram eftir götunum. Að auki virðist upplýsingastreymið innan Samfylkingarinnar hafa verið á brauðfótum eins og svo margt í skipulagi þess flokks.

Að hún skuli svo lýsa þessu yfir opinberlega afhjúpar veikleika hennar og flokksins.

Á Facebook er kominn stuðningshópur við Davíð Oddsson og eru nú þegar komnir á sjötta hundrað karla og kvenna í þann hóp.


mbl.is Ingibjörg Sólrún fékk ekki upplýsingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðarson

Þetta er athyglisvert.  Það stendur orð gegn orði.  Einhverstaðar hljóta að vera til minnisblöð um þessa fundi þar sem sagt er að hitt og þetta hafi komið fram...eða hvað.  Er víst að allt sem Davíð heldur fram sé rétt?  Geir Haarde er ekki tilbúin að taka undir það, svo víst er möguleiki að honum Davíð misminni eitthvað, varla er maðurinn óskeikull?

Sigurður Sigurðarson, 26.2.2009 kl. 11:58

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst skopmyndateiknari Moggans ná þessu ansi vel í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 13:12

3 Smámynd: Guðrún Jónsdóttir

Ég held að Ingibjörg Sólrún hafi vitað þetta

Guðrún Jónsdóttir, 26.2.2009 kl. 13:57

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Einkennilegt hjá henni að grafa sér þá gröf að viðurkenna ekki að hún hafið vitað af hættunni. Sé hún að segja satt, er hún að lýsa yfir vanhæfi.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 13:59

5 identicon

Davíð er bara fífl sem segir brandara. Hann hækkaði laun seðlabankastjóra um 40% vegna þess að hann réð sjálfan sig í starfið. Hvað finnst ykkur um persónuleika sem hagar sér þannig? Það er fullt af fólki úti í bæ sem er að vara við heimsendi og alls konar vitleysu. Stjórnmálamenn hafa þarfari verkefnum að sinna en að hlusta á útúrsnúningameistara, brandarakarl og fífl.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 15:13

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú slærð aldeilis um þig Húnbogi:)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.2.2009 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband