Er erfitt að segja satt Össur?

Seðlabankinn undrast orð Össurar og segir hann tala af vanþekkingu. Á ruv.is er eftirfarandi að finna:
Segir Össur tala af vanþekkingu

Bankastjórn Seðlabanka Íslands gerir athugasemdir við ummæli Össurar Skarphéðinssonar í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Össur fullyrti í hádegisfréttum að hann hafi aldrei orðið var við að Davíð Oddsson seðlabankastjóri reyndi að hafa samband við hann eða aðra ráðherra til að vara við yfirvofandi hruni bankanna.

Í tilkynningu frá bankastjórn Seðlabankans kemur hinsvegar fram að bæði fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra hafi staðfest að 6 samráðsfundir hafi verið haldnir með þeim og bankastjórn Seðlabankans.

 

Össur Skarphéðinsson verði sjálfur að meta hvers vegna hann hafi ekki verið hafður með á slíkum fundum og hvers vegna forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherrar kynntu honum ekki þær upplýsingar sem þar komu fram.

Í hádegisfréttum benti Össur á ósamræmi milli meintra aðvarana seðlabankans og þess að bankinn hafi veitt stór lán til Kaupþings og Glitnis.

Bankastjórn seðlabankans segir óskiljanlegt að heyra þessi orð frá ráðherra. Seðlabankinn hafi ekki veitt Glitni 80 milljarða lán, þvert á móti hafi bankinn neitað því. Hinsvegar hafi ríkisstjórn Íslands með Össur Skarphéðinsson innanborðs ákveðið að leggja Glitni til 80 milljarða nýtt eigið fé gegn 75% eign ríkisins í bankanum. Kaupþingi hafi verið veitt lán í samráði við forsætisráðherra gegn tryggu veði í FIH bankanum. Sá banki hafi enn í dag hæsta lánshæfismat sem bankar geti fengið."
 
Hversvegna  í ósköpunum getur (eða vill)  Össur ekki sagt satt?

mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband