Svo sannarlega rétt hjá Jóni Baldvini

Ef einher á að taka við Samfylkingunni núna þá er það svo sannarlega Jón Baldvin Hannibalsson. Þá koma þeir aftur fram í dagsljósið Kiddi Rót og Ámundi og allir hinir. Gömlu dagarnir endurnýjaðir. Viðeyjarferðir í áætlun á ný.
mbl.is Jón vill að Ingibjörg víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES. Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar. Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:14

2 Smámynd: Hörður Einarsson

Hef fylgst með skrifum þínum Heimir, og fundist þau vera svona upp og ofan, en þetta fær mig til að dæma þig "ekki í lagi" snúðu við blaðinu og fáðu fólk til að taka mark á þér. Mér hefur sýnst þú vera nokkuð málefnalegur, en ekki núna.

Hörður Einarsson, 14.2.2009 kl. 19:15

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég hélt að fólk sæi í gegnum kaldhæðnina. Svo virðist komið að ef maður setur ekki glottandi broskarl, tekur enginn mark á kímninni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2009 kl. 19:26

4 Smámynd: Hörður Einarsson

Ég er kanski svona húmorslaus, en takk fyrir ábendinguna.

Hörður Einarsson, 14.2.2009 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband