Er allt í lagi

Það er auðvitað fáránlegt að halda því fram að ekki sé um hreinsanir að ræða. Ingibjörg Sólrún, fársjúk sagði það hvað eftir annað að Davíð yrði að víkja. Engin málefnaleg ástæða. Engin rök. 

Jóhanna fékk síðan þann kaleik með verkstjórastarfinu að reka vildarvin sinn úr starfi.  Án málefnalegrar ástæðu. Án raka. 


mbl.is Blæs á tal um pólitískar hreinsanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nei það er ekki allt í lagi. En það verður fljótlega í lagi. þegar Davíð ( með lítilli reisn og vitnisburði )

yfirgefur embætti sem honum var úthlutað sem pólitískum gæðingi.

Embætti sem hann aldrei réði við, Hafði heldur ekki forsemdur til þess

hilmar jónsson, 6.2.2009 kl. 19:26

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvar urðu honum á mistök?

Nefndu bara tvenn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.2.2009 kl. 19:32

3 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Af hverju í ósköpunum brást hann ekki við þegar hann vissi hvað var að gerast ,hann hafði völdinn til að gera það .

Davíð hefur sagt að hann hafi varað við af hverju brást þá hann ekki við ?

Það eru fyrstu mistökin.

Af hverju  var hann að blaðra í fjöðmiðla eins og einhver fjölmiðlafulltrúi um bankamál sl.okt .

Og setti allt á annan endann.

Hann á að vera maður til að standa upp og víkja .

Það verður enginn ró eða samstaða fyrr .Það þurfa einhverjir að bera ábyrgð .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 6.2.2009 kl. 19:52

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvað með bindiskyldu bankanna? Eða vaxtaákvarðanir? Yfirlýsingar um rússneskt lán? Yfirlýsingar um að Íslendingar gætu ábyrgst innistæður bankanna? Yfirlýsingar síðar um að við ætluðum ekki að borga?

Svona til dæmis.

Svala Jónsdóttir, 6.2.2009 kl. 19:57

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Davíð er tvöfaldur í roðinu, klappaði og hossaði útrásarsauðunum með annari hendi en þykist gagnrýna og vara við með hinni. Seðlabankinn á ekki og má ekki vera hæli fyrir afdankaða pólitíkusa.

Georg P Sveinbjörnsson, 6.2.2009 kl. 20:03

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Já Guðmundur Eyjólfur svarar purningu þinni ágætlega Heimir.

hilmar jónsson, 7.2.2009 kl. 13:14

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Guðmundur, Davíð brást við með því að skýra málið fyrir oddvitum stjórnarflokkanna. Hvað þau gerðu með upplýsingarnar er annað mál. Allavega kom viðskiptaráðherra fram eins og álfur út úr hól og þóttist ekkert vita. Jón Ásgeir var ekki að fela það þegar hann boðaðir Börgvin Guðna á sinn fund og las honum pistilinn. Jón Ásgeir boðaði líka nokkra valda þingmenn Samfylkingarinnar á sinn fund og gerði þeim grein fyrir til hvers væri ætlast af þeim. Eitt af því var að koma Davíð frá völdum hvað sem það kostaði. Styrkirnir til Smfylkingarinnar og einstakra ráðherra og þingmanna voru ekki veittir að ástæðulausu.Framhaldið getur þú og aðrir skoðað í ljósi þessara staðreynda.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband