Viðhorfbreytinga er þörf

Það mætti ætla að siðferði í viðskiptum hafi hrakað í réttu hlutfalli við auknar útskriftir viðskipta- og hagfræðinga frá háskólum landsins.
Hvort heldur eru bankastarfsmenn, starfmenn annarra fjármálastofnana eða annarra sem höndla með fjármuni almennings virðist samtrygging þeirra beinast fyrst og fremst að því að tryggja hag hvers annars á meðan hagsmunir viðskiptavinarins eru í þriðja eða fjórða sæti.
Til að mynda hafði maður einn samband við viðskiptabanka sinn nýlega til að falast eftir ráðleggingum varðandi fasteignakaup. Þóttu honum ráðin rýr og óskaði eftir því að fá ráð frá reyndari manni innan bankans. Ekki var orðið við þeirri ósk mannsins, heldur var haldið að honum upplýsingum um lánakjör bankans sem hann var ekki að leyta eftir. Ekki til að mæta hagsmunum og þörfum viðskiptavinarins, heldur bankans.
Fleiri dæmi um hliðstæður hefur maður þessi að greina frá og margt vekur undrun.
Þegar starfsmenn fjármálastofnana og skylds rekstrar horfa fyrst og fremst á viðskiptavininn sem tækifæri til að hagnast á er viðhorfsbreytingar þörf.
mbl.is Grunur um brot bankastarfsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband