3.2.2009 | 11:42
Villir hatrið sýn?
Ef lausn efnahagsvandans felst í því að reka þrjá menn úr Seðlabankanum, þá er vandi okkar Íslendinga lítill.
Ef brottrekstur þremenninganna er hatur fárra Samfylkingarfélaga, þá er vandi okkar Íslendinga stór.
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fjeldsted.. félagi vor í KR.. þú ert að skjóta langt yfir markið.. þetta er bara partur af því að endurreisa trúnað við þjóðina.. nokkuð sem sjálfstektin hefur algerlega glatað.
Óskar Þorkelsson, 3.2.2009 kl. 12:01
Hatrið nær þá jafnvel til þín Þorkelsson. Hver hefði trúað því að óreyndu?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 12:05
Skyldi Halldór hafa verið skipaður formaður bankaráðs vegna faglegrar þekkingar á viðskiptum og fjármálum eða var um pólitískan bitling að ræða.!! Ég er að vona að tími pólitískra bitlinga þar sem aflóga stjórnmálamenn (afsakið munnsöfnuðinn) eru settir í ábyrgðarmikil embætti sem fyrirfram er vitað að þeir ráða engan vegin við sé liðinn. Það er ekkert hatur í gangi, heldur heilbrigð skynsemi þar sem vonandi verður ráðinn/skipaður í stöðuna einstaklingur sem er til þess hæfur..
Sigurður Baldursson, 3.2.2009 kl. 12:45
Orð hlutlauss [ekki: pólitískur lagasmiður) ráðherra viðskiptavalda skiptamáli. Samkvæmt lögum ber stjórn Seðlabanka að framkvæma stjórnarstefnuna á hverjum tíma.
Vantrú alþjóðakrata á Seðlabanka Íslands mun flestir geta talið að stafi að góðu samstarfi við jafningja sína búsetta á Íslandi. Það er ekkert mál að sanna að fólk úr þeirra röðum hefur leynt og ljóst skipulagt grafið undan trausti Seðlabankans. Jaðrar við landráð að grafa undan trúverðuleika efnahasstefnu þjóðar, er það spurning.
Ný-sósíalisminn upprunalega nefndur ný-frjálshyggja [new liberalism] í Bandaríkjunum er í daglegu máli Íslendinga blandað saman við neo-liberalism sem eru viðskiptahættir erlendra auðhringa sagðir byggja sígildri frjálshyggju í Löndum þar sem Stjórnvöld eru mútuþæg [siðspillt] eða regluverki sígildrar frjálshyggju er ábótavant. [S-Ameríka, ESB og ESS-Ísland t.d.]
Erlendir fjárfestar í OMX kauphöllum hafa væntingar til IMF sjóðsins og ábyrgðarlaus [með lítið viðskipta vit) Seðlabankastjóra öllu fremur.
Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 12:56
Ég er sammála þér Júlíus að aðgerðir kratanna jafnast á við landráð. Þeir eiga eftir að súpa seyðið af gjörðum sínum.
Sigurður segir ekkert hatur í gangi. Hann verður að eiga slíka fullyrðingu við sjálfan sig; ég kaupi hana ekki:)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 14:45
Gott blogg hjá Þrymi, hverjir réðu viðskiptum Íslendinga síðustu áratugina, N.B ESB-sinnar: Kratar til borga og sveita.
Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 15:01
Landráð? að segja upp seðlabankastjórum? Landráð? Hvers konar bull er þetta. Ég held að menn þurfi að endurlesa tvær bækur, aðra töluvert þykkari en hina. Lagasafnið geymir hegningarlögin, þar er að finna skilgreiningar á hugtakinu landráð. Orðabók menningasjóðs (síðar Máls og menningar) geymir orðasafnið, þar er að finna skilgreiningu á hugtakinu einelti. Ég hugsa jafnvel að Heimir hefði ávinning af því að fletta upp orðinu hatur.
Samfylkingin (eða einstaklingar innan hennar) bera ekkert hatur til Davíðs Oddssonar þó svo hann sé andstæðingur í pólitík. Vandamálið er að trúverðugleiki Seðlabankans hefur beðið hnekki, m.a. vegna orða og yfirlýsinga formanns bankastjórnar - óháð því að það sé stjórnmálamaðurinn Davíð Oddsson. Orð hans og yfirlýsingar standa alveg sjálfstæðar og ef eitthvað, þá hefur það verið hann sem eykur á pólitískan stimpil á núverandi Seðlabankastjórn.
Elfur Logadóttir, 3.2.2009 kl. 16:48
Elfur, orðspor þjóðarinnar hefur beðið mikinn hnekki við endalausar yfirlýsingar Samfylkingar um óhæfi einstakra stofnana. Þér þakka ég umhyggju á fávisku minni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 16:53
Ja hérna. Ætlaði ég þig fávísan? Óttalegt fórnarlambabull er þetta.
Ég lagði einfaldlega til að þú (og aðrir) endurnýjaðir kynnin við skilgreiningu tiltekinna hugtaka til þess að þú áttaðir þig betur á því að þessi hugtök ættu ekki við í þessari umræðu. Það hefur ekkert með fávisku að gera. Ég veit þá hvers ég á að vænta ef ég svara athugasemdum hér.
Annars held ég að orðspor þjóðarinnar hafi skaðast af öðrum ástæðum en því að Samfylkingin hafi gefið yfirlýsingar um stofnanir, mér sýnist á öllu að stofnanirnar hafi verið fullfærar um að klúðra sínum málum sjálfar. Orðspor þjóðarinnar féll síðan endanlega af völdum hóps manna (og kvenna) í stjórnmálum, embættum og viðskiptum.
Elfur Logadóttir, 3.2.2009 kl. 17:01
Þú ert alltaf velkomin Elfur. Ég skal aldrei aftur reyna að leika fórnarlamb. Mér tekst það ekki þegar þú ert annarsvegar."Ég hugsa jafnvel að Heimir hefði ávinning af því að fletta upp orðinu hatur" "Óttalegt fórnarlambabull er þetta."
Samfylkingingin er ákaflega samstilltur flokkur á má ekki vamm sitt vita í stjórnmálalegri umræðu. Málefnin eru ávallt í forgrunni og umtal um persónur hvað þá persónuníð er fjarri sóma Samfylkingarfólks. Þar vega menn ekki að andstæðingum sínum með gaspri.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 3.2.2009 kl. 17:20
Það er Seðlabankans að framkvæma hana á hverjum tíma.
Júlíus Björnsson, 3.2.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.