„Mér finnst makalaust að maður af þessum “saur og hland-„ kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti.“

Tveir menn sem hafa verið áberandi að undanförnu mættu mín vegna íhuga afsögn. Þeir eru þannig launaðir af ríkinu að ekki eru gerðar til þeirra neinar kröfur um afköst. A.m.k. ekkert í líkingu við þær kröfur sem þeir gera til annarra.

Þessir menn eru báðir rithöfundar. Báðir hafa þeir gert sig seka um ótrúlegt vanhæfi til að þiggja opinber laun. Annar þeirra er Hallgrímur Helgason sem þiggur árslaun úr minni hendi og þinni.

Hallgrímur þessi Helgason  hefur með ítrekuðum hætti veist að ráðamönnum þjóðarinnar.

Mikla athygli vakti þegar hann réðst með barsmíðum, heift, fyrirlitningu og taumlausri frekju að bíl forsætisráðherra með hann innanborðs.

Hinn er Þráinn Bertelsson sem þiggur heiðurslaun til ritstarfa  úr minni hendi og þinni.

Þáverandi menntamálaráðherra Björn Bjarnason gerði það að tillögu sinni á sínum tíma og enn þiggur Þráinn heiðurslaunin.

Þráinn Bertelsson skrifaði á vefsíðu sína um velgjörðarmann sinn:

„Mér finnst makalaust að maður af þessum “saur og hland-„ kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti.“


Eigum við að mótmæla við heimili þessara manna og krefjast þess að þeir skili launum sínum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Seg þú mér Heimir ! Ef þú einhvern tímann í lífinu gerir mér greiða , má ég þá ekki tjá öðrum skoðanir mínar á þér ef mér fynnst þú ömurlegur  skil ekki málið  ? Ert þú með ö.o. að segja mér og öðrum hér á blogginu að þú viljir hafa 100% kóara í kring um þig , þeim fynnist það sem þér fynnst

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 19:41

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hörður, ég er að segja að svona gikki vil ég ekki hafa á launaskrá ríkisins. Þeir eru báðir dónar og ruddar. Gætu hæglega mótmælt án þess að veitast að persónu manna.

Mér finnst makalaust að maður af þessum “saur og hland-„ kalíber skuli hafa geta tranað sér fram í ráðherraembætti.“

Finnst þér þessi orða sæma manni sem þiggur "heiðursritlaun" af þjóðinni?

Heiðursrithöfundur ætti frekar að reyna að vera fyrirmynd.

Hann er búinn að fjarlægja skrif sín af síðunni.

Skyldi hann hafa skammast sín?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég get samþykkt það , en seg mér annað þessu náskylt , hvaða orð notaði bíbí í bloggo sínu er hann ritaði sl. vor um símhlerunarmálið er það var til lykta leitt , fannst þér það tilhlýða hermálaóráðherra , eða fannst þér það tilhlýðilegt dómsmálaráðherra ? Ég leyfi mér að stórefast um að bíbí kunni að skammast sín , en þú Heimir efast um að ÞB hafi gert það .

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 20:44

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Bjarnason er mjög vandaður stjórnmálamaður og sagan á eftir að dæma hann sem slíkan. Ekki veit ég hvaða orð Björn notaði en það er honum ekki líkt að hafa sagt eitthvað óyfirvegað.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 21:15

5 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Heimir ! Mér fynnst gott að halda augunum opnum , sama hver á í hlut , Klemenzsynir eru frændur mínir , en þeir eru ekkert betri í mínum augum fyrir það , þú gerist að mínum dómi , ansi hlutdrægur , var símahlerunarmálið ekkert mál í þínum huga , fyndist þér það í góðum gír , ef síminn þinn væri hleraður , út af því að þú ert yfirlýst íhald , kommúnistar væru við völd , og íhaldið héldi uppi öflugum andmælum á Alþingi ? Já eins og ég hef lengi sagt ; það er stundum gott að hafa sérkennilegann höfuðvöxt og vita ekki neitt .  Og í mínum eyrum hljómar vandaður stjórnmálamaður , á öreiga skerinu , sem blótsyrði , af hverju , þarf ég að segja þér það ? Nei hélt ekki .

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 21:29

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvar var hleraður sími Hörður?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 21:35

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Heimir ert þú að spyrja í gríni

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 21:38

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nei, Hörður. Er alvaran svona fúl?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 21:56

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Ég á bara vægast sagt erfitt með að trúa því að þú vitir ekkert um hvað þessi vandaði stjórnmálamaður á Ísa köldu landi hefur sagt um símahlerunarmálið , nema því aðeins að þetta hafi ekki verið mál í þínum augum , sem það getur ekki hafa verið fyrst þú veist ekki hjá hverjum síminn var hleraður . Nei hættum að tala um símahleranirnar , því það gæti komið sér vægast sagt illa fyrir þig , því vandaði stjórnmálamaðurinn gæti hrunið niður á "örlítið" lægra plan í þínum augum . Sumir hlutir eru fúlir , aðrir grautfúlir . Ég treysti því að þú lesir þig til , en látir mig ekki "ljúga" að þér til

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 22:16

10 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ég man eftir rannsókn á eldgömlum hlerunarmálum, þegar þjóðarhagur (?) var talinn í hættu, en úr samtímanum minnist ég ekki símahlerana nema hjá dópsölum og finnst það í góðu lagi;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 22:35

11 Smámynd: Hörður B Hjartarson

Tilheyrir t.d. Páll Bergþórsson veðurstofustjóri dópsölum , eða eldgömlum þjóðarhag 

Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 23:33

12 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eldgömlum þjóðarhag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.1.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Úr hugskoti Heimis

Höfundur

Heimir Lárusson Fjeldsted
Heimir Lárusson Fjeldsted

Fyrrv. mjólkursaml.stj., fast.sali, frkv.stj., kaupm., bílstj. o.fl.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG 9978

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband