24.1.2009 | 16:48
Hverju eru bændur að mótmæla?
Það kostar íslenska þjóð þrjátíu milljarða króna, 30 þúsund milljónir á ári hverju að halda úti landbúnaði miðað við að flytja landbúnaðarvörur inn frá ESB-löndunum.
Hverju eru bændur að mótmæla?
Sextán dráttarvélar á torginu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Upplýstu fávitann Kjartan.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:05
Bændur eru nú ábyggilega að mótmæla vegna þess að það eru þeir sem koma verst út úr efnahagsástandinu eins og það er núna til dæmis vegna þess hvað sumir þeirra eru skuldsettir vegna þess að þeir þurfa að byggja fjós og kaupa vélar. Ég veit ekki með aðra en ég vil ekki sjá innflutt kjöt á Íslandi það er miklu miklu verra heldur en Íslenskt kjöt það veit ég sjálfur að því að ég hef verið búsettur annarstaðar!
Þess vegna seigi ég: Bændur eiga líka mótmæla
Jónas Þór Karlsson, 24.1.2009 kl. 17:08
Þrjátíu milljarða segirðu!! hver lærðir þú stærðfræði.!! Þér finnst semsagt mun vænlegra að hætta framleiðslu matvæla á Íslandi og flytja inn í staðinn.
Skiptir ekki máli um atvinnu þessa fólks eða þeirra sem búa í þéttbýlinu og hafa atvinnu af úrvinnslu eða þjónustu við bændur. Ég hélt í fávísi minni að þú værir betur upplýstur um þessi mál því að ég les oft bloggið þitt og finnst oft á tíðum ágætt en vá , hvað þú þjáist af mikilli blindu maður
Sigurður Baldursson, 24.1.2009 kl. 17:12
Þessar tölu eru opinbera drengir. Ég bjó þær ekki til. Spurning mín var, hverju eru þeir að mótmæla?
Ofur eðlileg spurning og óþarfi að vera með gífuryrði
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:23
P.s. Ég er láglaunamaður og hef afar sjaldan efni á að kaupa lambakjöt, hvað þá nautakjöt
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:25
Nei, Heimir þetta er ekki rétt hjá þér. Opinber stuðningur til mjólkur og kjötframleiðslu er eitthvað á milli 7 til 8 milljarðar í dag. Og ég get fullvissað þig um að þessir peningar fara beint inn í hagkerfið aftur í formi kaupa á vörum og þjónustu af Íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum.
Sú tala sem þú ert að vísa til er sennilega þessi svokallaði "reiknaði" stuðningur sem er ekkert annað en rugl vegna þess,að þá finna menn lægsta mögulega verð á ákveðinni vöru t.d. í Úganda eða Sómalíu eða á álíka stöðum og setja það sem heimsmarkaðsverð, þótt að það sé hvergi til vara til að selja á þessu verði á stærri markaði. Síðan er útsöluverð í verslun hér heima fundið út og mismunurinn á þessum verðum síðan reiknaður út sem stuðningur við landbúnað í viðkomandi landi. !!!
Menn geta svo haft mismunandi skoðanir á því hvort að það sé skynsamleg reiknikúnst. Eftir fall krónunar hafa hinsvegar þessar tölur allar breyst mjög til , þannig að ef við tökum dæmi þá er verð á nýmjólk í Danmörku mun hærra en hér.
Sigurður Baldursson, 24.1.2009 kl. 17:39
Ef að mjólk, kjöt og fiskur væri allt innflutt þá held ég að ísland myndi nú vera neðarlega á lista yfir sjálfbærar þjóðir.
Og hvaða þjóðir eru jú líklegastar til að standa af sér "alvöru" kreppu. Jú sjálfbærar þjóðir.
En eflaust er styrktarkerfi bænda meingallað og eflaust og stór hluti vandans er af því kvótakerfi sem hefur verið troðið á þetta eins og öðru til að hamla samkeppni.
Vilberg Helgason, 24.1.2009 kl. 17:41
Þakka þér fyrir þetta Sigurður.
Talan sem ég nefndi mun vera komin frá Samfylkingunni og það fyrir hrun krónunnar.
Ég veit ekki hvað er satt og hvað er lygi.
Mér finnst að bæði bændur og ríkið upplýsi okkur um hvað einstakir atvinnuvegir skaffa þjóðarbúinu og hvað þeir kosta okkur.
Það er sanngjörn krafa loksins þegar við förum að gera okkur grein fyrir efnahagsvanda.
Ég á langan starfsaldur fyrir landbúnaðinn og vil honum vel.
Við þurfum bara að vera með á nótunum
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:45
Vilberg, þurfum við ekki að taka öll okkar mál til gagngerrar endurskoðunar?
Kvótakerfi?
Niðurgreiðslur?
Bankakerfi?
Siðferði?
Ekkert má vera undanskilið að mínu mati.
Upphaf þessara skrifa var að bændur komu saman á Akureyri í því skyni að mótmæla, en fréttin bar ekki með sér hverju þeir vildu mótmæla.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 17:49
Þeir gætu verið að mótmæla uppsögn búvörusamninga. Eða að þeir séu eins og stóð þegar efnt var til mótmælanna, að standa ætti vörð um íslenskan landbúnað.
Hvernig væri að þú kæmir með heimild fyrir þessum þrjátíu milljörðum. Gaman að sjá hver er svo "snjall" í reikningi.
Samkvæmt fjárlögum fara um 7-8 milljarðar í beinan stuðning við bændur (og þá er greidd niður framleiðsla þeirra til neytenda). Svo ég skil ekki alveg hvaðan restin kemur, kannski tollverndin miðað við eitthvað áætlað heimsmarkaðsverð sem er náttúrulega afskaplega spaugilegt.
Kári Gautason, 24.1.2009 kl. 18:14
Kári, við getum endalaust giskað á hverju þeir voru að mótmæla á meðan það kemur ekki skýrt frá þeim sjálfum.
Hver af landbúnaðarsérfræðingum Samfylkingarinnar reiknaði dæmið út veit ég ekki. Held og þykist raunar vita að inn í dæminu sé verðmismunur á íslenskum afurðum og innfluttum sem við vitum að eru niðurgreiddar ótæpilega af ESB.
Það er okkur nauðsynlegt að horfast í augu við staðreyndir hversu óþægilegar sem þær eru.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 18:37
Bændur eru náttúrulega , bara eins og aðrir, að mótmæla aðstæðum í þjóðfélaginu í dag. Auðvitað hafa lánin hjá þeim hækkað eins og hjá okkur hinum. Þeir vilja örugglega líka hafa eitthvað að segja um hverjir taka við í brúnni.
Samfylkingin er sá flokkur á Íslandi sem vill í ESB, vill flytja inn landbúnaðarvörur. Auðvitað koma tölur frá þeim íslenskum bændum í óhag. Það er örugglega hægt að fá margar útkomur úr þessu reikingsdæmi.
Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 18:37
Anna Guðný, hefði ekki verið betra hjá bændum að segja frá hverju þeir eru að mótmæla? T.d. lélegum snjómokstri, háum vöxtum, lélegri sjónvarpsdagskrá, engu ADLS-sambandi eða bara nefna eitt til tvö atriði. Ég vil svo sannarlega taka þátt í þjáningu þeirra en ég veit bara hvorki hvernig né hvar á að bera niður
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 19:10
Veit ekki hvort þú fylgist með fréttum sem ekki eru með bláan stimpil það var verið að mótmæla vanhæfi ríkisstjórn á íslandi hefur marg komið fram í fréttum
Jón Rúnar Ipsen, 24.1.2009 kl. 21:05
Ég, bóndadóttirin hef venjulega verið talin ja bara þokkalega skýr, fatta eiginlega ekki af hverju bændur, einir stétta séu líklegir til að vera að mótmæla einhverju öðru en hinir. Bændur er kannski bara heppnari en aðrir af því þeir geta auðkennt sig með dráttarvélunum.
Get ekki ímyndað mér að allir mótmælendur þjáist. Sumir mótmæla af stuðningi en eru kannski ekkert endilega að segja frá því.
Ég persónulega vel að mótmæla ekki. Er það er vel ígrunduð ákvörðun.
Hafðu það gott
Anna Guðný , 24.1.2009 kl. 21:41
Heimir.Bændur eru hluti af þjóðinni - þeir eru ekki sérstakur þjóðflokkur ! Ég heyri að þú ert vel upplýstur maður - því vil ég til míns fróðleiksauka spyrja þig - Hvað myndu bændur þurfa að greiða til Esb á ári - ef um aðild væri að ræða - og hvað fengju þeir mikið greitt úr sjóðum sambandsins pr. ár ?
Benedikta E, 24.1.2009 kl. 22:42
Ágæta fólk, ef bændur hefðu birt mótmælaskjal, þá hefi ég þekkt þá sem greinda og skemmtilega þjóðfélagsþegna. En að koma akandi á dráttarvélum og segjast vera að mótmæla án þess að tilgreina það frekar er norðlenskum bændum ekki líkt.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 23:42
Benedikta, það væri gaman að fá svör við spurningum þínum frá Samfylkingarfólkinu sem þráir það eitt að fá að naga blýanta í Brussel.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 23:44
Hér er kannski eitthvað af ástæðunni fyrir mótmæli bænda!
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/01/24/drattarvelar_a_radhustorgi/
Jónas Þór Karlsson, 25.1.2009 kl. 01:09
Ég ætla að gerast bóndi part úr degi og fara á dráttarvél með skítadreifara , niður á Austurvöll og bera skít á þinghúsið , svo þetta verði í setteringu ; úti og inni .
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 01:50
Gangi þér vel Hörður við dreifinguna. Samt finnst mér svolítil skítalykt af málinu öllu
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.