23.1.2009 | 14:50
Ekki má trufla Hörð Torfason - hann þarf að læra að skammast sín
Hvað er hann að draga veikindi sín fram í dagsljósið núna? sagði Hörður Torfason.
Það er ekkert hægt að segja um þessi orð Harðar, enda allir hvumsa.
Innlent | mbl.is | 23.1.2009 | 14:20
Hænuskref í rétta átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jújú, það er víst hægt að leggja út af þessum orðum Harðar. Ég skal taka það að mér:
Það verður að viðurkennast að tímasetningin á þessari greiningu er heppileg fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Mótmælaaldan risin svo hátt að ríkisstjórnin neyðist annað hvort til að boða til kosninga eða gera það ekki og boða þannig til óeirða.
Eins hræðilegt og krabbamein annars er, má segja að það hafi bjargað Geir úr slæmri klípu. Hann boðar til kosninga, en án þess þó að virðukenna að mótmælin hafi skilað árangri.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 18:05
Þið Hörður þurfið bæði að taka til í ykkar ranni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.1.2009 kl. 19:03
Við Hörður erum bæði að taka til í íslenskri póltík, þótt með ólíkum aðferðum sé. Og þar er nú aldeilis ekki vanþörf á stórhreingerningu.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 22:58
Heimir ! Án þess að ég sé að verja , eða taka undir orð nafna ; fynnst þér allt hafa verið viðeigandi sem Geir hefur sagt um mótmælin , sem og margir aðrir , t.d. hvaða orð Sturla Böðvarsson notaði um mótmælendur ? Hefur þú horft á úrklippurnar úr fréttum og fréttatengdum þáttum frá síðasta ári á blogginu hennar Láru Hönnu ? Vissulega eru veikindi alltaf slæm , en -
Hörður B Hjartarson, 24.1.2009 kl. 03:26
24.1.2009 | 03:27
Svona er samtalið...
Einhverjar efasemdir hafa verið um að samtalinu milli blaðamanns og Harðar Torfasonar væri rétt lýst í frétt á mbl.is. Hér má lesa samtalið eins og það fer fram, en upptaka af því fylgir fréttinni á mbl.is.
Hörður: Já, komdu sæl.
Blaðamaður: Það kom alltaf talhólfið þitt, þarna þegar ég hringdi áðan.
Hörður: Já, það stoppa ekki símarnir, það er alveg, það er mikið að gerast núna.
Blaðamaður: Það sem mig langaði að spyrja er hvort þetta breytir einhverju fyrir Raddir fólksins þessar nýjustu fréttir?
Hörður: Ef nokkuð, þá er það bara að við eflumst í baráttunni. Það...
Blaðamaður: Þið teljið ekki að þið séuð búin að ná fram ykkar kröfum um kosningar og þess háttar.
Hörður: Nei, elskan, nei, nei nei, nei, þetta eru pólitískar reykbombur.
Blaðamaður: Já, þú telur það?
Hörður: Já, já já já, þetta er hænuskref í áttina. en það er... nei, nei, nei, nei, maður sér í gegnum svona leiki. Við trúum þessu ekkert. Annars ætlum við að senda frá okkur tilkynningu í dag, seinna í dag, en það er meira í húfi heldur en svona, að við tökum mark á svona hlutum.
Blaðamaður: Hvað með veikindin?
Hörður: Hann sagði ekki af sér... Það er alltaf... ég meina af hverju er maðurinn að draga þetta allt í einu, veikindi sín.
Blaðamaður: Hann var ekki búinn að fá að vita þetta.
Hörður: Já, já, en það er líka... ákveðið... það er dálítið til sem heitir einkalíf og svo stjórnmálalíf. Það er tvennt ólíkt. En við skoðum þetta bara mál og hérna við ætlum að senda frá okkur fréttatilkynningu í dag. En þetta dregur ekkert úr mótmælunum. Það er engin ástæða... ef nokkuð er, þá er það bara til að berja fastar í vegginn.
Blaðamaður: Krafa ykkar er að ríkisstjórnin fari frá nú þegar?
Hörður: Já, já, og kosningar. Það er ekki búið að gefa afdráttarlaust svar um kosningar. Geir er ekkert að segja af sér.
Blaðamaður: Nei?
Hörður: Nei, stjórnin ætlar að halda áfram. Og þetta er einhver óljós tillaga um kosningar.
Blaðamaður: Hvað er þá framundan hjá ykkur á morgun og laugardag.
Hörður: Það eru bara áframhaldandi mótmæli, það er ekkert.... það er bara að sjá í gegnum þetta reykkóf sem stjórnmálamenn eru að blása upp. Það er ekkert... Við viljum breytt kerfi, við viljum breytingar á þessu þjófélagi, þetta er úr sér gengið kerfi, valdaklíkur og spilling, og við erum ekkert að gefa eftir af okkar kröfum. Það er bara... þá værum við lítils virði.
Blaðamaður: Já, heyrðu ég skrifa smáfrétt upp úr þessu samtali okkar inn á mbl.is, og hérna þakka þér bara fyrir spjallið og vona að þetta gnagi upp hjá okkur öllum saman.
Hörður: Jább,
Blaðamaður: þakka þér kærlega.
Hörður: Jú, þakka þér. Bless.
Mér virðist, því miður, sem ekki fari á milli mála að Hörður telji að Geir sé að draga krabbameinið inn í umræðuna "núna" til þess eins að afvegleiða fólk.
Átti Geir að leyna þessum upplýsingum?
Pétur Blöndal
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 05:31
----
Wrong answer 101
Sem blaðamaður þá setur þú viðmælanda inn í málið og spyrð hann spurningar.
Síðan kveikir þú á upptökutækinu og spyrð hann óræðrar spurningar sem engu máli skiptir í raun nema sem framhald af fyrri spurningu.
Viðmælandi þinn sem nú á traust þitt. Svarar samviskulega.
Ef þú vilt láta viðmælanda líta enn ver út skellir þú í miðri ræðu hans spurningu sem hann átti alls ekki vona á að verða spurður.
Með þessu hefur þú séð til þess að viðmælanda vefst tunga um tönn.
Þegar þetta er klippt og birt er breytt um fyrirsögn.
------------
Þetta eru svo augljós vinnubrögð að ég á ekki til orð.
Það er hafið stríð hér á landi sem aldrei fyrr um orð og tjáningarfrelsi.
Allir þeir sem ekki tjá sig með samskonar orð og setningarskipan og valdstjórnin eru úthrópaðir á torgum með fáránlegum svívirðingum sem menn ættu ekki einu sinn að láta út úr sér í einrúmi.
Stjórnvöld gera allt til þess að fólkið í landinu taki ekki af þeim völdin og landið sem þau telja sig ein eiga og geta ráðstafað
Þetta þarf að stöðva
Við erum þjóðin
Landið er okkar
Kristján Logason, 24.1.2009 kl. 12:26
Ég held að nafni sé jafn helvíti "slæmur" maður og um árið er hann dirfðist að koma út úr skápnum án þess að biðja aðra um leifi Ég hlakka til að deyja því þá verð ég , það er bara verst að það lifir lengst sem leiðast er , annað er að ég er farinn að efast um að þeir hafi list á mér hinu megin , hvorki í efra né neðra
Hörður B Hjartarson, 24.1.2009 kl. 13:11
Ég held að þú vinnir þér himnavist Hörður með aðgerð Túngötu......
Heimir Lárusson Fjeldsted, 24.1.2009 kl. 14:51
Ég væri til í það ef þar er eitthað sem er bitastætt , nú bara veit ekki ég , en tiltölulega fallegt hús og slæmt að eyðileggja það , en ef skítur er í húsinu , því þá ekki eyða þeim skít einhvers staðar annars staðar . Eitt er 100% öruggt allt allt allt of mikill skítur var og er her á skerinu , en verður vonandi ekki . Og þetta er skítur sem yrði til þess að ef hann yrði borinn á tún þá yxi í mesta lagi arfi . Haugskítugur þríhöfða þurs situr enn á Svörtuloftum , hann á sjálfsagt að fá "starfsfrið" . Og Bessastaði á að nota sem safn eða stofnun , símareikningurinn á að fara þaðan .
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 14:41
Davíð Oddsson er sá eini sem heldur haus í öllu þessu fargani Hörður.
Sjáum bara hvað hann á eftir að draga upp úr pússi sínu þegar nær dregur kosningum
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 15:00
Davíð er ekki alvondur þótt hann eigi hálfan hæðstarétt , en það er held ég í lagi að hafa það öðru hvoru megin við eyrað og ekki er sonurinn á alvondum stað . Er Matthildur í uppsiglingu eða er það leikritið úr MR um Bubba kóng ? Hann á sínar góðu hliðar , en hann er eitt höfuðið á þessum þríhöfða þurs , engu að síður .
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 20:35
Davíð er afbragð annarra manna
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 21:18
Heimir ! Þér urðu á alvarleg mistök í síðustu aths. skrifaðir af í staðinn fyrir ó , um þríhöfða .
Hörður B Hjartarson, 25.1.2009 kl. 21:42
:-)
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.1.2009 kl. 21:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.