20.1.2009 | 17:01
Mótmæli heyrnadaufra
Fólk virðist heyrnarsljótt, eða bara sljótt þegar lögreglan lætur það vita að nú sé rétt að forða sér því gasi verði beitt. Ljósmyndari nokkur sagði í viðtali við fréttastofu RÚV að hann hafi verið í fremstu víglínu að taka myndir þegar hann fékk úðann í augun. "Hvernig haldið þið að það sé að fá piparúða í augun fyrir ljósmyndara" spurði hann alþjóð í gegnum útvarpið. Ætli það sé ekki svipað og þegar laganemi á þriðja ári sem er í sambúð með mannfræðinema á öðru ári fær piparúða í augun.
Þeir fengu piparúða í augun sem skyldu ekki tilmæli lögreglunnar eða töldu sig yfir boð löggæslumanna hafna.
Piparúða beitt við þinghúsið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Úr hugskoti Heimis
Bloggvinir
- malacai
- gelgjan
- aronb
- skagstrendingur
- agustolafur
- solisasta
- baldher
- emmgje
- bergruniris
- skinogskurir
- bjarnihardar
- gattin
- tilfinningar
- greindur
- ekg
- einarsmaeli
- evabenz
- eyglohardar
- eythora
- ea
- feministi
- arnaeinars
- g-bergendahl
- gudni-is
- lucas
- gudmunduroli
- zeriaph
- boggi
- gotusmidjan
- doritaxi
- hallurg
- smali
- heidistrand
- heidathord
- heimssyn
- diva73
- helgimar
- himmalingur
- kliddi
- haddih
- hordurj
- ingabesta
- ithrottir
- jakobk
- jonaa
- jbv
- joninaottesen
- jon-o-vilhjalmsson
- jonsnae
- jorunn
- juliusbearsson
- katagunn
- katrinsnaeholm
- kolbrunb
- ksh
- kollaogjosep
- kristinn-karl
- kristjan9
- lady
- presleifur
- liljabolla
- vonin
- mariakr
- methusalem
- morgunbladid
- obv
- olinathorv
- omarbjarki
- perlaoghvolparnir
- ragnar73
- rannveigh
- redlion
- trandill
- puma
- runirokk
- rynir
- fullvalda
- hjolina
- heidarbaer
- holmarinn
- nr123minskodun
- sigurdursig
- siggith
- hvala
- stebbifr
- must
- steinunnolina
- svavaralfred
- unnar96
- valdimarjohannesson
- vefritid
- steinibriem
- thorsteinn
- thoragud
- thordisb
- thorolfursfinnsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert alltaf sami húmoristinn. Nokkrir mótmælendur voru í innkeyrslunni að bílakjallara þinghússins sem var lokaður með rammgerðri járnrimlagrind. Fyrir innan voru löggur og fyrir utan mótmælendur og komust hvorugir að hinum. En þá, að því er virðist sér til skemmtunar, sprautuðu löggurnar piparúða á fólkið gegnum rimlagrindina algjörlega að ástæðulausu þar sem mótmælendur komust hvergi en börðu potta og dósir og gerðu töluverðan hávaða. Notkun piparúðans var óvænt, enginn átti von á því við þessar tryggu aðstæður og engin viðvörun var gefin. Yfirgnæfandi meirihluti lögregluþjónanna við þinghúsið í dag sýndu stillingu og prúðmennsku en því miður eru "skemmd epli hjá okkur líka eins og öðrum stéttum, t.d. múrurum og smiðum" eins og einn lögregluþjónninn sagði við mig um piparúðaárás lögreglunnar. Tíðindamenn og ljósmyndarar fjölmiðla eru merktir sem slíkir og víðast hvar í heiminum fá þeir að sinna sínu starfi án árása löggunnar. Hér var hins vegar greinilega um yfirvegaða árás lögreglunnar á ljósmyndarana að ræða og er löggunni til vansa. Fjölmiðlafólk var ekki komið þarna til að vera með læti heldur til að sinna starfsskyldu sinni af trúmennsku ekkert síður en löggan.
corvus corax, 20.1.2009 kl. 18:24
En Krummi, þurfa ljósmyndarar og fréttamenn ekki að hafa vit á að forða sér þegar löggan neyðist til slíkra aðgerða?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.1.2009 kl. 18:36
Það er ekki gott útsýnið af aftasta bekk.
Vésteinn Valgarðsson, 21.1.2009 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.